Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 9. september 2025 12:17 Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta. Það eru margar ástæður fyrir því að rannsókn af því tagi sem kynnt verður í dag er nauðsynleg fyrir hagsmunagæslu háskólamenntaðra stétta. Hún varpar ljósi á samspil ólíkra hópa á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem hún gefur okkur dýrmætar upplýsingar um hvar við stöndum í samanburði við nágrannalönd okkar og þar með hversu samkeppnishæf við erum á vinnumarkaði sem verður stöðugt alþjóðlegri. Ávinningur farið minnkandi Í skýrslunni eru bornar saman atvinnutekjur eftir skatta hjá fólki með grunnskólamenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Spurt er ólíkra spurninga og unnin margvísleg svör á grunni upplýsinganna. Margt kemur á óvart, en annað var viðbúið. Lítum á niðurstöðurnar um ávinninginn af háskólamenntun. Hann er skilgreindur sem meðaltalsmunur á atvinnutekjum þeirra sem lokið hafa háskólanámi og þeirra sem ekki verða sér úti um háskólagráðu eftir stúdentspróf. Niðurstaðan er sú að ávinningurinn hefur farið minnkandi allt frá 9. áratug 20. aldar, hann jókst í uppsveiflunni í lok síðustu aldar og skrapp hratt saman eftir hrun bankanna 2008 en ferillinn leitar alltaf niður á við. Kynjavinkillinn í niðurstöðunum er sláandi. Í ljós kemur að tekjur háskólamenntaðra kvenna eru svipaðar tekjum karla með stúdentspróf í flestum aldursflokkum. Einnig að karlar sem hafa aðeins lokið grunnskólaprófi fá hærri tekjur en konur með stúdentspróf. Í rannsókninni er líka skoðaður ávinningur af grunn- og meistaranámi eftir aldri. Í ljós kemur að ávinningur þeirra sem eru 45 ára og yngri af grunnnámi í háskóla jókst fram að aldamótum en síðan hefur hann farið hratt minnkandi. Yngsti aldurshópur þeirra, sem lokið höfðu grunnnámi árið 2000, hafði um 38% meiri tekjur en stúdentar eftir skatta en nú er þessi hópur með innan við 15% meiri tekjur. Elsti hópurinn var með rúmlega 30% hærri tekjur eftir skatta árið 2000 en nú er munurinn um 16%. Tímaferlar fyrir ávinning af meistaragráðu sýna hins vegar nær stöðuga lækkun frá því á tíunda áratuginum hjá þeim sem eru 35 ára og eldri. Mismunur eftir hópum Þegar rætt er um arðsemi háskólanáms í skýrslunni er oftast átt við innri vexti eða þá ávöxtunarkröfu, sem nægir til þess að núvirtar ævitekjur um tvítugt verði jafnar hjá þeim sem ljúka háskólanámi og þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir stúdentspróf. Arðsemi er mest af námi í læknisfræði, tölvunarfræði og verkfræði. Þar á eftir koma lögfræði, hjúkrunarfræði, hagfræði og viðskiptafræði. Á hinn bóginn er neikvæð arðsemi af leikskólakennaranámi, listum og meðferð og endurhæfingu. Þá er lítil arðsemi af grunnskólakennaranámi, starfsmenntakennaranámi, námi í hugvísindum og félags- og menningarfræði. Við drögumst aftur úr Arðsemi háskólanáms á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í samanburðarlöndum okkar. Hún er samt ekki langt frá því sem er í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, en hún er nokkru meiri í Finnlandi en hér. Í öllum þessum löndum er arðsemi meiri af háskólanámi kvenna en karla, eins og hér. Í meðaltali OECD-landa, annarra en Íslands, er arðsemi af háskólanámi líka nokkru meiri hjá konum en körlum. Hafa ber í huga varðandi samanburðinn innan Norðurlandanna að stuðningskerfi við námsmenn og ungar fjölskyldur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru mun öflugri en hér á landi. Það þýðir að unga háskólafólkið okkar býr við mun lakari kjör en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Munur á tekjum háskólamenntaðra og fólks með stúdentspróf hefur farið minnkandi síðustu tuttugu árin og nú er hann hvergi minni en á Íslandi í þeim löndum sem skoðuð eru í samantekt Evrópsku hagstofunnar (e. Eurostat). Í heildina hefur arðsemi háskólamenntunar farið minnkandi hjá báðum kynjum á síðustu tveimur áratugum. Þannig hefur bæði arðsemi grunnnáms og meistaranáms í háskóla helmingast frá fjármálakreppunni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar um virði háskólamenntunar. Á málþinginu í dag verður ítarleg umfjöllun um niðurstöðurnar og varpað ljósi á stöðu Íslands í samanburði við nágrannalöndin. Í ljós kemur að við erum að dragast aftur úr og að þekkingin sem við höfum treyst að myndi tryggja framtíð Íslands er í hættu. Og við spyrjum: Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Skóla- og menntamál Háskólar Stéttarfélög Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta. Það eru margar ástæður fyrir því að rannsókn af því tagi sem kynnt verður í dag er nauðsynleg fyrir hagsmunagæslu háskólamenntaðra stétta. Hún varpar ljósi á samspil ólíkra hópa á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem hún gefur okkur dýrmætar upplýsingar um hvar við stöndum í samanburði við nágrannalönd okkar og þar með hversu samkeppnishæf við erum á vinnumarkaði sem verður stöðugt alþjóðlegri. Ávinningur farið minnkandi Í skýrslunni eru bornar saman atvinnutekjur eftir skatta hjá fólki með grunnskólamenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Spurt er ólíkra spurninga og unnin margvísleg svör á grunni upplýsinganna. Margt kemur á óvart, en annað var viðbúið. Lítum á niðurstöðurnar um ávinninginn af háskólamenntun. Hann er skilgreindur sem meðaltalsmunur á atvinnutekjum þeirra sem lokið hafa háskólanámi og þeirra sem ekki verða sér úti um háskólagráðu eftir stúdentspróf. Niðurstaðan er sú að ávinningurinn hefur farið minnkandi allt frá 9. áratug 20. aldar, hann jókst í uppsveiflunni í lok síðustu aldar og skrapp hratt saman eftir hrun bankanna 2008 en ferillinn leitar alltaf niður á við. Kynjavinkillinn í niðurstöðunum er sláandi. Í ljós kemur að tekjur háskólamenntaðra kvenna eru svipaðar tekjum karla með stúdentspróf í flestum aldursflokkum. Einnig að karlar sem hafa aðeins lokið grunnskólaprófi fá hærri tekjur en konur með stúdentspróf. Í rannsókninni er líka skoðaður ávinningur af grunn- og meistaranámi eftir aldri. Í ljós kemur að ávinningur þeirra sem eru 45 ára og yngri af grunnnámi í háskóla jókst fram að aldamótum en síðan hefur hann farið hratt minnkandi. Yngsti aldurshópur þeirra, sem lokið höfðu grunnnámi árið 2000, hafði um 38% meiri tekjur en stúdentar eftir skatta en nú er þessi hópur með innan við 15% meiri tekjur. Elsti hópurinn var með rúmlega 30% hærri tekjur eftir skatta árið 2000 en nú er munurinn um 16%. Tímaferlar fyrir ávinning af meistaragráðu sýna hins vegar nær stöðuga lækkun frá því á tíunda áratuginum hjá þeim sem eru 35 ára og eldri. Mismunur eftir hópum Þegar rætt er um arðsemi háskólanáms í skýrslunni er oftast átt við innri vexti eða þá ávöxtunarkröfu, sem nægir til þess að núvirtar ævitekjur um tvítugt verði jafnar hjá þeim sem ljúka háskólanámi og þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir stúdentspróf. Arðsemi er mest af námi í læknisfræði, tölvunarfræði og verkfræði. Þar á eftir koma lögfræði, hjúkrunarfræði, hagfræði og viðskiptafræði. Á hinn bóginn er neikvæð arðsemi af leikskólakennaranámi, listum og meðferð og endurhæfingu. Þá er lítil arðsemi af grunnskólakennaranámi, starfsmenntakennaranámi, námi í hugvísindum og félags- og menningarfræði. Við drögumst aftur úr Arðsemi háskólanáms á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í samanburðarlöndum okkar. Hún er samt ekki langt frá því sem er í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, en hún er nokkru meiri í Finnlandi en hér. Í öllum þessum löndum er arðsemi meiri af háskólanámi kvenna en karla, eins og hér. Í meðaltali OECD-landa, annarra en Íslands, er arðsemi af háskólanámi líka nokkru meiri hjá konum en körlum. Hafa ber í huga varðandi samanburðinn innan Norðurlandanna að stuðningskerfi við námsmenn og ungar fjölskyldur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru mun öflugri en hér á landi. Það þýðir að unga háskólafólkið okkar býr við mun lakari kjör en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Munur á tekjum háskólamenntaðra og fólks með stúdentspróf hefur farið minnkandi síðustu tuttugu árin og nú er hann hvergi minni en á Íslandi í þeim löndum sem skoðuð eru í samantekt Evrópsku hagstofunnar (e. Eurostat). Í heildina hefur arðsemi háskólamenntunar farið minnkandi hjá báðum kynjum á síðustu tveimur áratugum. Þannig hefur bæði arðsemi grunnnáms og meistaranáms í háskóla helmingast frá fjármálakreppunni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar um virði háskólamenntunar. Á málþinginu í dag verður ítarleg umfjöllun um niðurstöðurnar og varpað ljósi á stöðu Íslands í samanburði við nágrannalöndin. Í ljós kemur að við erum að dragast aftur úr og að þekkingin sem við höfum treyst að myndi tryggja framtíð Íslands er í hættu. Og við spyrjum: Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun