Fótbolti

Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugar­dag

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Albert Guðmundsson kom að þremur mörkum Íslands en fór meiddur af velli eftir að hafa skorað. 
Albert Guðmundsson kom að þremur mörkum Íslands en fór meiddur af velli eftir að hafa skorað.  Vísir / Anton Brink

Albert Guðmundsson tognaði á ökkla í leik Íslands gegn Aserbaísjan á föstudaginn og verður frá í leiknum gegn Frakklandi, en gæti spilað með Fiorentina gegn Napoli næsta laugardag. Ástand hans verður metið betur þegar nær dregur.

Fiorentina greinir frá fregnunum á heimasíðu félagsins. Þar segir að Albert hafi undirgengist rannsóknir og strax hafið endurhæfingu með læknateymi liðsins.

„Ástand hans verður metið á næstu dögum til að ákvarða hvort hann spili á laugardaginn“ segir í tilkynningunni.

Albert ferðaðist ekki með íslenska landsliðinu til Frakklands og verður ekki með í leiknum í kvöld. Hann meiddist á sama tíma og hann skoraði fjórða markið í leiknum gegn Aserbaísjan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×