Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Ólafur Þór Jónsson skrifar 9. september 2025 21:50 Landsliðsþjálfarinn á hliðarlínunni í París. Franco Arland/Getty Images Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands var svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins. Íslands komst yfir snemma í leiknum en Frakkar svöruðu sitthvoru megin við hálfleikinn og unnu 2-1. Ísland skoraði mark í uppbótatíma en það var dæmt af vegna meints brots Andra Lucasar á varnarmanni Frakklands. Umdeild ákvörðun í besta falli og viðurkenndi Arnar að hann hefði látið í sér heyra við dómarateymi dagsins. „Í augnablikinu verður þú að sýna smá prinsipp, standa fast á þínu og láta þá aðeins heyra það. Er aðeins búinn að róa mig núna, ég hef þroskast svo mikið.” sagði Arnar og glotti. Arnar sagðist þó velja að vera jákvæður eftir leik kvöldsins þrátt fyrir svekkjandi endi. „Á endanum er þetta bara frábær gluggi. Við settum okkur þau markmið að vinna Aserbaísjan og gefa Frökkum góðan leik. Svo fengum við bónusúrslit í dag með jafntefli Aserbaísjan og Úkraínu. Tökum það með okkur. Getum endalaust verið að tala um VAR eða ekki. Það bara skiptir ekki máli úr þessu.” sagði Arnar og bætti við: „Hugsum bara það jákvæða og troðfyllum völlinn í næsta glugga. Frábær gluggi fram undan á móti Úkraínu og Frökkum á heimavelli. Það gerist ekki betra. Auðvitað er þetta svekkjandi því þú færð ekki mörg tækifæri á lífsleiðinni til að ná í svona úrslit.” Íslenska liðið lék vel í dag og hefðu með smávægilegri heppni getað sótt stig í dag. Arnar tók undir það að frammistaðan hefði verið þroskuð en bætti við. „Oft þegar maður er að horfa á leiki í sjónvarpi og heldur að þeir geti gert aðeins betur en þeir eru rosalega góðir og líkamlegir. Áttum í stökustu vandræðum að vinna eitt einvígi í leiknum. Þeir eru bara með eitthvað annað DNA en við Íslendingar. Mér fannst taktíkin ganga vel upp.” „Auðvitað þarftu alltaf smá heppni, frábæra frammistöðu frá varnarmönnum og Elías var stórkostlegur í dag til að eiga möguleika á móti svona liði. Fannst við samt vinna vel fyrir þeirri heppni, pressan hefur farið upp á næsta getustig í síðustu leikjum fannst mér.” sagði Arnar og bætti við um frammistöðu dagsins. „Auðvitað var þetta bara lágvörn og læti en svo fáum við víti sem var svekkjandi svona rétt fyrir hálfleikinn. Svo eru þetta bara púra gæði í öðru markinu þeirra. Þannig þetta var erfiður leikur, er ekki tilbúinn til að spila svona leik í hvert einasta skipti. Stundum þarftu bara að taka þig saman í andlitinu og sætta þig við að á móti þessum toppliðum þarftu að gera svona. Mér fannst við blanda þessu vel upp en ekki fullkomlega. Heilt yfir bara mjög öflug frammistaða.” sagði Arnar að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Ísland skoraði mark í uppbótatíma en það var dæmt af vegna meints brots Andra Lucasar á varnarmanni Frakklands. Umdeild ákvörðun í besta falli og viðurkenndi Arnar að hann hefði látið í sér heyra við dómarateymi dagsins. „Í augnablikinu verður þú að sýna smá prinsipp, standa fast á þínu og láta þá aðeins heyra það. Er aðeins búinn að róa mig núna, ég hef þroskast svo mikið.” sagði Arnar og glotti. Arnar sagðist þó velja að vera jákvæður eftir leik kvöldsins þrátt fyrir svekkjandi endi. „Á endanum er þetta bara frábær gluggi. Við settum okkur þau markmið að vinna Aserbaísjan og gefa Frökkum góðan leik. Svo fengum við bónusúrslit í dag með jafntefli Aserbaísjan og Úkraínu. Tökum það með okkur. Getum endalaust verið að tala um VAR eða ekki. Það bara skiptir ekki máli úr þessu.” sagði Arnar og bætti við: „Hugsum bara það jákvæða og troðfyllum völlinn í næsta glugga. Frábær gluggi fram undan á móti Úkraínu og Frökkum á heimavelli. Það gerist ekki betra. Auðvitað er þetta svekkjandi því þú færð ekki mörg tækifæri á lífsleiðinni til að ná í svona úrslit.” Íslenska liðið lék vel í dag og hefðu með smávægilegri heppni getað sótt stig í dag. Arnar tók undir það að frammistaðan hefði verið þroskuð en bætti við. „Oft þegar maður er að horfa á leiki í sjónvarpi og heldur að þeir geti gert aðeins betur en þeir eru rosalega góðir og líkamlegir. Áttum í stökustu vandræðum að vinna eitt einvígi í leiknum. Þeir eru bara með eitthvað annað DNA en við Íslendingar. Mér fannst taktíkin ganga vel upp.” „Auðvitað þarftu alltaf smá heppni, frábæra frammistöðu frá varnarmönnum og Elías var stórkostlegur í dag til að eiga möguleika á móti svona liði. Fannst við samt vinna vel fyrir þeirri heppni, pressan hefur farið upp á næsta getustig í síðustu leikjum fannst mér.” sagði Arnar og bætti við um frammistöðu dagsins. „Auðvitað var þetta bara lágvörn og læti en svo fáum við víti sem var svekkjandi svona rétt fyrir hálfleikinn. Svo eru þetta bara púra gæði í öðru markinu þeirra. Þannig þetta var erfiður leikur, er ekki tilbúinn til að spila svona leik í hvert einasta skipti. Stundum þarftu bara að taka þig saman í andlitinu og sætta þig við að á móti þessum toppliðum þarftu að gera svona. Mér fannst við blanda þessu vel upp en ekki fullkomlega. Heilt yfir bara mjög öflug frammistaða.” sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti