Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2025 11:58 Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Vilhelm Pólverjar hafa ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra í nótt. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir mögulegt að Rússar séu að láta reyna á staðfestu og einungu innan Atlantshafsbandalandsins. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að nítján rússneskum drónum hafi verið flogið inn í pólska lofthelgi í nótt og að fjórir hafi verið skotnir niður. Á blaðamannafundi í morgun benti hann á að þetta sé í fyrsta sinn sem rússneskir drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki. Atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og þjóðin hafi raunar ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, kallaði ríkisstjórn sína auk fulltrúa hersins saman í morgun í kjölfar atburða næturinnar.vísir/AP Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig efnislega um málið. Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir of snemmt að segja hvort um viljaverk hafi verið að ræða og þá mögulegar afleiðingar. „Ef þetta er viljandi þá vaknar auðvitað spurningin hvað Rússum gengur til. Er hugsanlega verið að prófa viðbrögð og staðfestu Póllands og NATO líka, ekki síst þá pólitísk viðbrögð og hvort það megi lesa eitthvað nýtt um einingu eða óeiningu innan bandalagsins,“ segir Albert. „Viðbrögðin á þessu stigi benda til þess að það sé óljóst hvort þetta sé viljandi eða óvart og enn sem komið er eru það getgátur. En það sem eru ekki getgátur er að þetta mál er enn ein birtingarmynd þess hversu óvæginn og harðneskjulegur stríðsrekstur Rússa í Úkraínu er og áhættusamur auðvitað.“ Hann bendir á að bein árás á NATO-ríki myndi þó hafa annan og lengri aðdraganda og telur útilokað að NATO bregðist við með hernaðarlegum hætti þó svo að ekki hafi verið um mistök eða bilun í búnaði að ræða. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, fordæmir atvikið og segir framgöngu Rússa vítaverða.vísir/AP Ráðamenn í Evrópu hafa sent frá sér harðorðaðar yfirlýsingar í morgun og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO segir atvikið vítavert, hvort sem um vilja- eða óviljaverk sé að ræða. Pólverjar hafa kallað eftir því að fjórða grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð en hún felur í sér formlegt samráð bandalagsríkja telji ríki að friðhelgi þeirra sé ógnað. „Það eru þá formleg viðbrögð og undirstrika alvarleika þess, hver svo sem ástæðan er, að það rata drónar inn í NATO-ríki. Það er full ástæða fyrir bandalagið til að undirstrika að það er ekki í lagi,“ segir Albert. Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að nítján rússneskum drónum hafi verið flogið inn í pólska lofthelgi í nótt og að fjórir hafi verið skotnir niður. Á blaðamannafundi í morgun benti hann á að þetta sé í fyrsta sinn sem rússneskir drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki. Atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og þjóðin hafi raunar ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, kallaði ríkisstjórn sína auk fulltrúa hersins saman í morgun í kjölfar atburða næturinnar.vísir/AP Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig efnislega um málið. Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir of snemmt að segja hvort um viljaverk hafi verið að ræða og þá mögulegar afleiðingar. „Ef þetta er viljandi þá vaknar auðvitað spurningin hvað Rússum gengur til. Er hugsanlega verið að prófa viðbrögð og staðfestu Póllands og NATO líka, ekki síst þá pólitísk viðbrögð og hvort það megi lesa eitthvað nýtt um einingu eða óeiningu innan bandalagsins,“ segir Albert. „Viðbrögðin á þessu stigi benda til þess að það sé óljóst hvort þetta sé viljandi eða óvart og enn sem komið er eru það getgátur. En það sem eru ekki getgátur er að þetta mál er enn ein birtingarmynd þess hversu óvæginn og harðneskjulegur stríðsrekstur Rússa í Úkraínu er og áhættusamur auðvitað.“ Hann bendir á að bein árás á NATO-ríki myndi þó hafa annan og lengri aðdraganda og telur útilokað að NATO bregðist við með hernaðarlegum hætti þó svo að ekki hafi verið um mistök eða bilun í búnaði að ræða. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, fordæmir atvikið og segir framgöngu Rússa vítaverða.vísir/AP Ráðamenn í Evrópu hafa sent frá sér harðorðaðar yfirlýsingar í morgun og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO segir atvikið vítavert, hvort sem um vilja- eða óviljaverk sé að ræða. Pólverjar hafa kallað eftir því að fjórða grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð en hún felur í sér formlegt samráð bandalagsríkja telji ríki að friðhelgi þeirra sé ógnað. „Það eru þá formleg viðbrögð og undirstrika alvarleika þess, hver svo sem ástæðan er, að það rata drónar inn í NATO-ríki. Það er full ástæða fyrir bandalagið til að undirstrika að það er ekki í lagi,“ segir Albert.
Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira