Innlent

Ellefu vilja vera rit­stjóri Kveiks

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Flaggað við höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti.
Flaggað við höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti. Vísir/vilhelm

Ellefu sóttu um starf ritstjóra Kveiks en fráfarandi ritstjóri sagði starfi sínu lausu í ágúst. Á meðal umsækjenda eru blaðamenn RÚV og kvikmyndaleikstjóri.

Ingólfur Bjarni Sigfússon sagði starfi sínu lausu sem ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV í ágústmánuði. Hann sinnti starfinu í átta ár en á þeim tíma voru sendir út alls 121 þáttur. Hann lýsti starfinu sem mest spennandi en líka eitt erfiðasta starf í fjölmiðlum.

Alls voru ellefu sem sóttu um, samkvæmt Ingólfi, mest spennandi starf í fjölmiðlum. Hins vegar voru þrír sem drógu umsóknina til baka eftir að óskað var um nafnbirtingu samkvæmt RÚV.

Eftirfarandi sóttu um ritstjórnarstöðuna:

Arman Ahmadizad

Cristian Fernandez Vivanco

Elvar Gunnarsson

Freyr Hákonarson

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ragnhildur Þrastardóttir

Serhiii Ostrovskyi

Tryggvi Aðalbjörnsson


Tengdar fréttir

Hættir sem ritstjóri Kveiks

Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV. Hann segir enga dramatík á bak við brotthvarf sitt. Hann sé einfaldlega orðinn þreyttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×