Handbolti

Óðinn marka­hæstur á vellinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson hefur skorað 21 mark í fyrstu þremur deildarleikjum Kadetten Schaffhausen á tímabilinu.
Óðinn Þór Ríkharðsson hefur skorað 21 mark í fyrstu þremur deildarleikjum Kadetten Schaffhausen á tímabilinu. vísir/hulda margrét

Kadetten Schaffhausen sigraði Suhr Aarau, 30-26, í svissnesku úrvalsdeildinni í kvöld. Óðinn Þór Ríkharðsson fór mikinn í liði Kadetten Schaffhausen.

Hornamaðurinn marksækni skoraði sjö mörk úr átta skotum og var markahæstur á vellinum. Tvö marka Óðins komu úr vítaköstum.

Kadetten Schaffhausen hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í svissnesku deildinni á tímabilinu.

Óðinn gekk í raðir Kadetten Schaffhausen 2022. Hann hefur þrívegis orðið svissneskur meistari með liðinu og tvisvar sinnum bikarmeistari.

Suhr Aarau byrjaði leikinn betur og komst í 3-7. En Kadetten Schaffhausen svaraði með fjórum mörkum í röð og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 16-13.

Óðinn og félagar létu forskotið aldrei af hendi í seinni hálfleik og enduðu á því að vinna með fjögurra marka mun, 30-26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×