Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2025 13:04 Tinder-svindlarinn Simon Leviev. Netflix Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum. Fjallað er um handtöku Leviev á erlendum miðlum. Leviev er 34 ára gamall og er upprunalega frá Bnei Brak í Ísrael. Í frétt NRK segir að Leviev hafi verið handtekinn að beiðni Interpol og er það haft eftir talmanni innanríkisráðuneytis Georgíu, Tato Kuchava. Í frétt Jerusalem Post um handtökuna segir að ekki liggi fyrir hvers vegna hann var handtekinn og er haft eftir lögmanni hans að hvorki Leviev eða lögmanninum hafi verið tjáð hvers vegna hann er í haldi. „Hann hefur verið að ferðast frjáls um heiminn,“ er haft eftir lögmanni hans. Þóttist vera sonur milljarðamærings Heimildarmyndinn The Tinder Swindler segir sögu Cecilie Fjellhøy, Pernilla Sjoholm and Ayleen Charlotte sem allar lentu í klóm Shimon. Hann komst í kynni við þær í gegnum stefnumótaforrotið Tinder og þóttist þar vera sonur demantasalans og milljarðamæringsins Lev Leviev. Simon þóttist þannig vera ríkur og heillaði þær upp úr skónum með ríkulegum lífsstíl sínum, einkaflugvélum, lúxushótelum og dýrum bílum. Þegar leið á sambandið sannfærði hann þær svo um að millifæra á sig háar upphæðir penings. Alls náði hann að svíkja tíu milljónir Bandaríkjadala af konunum. Það samsvarar rúmum 1,2 milljarði íslenskra króna. Fjallað var ítarlega um Leviev í umfjöllun á vef norska miðilsins VG áður en Netflix gerði heimildarmyndina. Fleiri kærur Í frétt Jerusalem Post segir að Leviev hafi einnig verið kærður af fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, Iren Tranov, vegna peninga sem hún lánaði honum en hann greiddi ekki til baka. Samkvæmt Tranov lánaði hún honum peninginn í október árið 2022. Þá var einnig lögð fram kæra á hendur honum í mars 2024 af Ephraim og Ruthy Leviev Yelizarov, börnum Lev Leviev, sem segja hann hafa skaðað orðspor þeirra með því að hafa þóst vera bróðir þeirra. Georgía Ísrael Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 160 milljónir í verðlaunafé Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið allt að 160 milljónum íslenskra króna í verðlaun þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skartgripum sem var rænt í Cannes fyrr í sumar finnist. 6. ágúst 2013 10:45 Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London. 9. janúar 2008 09:10 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Fjallað er um handtöku Leviev á erlendum miðlum. Leviev er 34 ára gamall og er upprunalega frá Bnei Brak í Ísrael. Í frétt NRK segir að Leviev hafi verið handtekinn að beiðni Interpol og er það haft eftir talmanni innanríkisráðuneytis Georgíu, Tato Kuchava. Í frétt Jerusalem Post um handtökuna segir að ekki liggi fyrir hvers vegna hann var handtekinn og er haft eftir lögmanni hans að hvorki Leviev eða lögmanninum hafi verið tjáð hvers vegna hann er í haldi. „Hann hefur verið að ferðast frjáls um heiminn,“ er haft eftir lögmanni hans. Þóttist vera sonur milljarðamærings Heimildarmyndinn The Tinder Swindler segir sögu Cecilie Fjellhøy, Pernilla Sjoholm and Ayleen Charlotte sem allar lentu í klóm Shimon. Hann komst í kynni við þær í gegnum stefnumótaforrotið Tinder og þóttist þar vera sonur demantasalans og milljarðamæringsins Lev Leviev. Simon þóttist þannig vera ríkur og heillaði þær upp úr skónum með ríkulegum lífsstíl sínum, einkaflugvélum, lúxushótelum og dýrum bílum. Þegar leið á sambandið sannfærði hann þær svo um að millifæra á sig háar upphæðir penings. Alls náði hann að svíkja tíu milljónir Bandaríkjadala af konunum. Það samsvarar rúmum 1,2 milljarði íslenskra króna. Fjallað var ítarlega um Leviev í umfjöllun á vef norska miðilsins VG áður en Netflix gerði heimildarmyndina. Fleiri kærur Í frétt Jerusalem Post segir að Leviev hafi einnig verið kærður af fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, Iren Tranov, vegna peninga sem hún lánaði honum en hann greiddi ekki til baka. Samkvæmt Tranov lánaði hún honum peninginn í október árið 2022. Þá var einnig lögð fram kæra á hendur honum í mars 2024 af Ephraim og Ruthy Leviev Yelizarov, börnum Lev Leviev, sem segja hann hafa skaðað orðspor þeirra með því að hafa þóst vera bróðir þeirra.
Georgía Ísrael Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 160 milljónir í verðlaunafé Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið allt að 160 milljónum íslenskra króna í verðlaun þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skartgripum sem var rænt í Cannes fyrr í sumar finnist. 6. ágúst 2013 10:45 Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London. 9. janúar 2008 09:10 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
160 milljónir í verðlaunafé Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið allt að 160 milljónum íslenskra króna í verðlaun þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skartgripum sem var rænt í Cannes fyrr í sumar finnist. 6. ágúst 2013 10:45
Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London. 9. janúar 2008 09:10