Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 16. september 2025 11:32 Fyrir nokkru fórum við að átta okkur á því að við hefðum vanrækt að byggja upp ýmsa mikilvæga innviði samfélagsins eða halda þeim við, og þá varð til orðið innviðaskuld. Elstu dæmi um það eru frá 2018 en síðan hefur það breiðst mjög út og er nánast orðið tískuorð. Stundum hefur verið reynt að leggja mat á þessa skuld og í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins er hún metin á 680 milljarða, en þar er eingöngu vísað til efnislegra innviða svo sem vegakerfis, fráveitna, fasteigna o.s.frv. En við stöndum líka í innviðaskuld við óefnisleg kerfi samfélagsins svo sem heilbrigðiskerfi og menntakerfi, og það er ekki síður nauðsynlegt að greiða inn á þá skuld. Einnig hefur verið bent á innviðaskuld við skapandi greinar og íslenska menningu. En einn er sá innviður sem hefur oftast gleymst í þessari umræðu þótt hann sé í raun forsenda fyrir tilvist íslensks samfélags. Það er íslenskan. Þess vegna var ánægjulegt að lesa viðtalVísis við Höllu Hrund Logadóttur alþingismann þar sem hún bendir á að „tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að“ og „vill að þingheimur hugsi um íslenska tungu með sama hætti og hann hugsar um innviði á borð við samgöngur og orkumál“. Þetta er meginatriði. Íslenskan er ekki einungis mikilvægasta samskiptatæki okkar og menningarmiðlari, heldur grundvallarþáttur í sjálfstæði okkar og þjóðarímynd – burðarás samfélagsins. Ef brestir koma í þann innvið er hætt við að samfélagið fari sömu leið. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að vinna á innviðaskuldinni og segist vera byrjuð á því. Í ljósi þess skýtur skökku við að í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að þeim greiðslum inn á innviðaskuld við íslenskuna sem fyrri ríkisstjórn hóf í fjárlögum þessa árs skuli nú hætt. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað um fimmtíu þúsund undanfarinn áratug – úr um 10% upp í um 20% íbúa. Þetta eru ekki ómagar á þjóðinni – atvinnuþátttaka þeirra er mjög mikil, og við þurfum á þeim að halda. En inngilding svo fjölmenns hóps í samfélagið, þar á meðal íslenskukennsla, er risastórt verkefni sem ekki verður hrist fram úr erminni og fráleitt að lækka fjárveitingar til þessa málaflokks þótt dregið hafi úr fólksstraumi til landsins í fyrra. Ég trúi ekki öðru en að í meðförum Alþingis verði umrædd lækkun á framlögum til íslenskukennslu og inngildingar afturkölluð. En það er ekki nóg – við þurfum að bæta verulega í. Í skýrslu OECD um málefni innflytjenda á Íslandi sem birt var fyrir ári kom fram að fjárveitingar til kennslu íslensku sem annars máls (miðað við fjölda innflytjenda) eru ekki nema brot af því sem önnur Norðurlönd verja til kennslu í þjóðtungum sínum, og það endurspeglast í því að hlutfall innflytjenda sem telur sig hafa sæmilega færni í tungumáli landsins þar sem þeir búa er hvergi lægra en á Íslandi. Innviðaskuld okkar við íslenskuna felst ekki síst í þessu – við þurfum að verja miklu meira fé til þess að gera hana að sameign allra sem hér búa. Við þurfum samt að varast ómálefnalega mismunun á grundvelli íslenskukunnáttu, og gæta þess að láta skort á íslenskukunnáttu ekki bitna á fólki. En það á ekkert skylt við þjóðrembu að telja mikilvægt að þau sem hér búa læri íslensku. Það er öllum í hag. Skortur á íslenskukunnáttu veldur því iðulega að verðmæt þekking og kunnátta innflytjenda nýtist ekki heldur sitja þeir fastir í láglaunastörfum og börn þeirra eru í mikilli hættu að falla brott úr námi vegna ófullnægjandi íslenskukunnáttu. Skortur á íslenskukunnáttu leiðir líka til þess að innflytjendur taka lítinn þátt í almennri þjóðfélagsumræðu og þátttaka þeirra í kosningum er mun minni en innfæddra. Í ljósi hás hlutfalls innflytjenda er þetta vitaskuld alvarlegt fyrir lýðræði í landinu. Fjölgun innflytjenda skall fremur skyndilega á og hefur verið mjög ör og við áttuðum okkur ekki á því að nauðsynlegt væri að bregðast við henni – og vorum líka vanbúin til þess. En nú hefur margoft verið bent á, bæði í áðurnefndri skýrslu OECD og víðar, að staðan er alvarleg og íslenskan er á undanhaldi. Við höfum þess vegna enga afsökun fyrir því lengur að láta reka á reiðanum. Eftir því sem lengri tími líður án þess að við sinnum þessum málum minnka líkurnar á að innflytjendur sjái ástæðu til að læra íslensku vegna þess að það verða til samfélög þar sem íslenskan verður í raun óþörf. Til skamms tíma er kannski þægilegast og ódýrast fyrir okkur að stinga höfðinu í sandinn – en viljum við það? Nú reynir á Alþingi og ríkisstjórn. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Alþingi Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru fórum við að átta okkur á því að við hefðum vanrækt að byggja upp ýmsa mikilvæga innviði samfélagsins eða halda þeim við, og þá varð til orðið innviðaskuld. Elstu dæmi um það eru frá 2018 en síðan hefur það breiðst mjög út og er nánast orðið tískuorð. Stundum hefur verið reynt að leggja mat á þessa skuld og í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins er hún metin á 680 milljarða, en þar er eingöngu vísað til efnislegra innviða svo sem vegakerfis, fráveitna, fasteigna o.s.frv. En við stöndum líka í innviðaskuld við óefnisleg kerfi samfélagsins svo sem heilbrigðiskerfi og menntakerfi, og það er ekki síður nauðsynlegt að greiða inn á þá skuld. Einnig hefur verið bent á innviðaskuld við skapandi greinar og íslenska menningu. En einn er sá innviður sem hefur oftast gleymst í þessari umræðu þótt hann sé í raun forsenda fyrir tilvist íslensks samfélags. Það er íslenskan. Þess vegna var ánægjulegt að lesa viðtalVísis við Höllu Hrund Logadóttur alþingismann þar sem hún bendir á að „tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að“ og „vill að þingheimur hugsi um íslenska tungu með sama hætti og hann hugsar um innviði á borð við samgöngur og orkumál“. Þetta er meginatriði. Íslenskan er ekki einungis mikilvægasta samskiptatæki okkar og menningarmiðlari, heldur grundvallarþáttur í sjálfstæði okkar og þjóðarímynd – burðarás samfélagsins. Ef brestir koma í þann innvið er hætt við að samfélagið fari sömu leið. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að vinna á innviðaskuldinni og segist vera byrjuð á því. Í ljósi þess skýtur skökku við að í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að þeim greiðslum inn á innviðaskuld við íslenskuna sem fyrri ríkisstjórn hóf í fjárlögum þessa árs skuli nú hætt. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað um fimmtíu þúsund undanfarinn áratug – úr um 10% upp í um 20% íbúa. Þetta eru ekki ómagar á þjóðinni – atvinnuþátttaka þeirra er mjög mikil, og við þurfum á þeim að halda. En inngilding svo fjölmenns hóps í samfélagið, þar á meðal íslenskukennsla, er risastórt verkefni sem ekki verður hrist fram úr erminni og fráleitt að lækka fjárveitingar til þessa málaflokks þótt dregið hafi úr fólksstraumi til landsins í fyrra. Ég trúi ekki öðru en að í meðförum Alþingis verði umrædd lækkun á framlögum til íslenskukennslu og inngildingar afturkölluð. En það er ekki nóg – við þurfum að bæta verulega í. Í skýrslu OECD um málefni innflytjenda á Íslandi sem birt var fyrir ári kom fram að fjárveitingar til kennslu íslensku sem annars máls (miðað við fjölda innflytjenda) eru ekki nema brot af því sem önnur Norðurlönd verja til kennslu í þjóðtungum sínum, og það endurspeglast í því að hlutfall innflytjenda sem telur sig hafa sæmilega færni í tungumáli landsins þar sem þeir búa er hvergi lægra en á Íslandi. Innviðaskuld okkar við íslenskuna felst ekki síst í þessu – við þurfum að verja miklu meira fé til þess að gera hana að sameign allra sem hér búa. Við þurfum samt að varast ómálefnalega mismunun á grundvelli íslenskukunnáttu, og gæta þess að láta skort á íslenskukunnáttu ekki bitna á fólki. En það á ekkert skylt við þjóðrembu að telja mikilvægt að þau sem hér búa læri íslensku. Það er öllum í hag. Skortur á íslenskukunnáttu veldur því iðulega að verðmæt þekking og kunnátta innflytjenda nýtist ekki heldur sitja þeir fastir í láglaunastörfum og börn þeirra eru í mikilli hættu að falla brott úr námi vegna ófullnægjandi íslenskukunnáttu. Skortur á íslenskukunnáttu leiðir líka til þess að innflytjendur taka lítinn þátt í almennri þjóðfélagsumræðu og þátttaka þeirra í kosningum er mun minni en innfæddra. Í ljósi hás hlutfalls innflytjenda er þetta vitaskuld alvarlegt fyrir lýðræði í landinu. Fjölgun innflytjenda skall fremur skyndilega á og hefur verið mjög ör og við áttuðum okkur ekki á því að nauðsynlegt væri að bregðast við henni – og vorum líka vanbúin til þess. En nú hefur margoft verið bent á, bæði í áðurnefndri skýrslu OECD og víðar, að staðan er alvarleg og íslenskan er á undanhaldi. Við höfum þess vegna enga afsökun fyrir því lengur að láta reka á reiðanum. Eftir því sem lengri tími líður án þess að við sinnum þessum málum minnka líkurnar á að innflytjendur sjái ástæðu til að læra íslensku vegna þess að það verða til samfélög þar sem íslenskan verður í raun óþörf. Til skamms tíma er kannski þægilegast og ódýrast fyrir okkur að stinga höfðinu í sandinn – en viljum við það? Nú reynir á Alþingi og ríkisstjórn. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun