Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2025 10:20 Júlía Navalnaja segir eiginmann sinn hafa verið myrtan. Hún er sjálf skotmark rússneskra stjórnvalda sem líða ekkert andóf. Vísir/EPA Ekkja Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans heitins, fullyrðir að honum hafi verið ráðinn bani í fangelsi. Niðurstöður rannsókna á lífsýni úr honum sýni að eitrað hafi verið fyrir honum. „Þessar rannsóknastofur í tveimur ólíkum löndum komust að sömu niðurstöðu: Alexei var drepinn. Nánar tiltekið, það var eitrað fyrir honum,“ skrifaði Júlía Navalnaja á samfélagsmiðilinn X í dag. Hún tilgreindi ekki hvað eitur ætti að hafa verið notað. Sagði hún að lífsýnum úr eiginmanni hennar hefði verið smyglað úr landi í fyrra og þau send á rannsóknastofurnar, að því er segir í frétt Reuters. Navalní lést skyndilega í afskekktu fangelsi í norðanverðu Rússlandi í febrúar í fyrra. Hann afplánaði þar nítján ára fangelsisdóm sem hann fullyrti að ætti sér pólitískar rætur. Navalnaja hefur frá upphafi haldið því fram að eiginmaður hennar hafi verið drepinn í fangelsinu en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Niðurstaða opinberrar rannsóknar var að Navalní hefði látist af völdum nokkurra sjúkdóma. Vladímír Pútín forseti veitti fangelsismálastjóra sínum vegtyllu þremur dögum eftir dauða Navalní í fangelsi hans. Eitrað var fyrir Navalní árið 2020. Hann var þá fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrátt fyrir banatilræðið sneri hann aftur til Rússlands árið eftir. Þar var hann handtekinn, meðal annars á þeim forsendum að hann hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir eitrunina. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafa lýst stjórnmálahreyfingu Navalní ólögleg öfgasamtök. Á þeim grundvelli hafa þau sótt ýmsa bandamenn Navalní til saka. Gáfu þau nýlega út handtökuskipun á hendur ekkju Navalní fyrir að eiga aðild að „öfgasamtökunum“. Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
„Þessar rannsóknastofur í tveimur ólíkum löndum komust að sömu niðurstöðu: Alexei var drepinn. Nánar tiltekið, það var eitrað fyrir honum,“ skrifaði Júlía Navalnaja á samfélagsmiðilinn X í dag. Hún tilgreindi ekki hvað eitur ætti að hafa verið notað. Sagði hún að lífsýnum úr eiginmanni hennar hefði verið smyglað úr landi í fyrra og þau send á rannsóknastofurnar, að því er segir í frétt Reuters. Navalní lést skyndilega í afskekktu fangelsi í norðanverðu Rússlandi í febrúar í fyrra. Hann afplánaði þar nítján ára fangelsisdóm sem hann fullyrti að ætti sér pólitískar rætur. Navalnaja hefur frá upphafi haldið því fram að eiginmaður hennar hafi verið drepinn í fangelsinu en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Niðurstaða opinberrar rannsóknar var að Navalní hefði látist af völdum nokkurra sjúkdóma. Vladímír Pútín forseti veitti fangelsismálastjóra sínum vegtyllu þremur dögum eftir dauða Navalní í fangelsi hans. Eitrað var fyrir Navalní árið 2020. Hann var þá fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrátt fyrir banatilræðið sneri hann aftur til Rússlands árið eftir. Þar var hann handtekinn, meðal annars á þeim forsendum að hann hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir eitrunina. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafa lýst stjórnmálahreyfingu Navalní ólögleg öfgasamtök. Á þeim grundvelli hafa þau sótt ýmsa bandamenn Navalní til saka. Gáfu þau nýlega út handtökuskipun á hendur ekkju Navalní fyrir að eiga aðild að „öfgasamtökunum“.
Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira