Fjölgar mannkyninu enn frekar Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2025 15:12 Cardi B og Stefon Diggs létu sjá sig á leik New York Knicks og Boston Celtics í maí og fór vel á með þeim. Getty Tónlistarkonan Cardi B á von á sínu fjórða barni og því fyrsta með kærasta sínum, NFL-kappanum Stefon Diggs. Fyrir á hún tvær dætur og einn son með rapparanum Offset. Hin 32 ára Cardi, sem heitir fullu nafni Belcalis Marlenis Almánzar, greindi frá fréttunum í viðtali hjá Gayle King í morgunþættinum CBS Mornings sem kom út í dag. „Ég er spennt, ég er hamingjusöm, mér líður eins og ég sé á góðum stað,“ sagði Cardi við King í þættinum og bætti við að von væri á barninu í febrúar 2026. Þá sagði hún að sér fyndist hún vera örugg í sambandinu með hinum 31 árs Diggs, útherja New England Patriots í NFL-deildinni. Hann hefði stutt vel við hana og hughreyst þegar hún panikkaði yfir fréttunum. „Meðan ég man, fyrst ég er að tala um þetta, þá verðið þið að kaupa plötuna mína svo ég geti keypt Pampers-bleyjur og allt það dót,“ sagði hún jafnframt. Hún hefði beðið aðeins með að tilkynna fréttirnar. „Þú vilt ekki segja það strax að þú sért ólétt,“ sagði Cardi og bætti við: „Leyfðu mér að sjá fleiri ómskoðanir, leyfðu mér að sjá hvort barnið sé heilbrigt.“ Fyrir á Cardi sjö ára dótturina Kulture, þriggja ára soninn Wave og eins árs dótturina Blossom, öll með rapparanum Offset. Þau áttu stormasamt samband frá 2017 til 2024, þar af voru þau gift frá 2017 til 2023, en yngsta dóttir þeirra fæddist eftir að þau voru þegar hætt saman. Fréttir af sambandi Cardi og Diggs bárust fyrst í febrúar á síðasta ári þegar ljósmyndir náðust af þeim saman. Þau létu sjá sig saman opinberlega á NBA-leik í maí og gátu ekki að kyssast þar. Eftir að Cardi þurrkaði burt öll merki um Diggs af Instagram-síðu sinni síðastliðinn júlí töldu einhverjir að sambandinu væri lokið. Mánuði síðar skrifaði Diggs daðursleg ummæli við Instagram-færslu Cardi og nú ætla þau greinilega að stofna fjölskyldu saman. Barnalán Bandaríkin Tónlist NFL Hollywood Tengdar fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Söngkonan Cardi B var sýknuð í dómstóli í Los Angeles í dag af kröfum öryggisvarðar sem kærði hana fyrir að hafa ráðist á sig með nöglum sínum. Emani Ellis, öryggisvörðurinn, krafðist þess að hún myndi greiða sér 24 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar tæpum þremur milljörðum íslenskra króna. 2. september 2025 23:42 Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Stórstjarnan Cardi B hefur rándýran smekk og á gríðarlegt töskusafn sem er jafnvel hundruð milljóna krónu virði. Dóttir hennar Kulture sem er sex ára gömul gerir sér skiljanlega ekki grein fyrir því og hún tók nýverið upp á því að krota smá á tösku Cardi sem er hvað þekktust fyrir það að vera ein dýrasta taska í heimi. 25. mars 2025 15:31 Bað gesti um vatnsgusur en brást ókvæða við Rapparinn Cardi B er laus allra mála þrátt fyrir að hafa grýtt hljóðnema í tónleikagest í Las Vegas í Bandaríkjunum. 4. ágúst 2023 12:38 Cardi B og Offset eignuðust annað barn Rapphjónin Cardi B og Offset eignuðust sitt annað barn á laugardag ef marka má Instagramfærslu Cardi. 6. september 2021 22:58 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Hin 32 ára Cardi, sem heitir fullu nafni Belcalis Marlenis Almánzar, greindi frá fréttunum í viðtali hjá Gayle King í morgunþættinum CBS Mornings sem kom út í dag. „Ég er spennt, ég er hamingjusöm, mér líður eins og ég sé á góðum stað,“ sagði Cardi við King í þættinum og bætti við að von væri á barninu í febrúar 2026. Þá sagði hún að sér fyndist hún vera örugg í sambandinu með hinum 31 árs Diggs, útherja New England Patriots í NFL-deildinni. Hann hefði stutt vel við hana og hughreyst þegar hún panikkaði yfir fréttunum. „Meðan ég man, fyrst ég er að tala um þetta, þá verðið þið að kaupa plötuna mína svo ég geti keypt Pampers-bleyjur og allt það dót,“ sagði hún jafnframt. Hún hefði beðið aðeins með að tilkynna fréttirnar. „Þú vilt ekki segja það strax að þú sért ólétt,“ sagði Cardi og bætti við: „Leyfðu mér að sjá fleiri ómskoðanir, leyfðu mér að sjá hvort barnið sé heilbrigt.“ Fyrir á Cardi sjö ára dótturina Kulture, þriggja ára soninn Wave og eins árs dótturina Blossom, öll með rapparanum Offset. Þau áttu stormasamt samband frá 2017 til 2024, þar af voru þau gift frá 2017 til 2023, en yngsta dóttir þeirra fæddist eftir að þau voru þegar hætt saman. Fréttir af sambandi Cardi og Diggs bárust fyrst í febrúar á síðasta ári þegar ljósmyndir náðust af þeim saman. Þau létu sjá sig saman opinberlega á NBA-leik í maí og gátu ekki að kyssast þar. Eftir að Cardi þurrkaði burt öll merki um Diggs af Instagram-síðu sinni síðastliðinn júlí töldu einhverjir að sambandinu væri lokið. Mánuði síðar skrifaði Diggs daðursleg ummæli við Instagram-færslu Cardi og nú ætla þau greinilega að stofna fjölskyldu saman.
Barnalán Bandaríkin Tónlist NFL Hollywood Tengdar fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Söngkonan Cardi B var sýknuð í dómstóli í Los Angeles í dag af kröfum öryggisvarðar sem kærði hana fyrir að hafa ráðist á sig með nöglum sínum. Emani Ellis, öryggisvörðurinn, krafðist þess að hún myndi greiða sér 24 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar tæpum þremur milljörðum íslenskra króna. 2. september 2025 23:42 Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Stórstjarnan Cardi B hefur rándýran smekk og á gríðarlegt töskusafn sem er jafnvel hundruð milljóna krónu virði. Dóttir hennar Kulture sem er sex ára gömul gerir sér skiljanlega ekki grein fyrir því og hún tók nýverið upp á því að krota smá á tösku Cardi sem er hvað þekktust fyrir það að vera ein dýrasta taska í heimi. 25. mars 2025 15:31 Bað gesti um vatnsgusur en brást ókvæða við Rapparinn Cardi B er laus allra mála þrátt fyrir að hafa grýtt hljóðnema í tónleikagest í Las Vegas í Bandaríkjunum. 4. ágúst 2023 12:38 Cardi B og Offset eignuðust annað barn Rapphjónin Cardi B og Offset eignuðust sitt annað barn á laugardag ef marka má Instagramfærslu Cardi. 6. september 2021 22:58 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Söngkonan Cardi B var sýknuð í dómstóli í Los Angeles í dag af kröfum öryggisvarðar sem kærði hana fyrir að hafa ráðist á sig með nöglum sínum. Emani Ellis, öryggisvörðurinn, krafðist þess að hún myndi greiða sér 24 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar tæpum þremur milljörðum íslenskra króna. 2. september 2025 23:42
Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Stórstjarnan Cardi B hefur rándýran smekk og á gríðarlegt töskusafn sem er jafnvel hundruð milljóna krónu virði. Dóttir hennar Kulture sem er sex ára gömul gerir sér skiljanlega ekki grein fyrir því og hún tók nýverið upp á því að krota smá á tösku Cardi sem er hvað þekktust fyrir það að vera ein dýrasta taska í heimi. 25. mars 2025 15:31
Bað gesti um vatnsgusur en brást ókvæða við Rapparinn Cardi B er laus allra mála þrátt fyrir að hafa grýtt hljóðnema í tónleikagest í Las Vegas í Bandaríkjunum. 4. ágúst 2023 12:38
Cardi B og Offset eignuðust annað barn Rapphjónin Cardi B og Offset eignuðust sitt annað barn á laugardag ef marka má Instagramfærslu Cardi. 6. september 2021 22:58