Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. september 2025 18:36 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku. Nýja stjórnsýslustigið felst í því að setja á laggirnar fjórar til sex svæðisskrifstofur í nærumhverfi framhaldsskóla landsins. Öll stjórnsýsla og þjónusta verður í höndum starfsmanna svæðisskrifstofanna og er markmiðið að tryggja gæði náms og að allir nemendur fái jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða stærð skóla. Alls eru 27 framhaldsskólar á landinu en samkvæmt tilkynningu barna- og menntamálaráðuneytisins fara nær öll börn í framhaldsskóla að loknum grunnskóla. Í dag séu fleiri börn sem eru í viðkvæmri stöðu heldur en áður, til að mynda börn með námsörðugleika, börn með fötlun eða börn með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Vegna þess sé þörf á stærri og sveigjanlegri stjórnsýslueiningum sem eru betur undirbúnar til að takast á við breytt námsumhverfi á Íslandi. Gengið út frá því að halda í mannauð Svæðisskrifstofurnar eiga að vera í nærumhverfi skólanna með það hlutverk að halda utan um rekstur skólanna og veita þeim stuðning. Með því þurfi skólastjórnendur ekki að hafa samband við mennta- og barnamálaráðuneytið þegar þau þurfa á aðstoð að halda heldur sína svæðisskrifstofu. Með tilkomu stjórnsýslustigsins verður ekki lengur sami aðilinn sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. „Breytingarnar miða að því að tryggja skilvirkari þjónustu í nærumhverfi framhaldsskóla svo kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk geti einbeitt sé að faglega þættinum frekar en skrifræði,“ stendur í tilkynningunni. Mannauðs- og rekstrarmál færast yfir á svæðisskrifstofurnar en gengið er út frá því að halda í mannauð í skólakerfinu. Hins vegar er viðbúið að mögulega muni einhver verkefni færast yfir á svæðisskrifstofurnar. Tekið er fram að minni skólar eigi að geta samnýtt ýmsa sérhæfða starfskrafta, til dæmis sálfræðinga, náms- og starfsráðgjafa og þroskaþjálfa. Ítarlegt samráð framundan Samt sem áður er lögð áhersla á að mótun nýs stjórnsýslustigs sé enn á frumstigi. Enn eigi eftir að fara fram fundir með skólastjórum, kennurum, Kennarasambandi Íslands, starfsfólki skólanna og nemendum um þjónustuna sem svæðisskrifstofurnar koma til að veita en einnig hvar sé best að koma þeim fyrir. Einnig verður það til umræðu í samráðinu hvaða verkefni verða færð yfir til skrifstofanna. Sérstök verkefnastjórn verður skipuð sem stýrir ferlinu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun heimsækja alla opinbera framhaldsskóla landsins og funda með starfsfólki og kennurum á næstu vikum. „Engir framhaldsskólar verða lagðir niður og mun hver skóli halda sinni sérstöðu. Þvert á móti verður þjónusta í nærumhverfi tryggð um land allt og gæði náms samræmt,“ er haft eftir Guðmundi Inga í tilkynningunni. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Nýja stjórnsýslustigið felst í því að setja á laggirnar fjórar til sex svæðisskrifstofur í nærumhverfi framhaldsskóla landsins. Öll stjórnsýsla og þjónusta verður í höndum starfsmanna svæðisskrifstofanna og er markmiðið að tryggja gæði náms og að allir nemendur fái jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða stærð skóla. Alls eru 27 framhaldsskólar á landinu en samkvæmt tilkynningu barna- og menntamálaráðuneytisins fara nær öll börn í framhaldsskóla að loknum grunnskóla. Í dag séu fleiri börn sem eru í viðkvæmri stöðu heldur en áður, til að mynda börn með námsörðugleika, börn með fötlun eða börn með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Vegna þess sé þörf á stærri og sveigjanlegri stjórnsýslueiningum sem eru betur undirbúnar til að takast á við breytt námsumhverfi á Íslandi. Gengið út frá því að halda í mannauð Svæðisskrifstofurnar eiga að vera í nærumhverfi skólanna með það hlutverk að halda utan um rekstur skólanna og veita þeim stuðning. Með því þurfi skólastjórnendur ekki að hafa samband við mennta- og barnamálaráðuneytið þegar þau þurfa á aðstoð að halda heldur sína svæðisskrifstofu. Með tilkomu stjórnsýslustigsins verður ekki lengur sami aðilinn sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. „Breytingarnar miða að því að tryggja skilvirkari þjónustu í nærumhverfi framhaldsskóla svo kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk geti einbeitt sé að faglega þættinum frekar en skrifræði,“ stendur í tilkynningunni. Mannauðs- og rekstrarmál færast yfir á svæðisskrifstofurnar en gengið er út frá því að halda í mannauð í skólakerfinu. Hins vegar er viðbúið að mögulega muni einhver verkefni færast yfir á svæðisskrifstofurnar. Tekið er fram að minni skólar eigi að geta samnýtt ýmsa sérhæfða starfskrafta, til dæmis sálfræðinga, náms- og starfsráðgjafa og þroskaþjálfa. Ítarlegt samráð framundan Samt sem áður er lögð áhersla á að mótun nýs stjórnsýslustigs sé enn á frumstigi. Enn eigi eftir að fara fram fundir með skólastjórum, kennurum, Kennarasambandi Íslands, starfsfólki skólanna og nemendum um þjónustuna sem svæðisskrifstofurnar koma til að veita en einnig hvar sé best að koma þeim fyrir. Einnig verður það til umræðu í samráðinu hvaða verkefni verða færð yfir til skrifstofanna. Sérstök verkefnastjórn verður skipuð sem stýrir ferlinu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun heimsækja alla opinbera framhaldsskóla landsins og funda með starfsfólki og kennurum á næstu vikum. „Engir framhaldsskólar verða lagðir niður og mun hver skóli halda sinni sérstöðu. Þvert á móti verður þjónusta í nærumhverfi tryggð um land allt og gæði náms samræmt,“ er haft eftir Guðmundi Inga í tilkynningunni.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira