„Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar 18. september 2025 10:01 „Við getum ekki gert það, reglugerðin nær ekki utan um þennan kostnað." Þessa setningu hef ég heyrt of oft þegar lausnir eru augljósar en ótti kerfisins við að stíga út fyrir kassann er lamandi. Á meðan við leitum að fullkominni heimild í reglugerð bíða börn og fjölskyldur. Afleiðingar biðarinnar kosta samfélagið oftar ekki margfalt meira en upphaflegu „mistökin" hefðu nokkurn tímann gert. Á starfsferli mínum hef ég séð óteljandi dæmi um einmitt þetta. Kennarinn sem sá barn glíma við vanda en þorði ekki að grípa inn í án formlegrar tilvísunar. Félagsráðgjafinn sem vissi nákvæmlega hvað þurfti að gera en varð að bíða eftir samþykki sem tók vikur. Skólastjórnandinn sem hafði lausnina tiltæka en gat ekki beitt henni því reglugerðin náði ekki beint utan um málefnið. Niðurstaðan? Barnið sem þurfti stuðning í janúar er hætt að mæta í skólann í apríl. Fjölskyldan sem þurfti leiðbeiningar er nú komin í alvarlegan vanda. Kostnaðurinn, bæði mannlegur og fjárhagslegur, er orðinn hundraðfaldur. Kerfi sem umbunar vanvirkni Við höfum óvart skapað kerfi þar sem það getur borgað sig að gera ekki neitt. Ef starfsmaður vísar máli áfram fylgja því engar afleiðingar. Ef hann grípur inn í og eitthvað fer úrskeiðis getur hann hins vegar staðið frammi fyrir gagnrýni, kvörtunum, jafnvel áminningu. Þessi menning er svo rótgróin að við köllum það fagmennsku að fylgja reglum til hins ýtrasta, jafnvel þegar heilbrigð skynsemi segir okkur að grípa þurfi til aðgerða. Við höfum gleymt að raunveruleg fagmennska felst í að nota dómgreind til að þjóna þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Réttindi barna í orði og á borði Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að í öllum aðgerðum sem varða börn skuli það sem barninu er fyrir bestu hafa forgang. Ekki það sem stofnuninni er fyrir bestu. Ekki það sem starfsmanninum er fyrir bestu. Það sem barninu er fyrir bestu. En hvar er þessi forgangur þegar sex ára barn þarf að bíða í þrjá mánuði eftir sálfræðingi? Hvar er hann þegar þrettán ára unglingur dettur út úr skóla vegna þess að enginn „bar ábyrgð" á málinu? Hvar er hann þegar fjölskylda þarf að heimsækja fimm stofnanir til að fá einfalda þjónustu? Þegar varfærni verður að vanrækslu Þegar fullorðið fólk í kerfinu er hrætt við að gera mistök eru það börnin sem greiða fyrir það dýru verði. Þau upplifa tafir sem breyta litlum vandamálum í stór. Þau heyra „þetta er ekki á okkar borði" þegar þau leita hjálpar. Þau missa jafnvel trú á fullorðnu fólki. Rannsóknir sýna að börn sem upplifa endurteknar tafir, hafnanir og viðbragðsleysi við hjálparbeiðnum eru líklegri til að þróa með sér vantraust á stofnanir samfélagsins. Vantraust sem fylgir þeim út lífið. Gæti þetta jafnvel verið ein af rótum þess að við sjáum nú alvarlegri ofbeldisbrot og áhættuhegðun meðal ungmenna? Vandinn sem við þorum ekki að nefna Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er ekki skortur á peningum. Hann er ekki skortur á þekkingu. Hann er alls ekki skortur á vilja. Vandamálið er að við höfum gert kerfið mikilvægara en börnin sem það á að þjóna. Við höfum búið til menningu þar sem mistök við að hjálpa teljast verri en að hunsa vandann. „Ég fylgdi reglum" er betri vörn en „ég bjargaði barni." Hvað þarf til að breyta þessu? Lausnin krefst hugrekkis en er ekki flókin: Traust til fagfólks: Gefa þeim sem vinna með börnum vald til að taka ákvarðanir byggðar á faglegri þekkingu og skynsemi, ekki bara reglugerðum. Við þurfum sveigjanlegri viðmið og viðbrögð. Mistök í öruggu umhverfi: Skapa umhverfi þar sem hægt er að læra af mistökum í stað þess að refsa fyrir þau. Verstu mistökin eru þau sem við gerum með því að gera ekkert. Skýr forgangsröðun: Þegar vafi leikur á þarf ávallt að setja hagsmuni barnsins í forgang, ekki hagsmuni stofnunarinnar eða starfsmannsins. Stuðningur við starfsfólk: Fagfólk þarf handleiðslu og stuðning til að taka erfiðar ákvarðanir og vita að það hefur bakland þegar það grípur til aðgerða. Hvað kostar að gera ekkert? Á meðan þú lest þetta bíða þúsundir barna um allt land. Þau bíða ekki eftir nýjum lögum, meiri fjármunum eða betri kerfum. Þau bíða eftir því að fullorðna fólkið í lífi þeirra hætti að óttast afleiðingar þess að hjálpa og fari að óttast afleiðingar þess að hjálpa ekki. Næst þegar einhver segir „við getum ekki gert þetta, reglugerðin nær ekki utan um málið" ættum við að spyrja: Hvað kostar það okkur að gera ekkert? Hvað kostar það barnið? Fjölskylduna? Samfélagið? Sannleikurinn er sá að við höfum ekki efni á að láta óttann við mistök stjórna. Eini óttinn sem við ættum að bera í brjósti er óttinn við að bregðast börnum sem treysta á okkur. Börn geta ekki beðið eftir fullkominni reglugerð...og samfélagið okkar ekki heldur. Höfundur er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Eva Þórðardóttir Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Við getum ekki gert það, reglugerðin nær ekki utan um þennan kostnað." Þessa setningu hef ég heyrt of oft þegar lausnir eru augljósar en ótti kerfisins við að stíga út fyrir kassann er lamandi. Á meðan við leitum að fullkominni heimild í reglugerð bíða börn og fjölskyldur. Afleiðingar biðarinnar kosta samfélagið oftar ekki margfalt meira en upphaflegu „mistökin" hefðu nokkurn tímann gert. Á starfsferli mínum hef ég séð óteljandi dæmi um einmitt þetta. Kennarinn sem sá barn glíma við vanda en þorði ekki að grípa inn í án formlegrar tilvísunar. Félagsráðgjafinn sem vissi nákvæmlega hvað þurfti að gera en varð að bíða eftir samþykki sem tók vikur. Skólastjórnandinn sem hafði lausnina tiltæka en gat ekki beitt henni því reglugerðin náði ekki beint utan um málefnið. Niðurstaðan? Barnið sem þurfti stuðning í janúar er hætt að mæta í skólann í apríl. Fjölskyldan sem þurfti leiðbeiningar er nú komin í alvarlegan vanda. Kostnaðurinn, bæði mannlegur og fjárhagslegur, er orðinn hundraðfaldur. Kerfi sem umbunar vanvirkni Við höfum óvart skapað kerfi þar sem það getur borgað sig að gera ekki neitt. Ef starfsmaður vísar máli áfram fylgja því engar afleiðingar. Ef hann grípur inn í og eitthvað fer úrskeiðis getur hann hins vegar staðið frammi fyrir gagnrýni, kvörtunum, jafnvel áminningu. Þessi menning er svo rótgróin að við köllum það fagmennsku að fylgja reglum til hins ýtrasta, jafnvel þegar heilbrigð skynsemi segir okkur að grípa þurfi til aðgerða. Við höfum gleymt að raunveruleg fagmennska felst í að nota dómgreind til að þjóna þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Réttindi barna í orði og á borði Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að í öllum aðgerðum sem varða börn skuli það sem barninu er fyrir bestu hafa forgang. Ekki það sem stofnuninni er fyrir bestu. Ekki það sem starfsmanninum er fyrir bestu. Það sem barninu er fyrir bestu. En hvar er þessi forgangur þegar sex ára barn þarf að bíða í þrjá mánuði eftir sálfræðingi? Hvar er hann þegar þrettán ára unglingur dettur út úr skóla vegna þess að enginn „bar ábyrgð" á málinu? Hvar er hann þegar fjölskylda þarf að heimsækja fimm stofnanir til að fá einfalda þjónustu? Þegar varfærni verður að vanrækslu Þegar fullorðið fólk í kerfinu er hrætt við að gera mistök eru það börnin sem greiða fyrir það dýru verði. Þau upplifa tafir sem breyta litlum vandamálum í stór. Þau heyra „þetta er ekki á okkar borði" þegar þau leita hjálpar. Þau missa jafnvel trú á fullorðnu fólki. Rannsóknir sýna að börn sem upplifa endurteknar tafir, hafnanir og viðbragðsleysi við hjálparbeiðnum eru líklegri til að þróa með sér vantraust á stofnanir samfélagsins. Vantraust sem fylgir þeim út lífið. Gæti þetta jafnvel verið ein af rótum þess að við sjáum nú alvarlegri ofbeldisbrot og áhættuhegðun meðal ungmenna? Vandinn sem við þorum ekki að nefna Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er ekki skortur á peningum. Hann er ekki skortur á þekkingu. Hann er alls ekki skortur á vilja. Vandamálið er að við höfum gert kerfið mikilvægara en börnin sem það á að þjóna. Við höfum búið til menningu þar sem mistök við að hjálpa teljast verri en að hunsa vandann. „Ég fylgdi reglum" er betri vörn en „ég bjargaði barni." Hvað þarf til að breyta þessu? Lausnin krefst hugrekkis en er ekki flókin: Traust til fagfólks: Gefa þeim sem vinna með börnum vald til að taka ákvarðanir byggðar á faglegri þekkingu og skynsemi, ekki bara reglugerðum. Við þurfum sveigjanlegri viðmið og viðbrögð. Mistök í öruggu umhverfi: Skapa umhverfi þar sem hægt er að læra af mistökum í stað þess að refsa fyrir þau. Verstu mistökin eru þau sem við gerum með því að gera ekkert. Skýr forgangsröðun: Þegar vafi leikur á þarf ávallt að setja hagsmuni barnsins í forgang, ekki hagsmuni stofnunarinnar eða starfsmannsins. Stuðningur við starfsfólk: Fagfólk þarf handleiðslu og stuðning til að taka erfiðar ákvarðanir og vita að það hefur bakland þegar það grípur til aðgerða. Hvað kostar að gera ekkert? Á meðan þú lest þetta bíða þúsundir barna um allt land. Þau bíða ekki eftir nýjum lögum, meiri fjármunum eða betri kerfum. Þau bíða eftir því að fullorðna fólkið í lífi þeirra hætti að óttast afleiðingar þess að hjálpa og fari að óttast afleiðingar þess að hjálpa ekki. Næst þegar einhver segir „við getum ekki gert þetta, reglugerðin nær ekki utan um málið" ættum við að spyrja: Hvað kostar það okkur að gera ekkert? Hvað kostar það barnið? Fjölskylduna? Samfélagið? Sannleikurinn er sá að við höfum ekki efni á að láta óttann við mistök stjórna. Eini óttinn sem við ættum að bera í brjósti er óttinn við að bregðast börnum sem treysta á okkur. Börn geta ekki beðið eftir fullkominni reglugerð...og samfélagið okkar ekki heldur. Höfundur er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun