Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2025 14:09 Mennirnir eru meðal annars grunaðir um að hafa komið eldsprengjum um borð í flugvélar DHL. AP/Jens Meyer Saksóknarar í Litháen segjast hafa svipt hulunni af hópi manna tengdum Rússlandi sem skipulagt hafi og framkvæmt íkveikjuárásir víðsvegar um Evrópu. Einhverjir mannanna hafa verið handteknir en þeir eru meðal annars grunaðir um að senda eldsprengjur um borð í flugvélar DHL á vegum Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Mennirnir munu hafa gert sprengjur heima hjá sér og sent þær með flugvélum til Bretlands og ríkja innan Evrópusambandsins. Sprengjurnar voru faldar inn í víbrandi nuddkoddum og snyrtivörum Sprengjurnar voru búnar tímastillum en vegna tafa kviknaði í einhverjum þeirra í vöruhúsum í Evrópu og ekki um borð í flugvélum, sem hefði getað verið mjög hættulegt. Íkveikjuárásirnar eru taldar hafa verið skipulagðar, að minnsta kosti að hluta til, af tiltölulega nýrri sveit innan GRU. Sú sveit er sögð leiða skuggastríð Rússlands á Vesturlöndum og bera ábyrgð á fjölda skemmdarverka, banatilræða og öðrum fjölþáttaógnum. Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja Rússa hafa verið sakaða um að bera ábyrgð á um það bil áttatíu atvikum sem þessum víðsvegar um Evrópu frá því innrásin í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Saksóknarar segja að tveir sem búið er að handtaka hafi einnig komið að íkveikjuárás gegn IKEA í Vilníus í maí í fyrra. Miðillinn VSquare sagði frá því á dögunum að meðal þeirra sem hefðu verið handteknir í Litháen væru tveir eldri menn, upprunalega frá Úkraínu, og tveir aðrir ungir menn. Þar á meðal einn sautján ára drengur sem er grunaður um að hafa kveikt í bæði aðurnefndri IKEA verslun og verslunarmiðstöð í Póllandi um svipað leyti. Þá brunnu rúmlega þrettán hundrað verslanir. Þegar táningurinn var handtekinn er talið að hann hafi verið að undirbúa þriðju ívkeikjuna, að skipan útsendara GRU. Fleiri handtökur í Bretlandi Eins og áður segir er ekki ljóst hve margir hafa verið handteknir en í heildina er búið að bendla fimmtán manns frá Rússlandi, Litháen, Lettlandi, Eistlandi og Úkraínu við þennan hóp. Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur þriggja þeirra. Lögreglan í Lundúnum tilkynnti í dag að þar hefðu þrír verið handteknir vegna gruns um að þeir njósnuðu fyrir yfirvöld í Rússlandi. Ekki er vitað hvort um sé að ræða þá þrjá sem saksóknarar í Litháen lýstu eftir. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að tveir menn á fimmtugsaldri og ein kona á fertugsaldri hafi verið handtekin. Einn yfirmanna lögreglunnar segir í tilkynningunni að erlendar leyniþjónustur séu að ráða sífellt fleiri aðila til starfa og er vísað til nýlegs máls þar sem tveir menn voru fengnir til að kveikja í húsnæði í eigu aðila frá Úkraínu í Bretlandi. Litáen Rússland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Mennirnir munu hafa gert sprengjur heima hjá sér og sent þær með flugvélum til Bretlands og ríkja innan Evrópusambandsins. Sprengjurnar voru faldar inn í víbrandi nuddkoddum og snyrtivörum Sprengjurnar voru búnar tímastillum en vegna tafa kviknaði í einhverjum þeirra í vöruhúsum í Evrópu og ekki um borð í flugvélum, sem hefði getað verið mjög hættulegt. Íkveikjuárásirnar eru taldar hafa verið skipulagðar, að minnsta kosti að hluta til, af tiltölulega nýrri sveit innan GRU. Sú sveit er sögð leiða skuggastríð Rússlands á Vesturlöndum og bera ábyrgð á fjölda skemmdarverka, banatilræða og öðrum fjölþáttaógnum. Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja Rússa hafa verið sakaða um að bera ábyrgð á um það bil áttatíu atvikum sem þessum víðsvegar um Evrópu frá því innrásin í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Saksóknarar segja að tveir sem búið er að handtaka hafi einnig komið að íkveikjuárás gegn IKEA í Vilníus í maí í fyrra. Miðillinn VSquare sagði frá því á dögunum að meðal þeirra sem hefðu verið handteknir í Litháen væru tveir eldri menn, upprunalega frá Úkraínu, og tveir aðrir ungir menn. Þar á meðal einn sautján ára drengur sem er grunaður um að hafa kveikt í bæði aðurnefndri IKEA verslun og verslunarmiðstöð í Póllandi um svipað leyti. Þá brunnu rúmlega þrettán hundrað verslanir. Þegar táningurinn var handtekinn er talið að hann hafi verið að undirbúa þriðju ívkeikjuna, að skipan útsendara GRU. Fleiri handtökur í Bretlandi Eins og áður segir er ekki ljóst hve margir hafa verið handteknir en í heildina er búið að bendla fimmtán manns frá Rússlandi, Litháen, Lettlandi, Eistlandi og Úkraínu við þennan hóp. Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur þriggja þeirra. Lögreglan í Lundúnum tilkynnti í dag að þar hefðu þrír verið handteknir vegna gruns um að þeir njósnuðu fyrir yfirvöld í Rússlandi. Ekki er vitað hvort um sé að ræða þá þrjá sem saksóknarar í Litháen lýstu eftir. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að tveir menn á fimmtugsaldri og ein kona á fertugsaldri hafi verið handtekin. Einn yfirmanna lögreglunnar segir í tilkynningunni að erlendar leyniþjónustur séu að ráða sífellt fleiri aðila til starfa og er vísað til nýlegs máls þar sem tveir menn voru fengnir til að kveikja í húsnæði í eigu aðila frá Úkraínu í Bretlandi.
Litáen Rússland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira