Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 18:30 Beta Reynisdóttir næringarfræðingur. Vísir/Samsett Næringarfræðingur segir vítamínmarkaðinn á Íslandi vera orðinn eins og villta vestrið og leggur áherslu á gagnrýna hugsun neytenda. Mikið af vítamíni sem er til sölu sé með alls kyns aukaefnum sem geta verið skaðleg í miklu magni. Það mikilvægasta sé að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat í stað þess að leita auðveldra lausna í töfluformi. „Það er málið, það er rosalega erfitt að átta sig á vítamínbransanum núna, það eru allir og ömmur þeirra byrjaðir að framleiða vítamín. Þetta er orðið pínu hættulegur bransi með það að gera, þetta eru oftast töflur og það eru aukaefni í þessu sem geta haft skaðleg áhrif. Þannig við verðum líka að vera svolítið gagnrýnin á hvað við gerum,“ segir Beta Reynisdóttir næringarfræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis. Áttatíu prósent af vítamínum í verslunum landsins séu full af aukaefnum sem geti verið skaðleg í miklu magni. Íslendingar séu hins vegar hrifnir af einfölum lausnum, líkt og að taka vítamín í töfluformi í stað þess að fá þau úr fjölbreyttum og næringarríkum mat. Árlega haustflensan leiði hins vegar til þess að Íslendingar leita í auknum mæli í vítamín. „Það er fullt af vítamínum sem virka og auðvitað má grípa í ef þið teljið að þið séuð með gott merki og ef þið treystið því. En ekki rjúka bara út í búð og grípa eitthvað glas af vítamíni, reynið að kanna hvað það er sem er verið að selja ykkur,“ segir hún. D-vítamín nauðsynlegt Beta leggur jafnframt mikla áherslu á mikilvægi þess að taka D-vítamín, sem hafi áhrif á bæði ónæmiskerfið og hormónakerfið. Hins vegar sé mikilvægt að falla ekki í þá gildru að taka of stóra skammta, fólk taki oft of mikið magn vítamína án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. „Ef þau eru að taka stóra skammta af D-vítamíni mæli ég með að þau taki K2-vítamín með. Aðalmálið er að þegar þú tekur inn stóra skammta af D-vítamíninu nýtir þú kalk og þá er verið að hreinsa kalkið úr beinunum og þá kemur K-vítamínið líkamanum í jafnvægi með að setja kalkið aftur í beinin.“ Ráðlagður dagskammtur D-vítamíns eru þúsund alþjóðaeiningar og segist Beta sem starfandi næringafræðingur ekki mega mæla með hærri skömmtum. „En ég get sagt þér að ég tek um tvö til fjögur þúsund alþjóðaeiningar á dag og ég mælist ekkert eitthvað rosalega há í D-vítamíni, það er það sem ég get sagt.“ Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Það er málið, það er rosalega erfitt að átta sig á vítamínbransanum núna, það eru allir og ömmur þeirra byrjaðir að framleiða vítamín. Þetta er orðið pínu hættulegur bransi með það að gera, þetta eru oftast töflur og það eru aukaefni í þessu sem geta haft skaðleg áhrif. Þannig við verðum líka að vera svolítið gagnrýnin á hvað við gerum,“ segir Beta Reynisdóttir næringarfræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis. Áttatíu prósent af vítamínum í verslunum landsins séu full af aukaefnum sem geti verið skaðleg í miklu magni. Íslendingar séu hins vegar hrifnir af einfölum lausnum, líkt og að taka vítamín í töfluformi í stað þess að fá þau úr fjölbreyttum og næringarríkum mat. Árlega haustflensan leiði hins vegar til þess að Íslendingar leita í auknum mæli í vítamín. „Það er fullt af vítamínum sem virka og auðvitað má grípa í ef þið teljið að þið séuð með gott merki og ef þið treystið því. En ekki rjúka bara út í búð og grípa eitthvað glas af vítamíni, reynið að kanna hvað það er sem er verið að selja ykkur,“ segir hún. D-vítamín nauðsynlegt Beta leggur jafnframt mikla áherslu á mikilvægi þess að taka D-vítamín, sem hafi áhrif á bæði ónæmiskerfið og hormónakerfið. Hins vegar sé mikilvægt að falla ekki í þá gildru að taka of stóra skammta, fólk taki oft of mikið magn vítamína án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. „Ef þau eru að taka stóra skammta af D-vítamíni mæli ég með að þau taki K2-vítamín með. Aðalmálið er að þegar þú tekur inn stóra skammta af D-vítamíninu nýtir þú kalk og þá er verið að hreinsa kalkið úr beinunum og þá kemur K-vítamínið líkamanum í jafnvægi með að setja kalkið aftur í beinin.“ Ráðlagður dagskammtur D-vítamíns eru þúsund alþjóðaeiningar og segist Beta sem starfandi næringafræðingur ekki mega mæla með hærri skömmtum. „En ég get sagt þér að ég tek um tvö til fjögur þúsund alþjóðaeiningar á dag og ég mælist ekkert eitthvað rosalega há í D-vítamíni, það er það sem ég get sagt.“
Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?