Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar 19. september 2025 15:32 Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráð eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7.–10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti. Rökin eru að allir eigi að fá „jafn mikla möguleika“. Þau telja að með kosningu sé of mikil hætta á að einhver vinsældarframboð komi sem eigi ekki að vera sanngjarnt og sé gjarnan bara fíflagangur, en þegar hefur verið kosinn fulltrúi með meirihluta þá gætir hann hagsmuna meirihluta bekkjarins ef ekki alls. Þangað til nú hafa nemendur boðið sig fram, sumir haldið kosningaræður og upplifað bæði sigur og tap. Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana. Með því að taka þetta af nemendum er verið að kenna okkur það að notast við lýðræðið sé ekki sanngjarnt. Rödd okkar hefur ekki lengur vægi nú ræður happdrættið. Það er verið að segja „Við treystum ykkur ekki til að velja sjálf hverjir eigi að gæta þinna hagsmuna innan skólans.“ Þetta brýtur gegn aðalnámskrá og lögum Aðalnámskrá grunnskóla segir að lýðræði og mannréttindi eru meðal grunnþátta menntunar, og að skólar skuli undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 kemur fram að hlutverk grunnskóla sé, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi. Starfshættir skulu m.a. mótast af umburðarlyndi, jafnrétti og lýðræðislegu samstarfi. Lýðræðið er ekki happdrætti Ég vil að samnemendur mínir taki þátt í kosningum þegar þau verða eldri. Því þarf að kenna að þeirra atkvæði skiptir máli. En nú er kennt að það sé bara tilviljun sem ræður ekki atkvæði. Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekin alveg út af borðinu. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Lundarskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráð eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7.–10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti. Rökin eru að allir eigi að fá „jafn mikla möguleika“. Þau telja að með kosningu sé of mikil hætta á að einhver vinsældarframboð komi sem eigi ekki að vera sanngjarnt og sé gjarnan bara fíflagangur, en þegar hefur verið kosinn fulltrúi með meirihluta þá gætir hann hagsmuna meirihluta bekkjarins ef ekki alls. Þangað til nú hafa nemendur boðið sig fram, sumir haldið kosningaræður og upplifað bæði sigur og tap. Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana. Með því að taka þetta af nemendum er verið að kenna okkur það að notast við lýðræðið sé ekki sanngjarnt. Rödd okkar hefur ekki lengur vægi nú ræður happdrættið. Það er verið að segja „Við treystum ykkur ekki til að velja sjálf hverjir eigi að gæta þinna hagsmuna innan skólans.“ Þetta brýtur gegn aðalnámskrá og lögum Aðalnámskrá grunnskóla segir að lýðræði og mannréttindi eru meðal grunnþátta menntunar, og að skólar skuli undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 kemur fram að hlutverk grunnskóla sé, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi. Starfshættir skulu m.a. mótast af umburðarlyndi, jafnrétti og lýðræðislegu samstarfi. Lýðræðið er ekki happdrætti Ég vil að samnemendur mínir taki þátt í kosningum þegar þau verða eldri. Því þarf að kenna að þeirra atkvæði skiptir máli. En nú er kennt að það sé bara tilviljun sem ræður ekki atkvæði. Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekin alveg út af borðinu. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Lundarskóla
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar