Sport

Bein út­sending: Bakgarðshlaupið í Heið­mörk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður hlaupið í fínu veðri um helgina.
Það verður hlaupið í fínu veðri um helgina. Sportmyndir/Gummi stóri

Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer fram í fimmta sinn um helgina og líkt og venjulega er hlaupið í beinni útsendingu á Vísi. Hlaupið hefst klukkan 09.00 en útsending 08.30.

Bakgarðshlaupin ganga út á að hlaupa 6,7 km leið á undir klukkutíma. Ræst er út á heila tímanum og sá vinnur sem stendur einn eftir. Má búast við því að það verði hlaupið alla helgina og jafnvel lengur.

Í fyrra bar Marlena Radziszewska sigur úr býtum eftir að hafa hlaupið 38 hringi en í ár eru um 230 keppendur skráðir til leiks og verður spennandi að sjá hver hleypur lengst að þessu sinni.

Birkir Már Kristinsson hjá Náttúruhlaupum segir ómögulegt að spá fyrir um það hversu lengi verði hlaupið en segir þó að veðrið lofi góðu alla helgina. Hann hvetur fólk til að taka sér göngutúr í Heiðmörkinni að hvetja keppendur áfram.

Garpur I. Elísabetarson mun standa vaktina alla helgina fyrir Vísi og uppfæra um gang mála í textalýsingu hér að neðan. Hér að ofan má svo horfa á beina útsendingu frá hlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×