Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2025 21:41 Nýskorinn hvalur í þorpinu Qaarsut. Egill Aðalsteinsson Grænlendingar eru drjúgir hvalveiðimenn. Kvótinn í ár leyfir þessari næstu nágrannaþjóð Íslendinga að veiða þrjátíu og eitt stórhveli og hátt í tvöhundruð hrefnur. Í fréttum Sýnar var grænlensk hvalveiðibyggð lengst norðan heimskautsbaugs heimsótt, þorpið Qaarsut. Það er á 71 breiddargráðu norðan Diskó-eyju. Í þessari 170 manna byggð á vesturströnd Grænlands lifa íbúarnir einkum á fiskveiðum, selveiðum og hvalveiðum og hér eru bæði verslun og barnaskóli. Þeir sækja aflann á smábátum, stunda greinilega línuveiðar og hafa sitt beitningafólk. Þetta fólk var að beita línu í fjörunni. Ísjakarnir lóna fyrir utan.Egill Aðalsteinsson Einnig starfa margir við flugvöllinn, sem þjónar jafnframt bænum Uumunnaq á eyju skammt frá. Í þeim bæ búa 1.400 manns og eru flugfarþegar ferjaðir á milli í þyrlu til móts við stærri flugvél. En það eru hvalirnir sem synda innan um borgarísjakana rétt utan þorpsins sem fanga athygli okkar. Okkur sýnast þetta vera hrefnur en þær eru langalgengasta bráð grænlenskra hvalveiðimanna. Hvalina má glögglega sjá hér í frétt Sýnar: Alþjóðasamfélagið viðurkennir veiðar þeirra sem frumbyggjaveiðar og í fjörunni sjáum við hrefnu sem menn eru langt komnir með að skera. Þorpsbúi sagði okkur reyndar að sú hefði verið skotin eftir að hafa særst við að lenda í árekstri við bát. Hvalskurðurinn fer fram á steinklöpp.Egill Aðalsteinsson Við giskum á að mannfólkið hafi byrjað á að ná í bestu bitana af hvalnum fyrir sig. Svo fer kannski restin í að fæða sleðahundana sem virðast vera nánast við hvert einasta heimili í þorpinu. Sleðahundar virðast vera við hvert einasta íbúðarhús í þorpinu.Egill Aðalsteinsson Grænlenska landsstjórnin gefur út hvalveiðikvóta í samræmi við ráðgjöf frá Alþjóðahvalveiðiráðinu og hafa þeir verið óbreyttir mörg ár í röð; 164 hrefnur og 31 stórhveli, þar af nítján langreyðar, tíu hnúfubakar og tveir sléttbakar. Auk þess hafa íbúar Austur-Grænlands sérkvóta upp á tuttugu hrefnur. Um 170 manns búa í þorpinu Qaarsut.Egill Aðalsteinsson. Reyndin undanfarin ár hefur verið sú að um 150 hvalir hafa veiðst árlega, langmest hrefnur. Í fyrra veiddu Grænlendingar 143 hrefnur en aðeins þrjú stórhveli, tvær langreyðar og einn hnúfubak og vantaði því talsvert upp á að þeir næðu að klára hvalveiðikvótana. Grænland Hvalveiðar Hvalir Norðurslóðir Sjávarútvegur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Sjá meira
Í fréttum Sýnar var grænlensk hvalveiðibyggð lengst norðan heimskautsbaugs heimsótt, þorpið Qaarsut. Það er á 71 breiddargráðu norðan Diskó-eyju. Í þessari 170 manna byggð á vesturströnd Grænlands lifa íbúarnir einkum á fiskveiðum, selveiðum og hvalveiðum og hér eru bæði verslun og barnaskóli. Þeir sækja aflann á smábátum, stunda greinilega línuveiðar og hafa sitt beitningafólk. Þetta fólk var að beita línu í fjörunni. Ísjakarnir lóna fyrir utan.Egill Aðalsteinsson Einnig starfa margir við flugvöllinn, sem þjónar jafnframt bænum Uumunnaq á eyju skammt frá. Í þeim bæ búa 1.400 manns og eru flugfarþegar ferjaðir á milli í þyrlu til móts við stærri flugvél. En það eru hvalirnir sem synda innan um borgarísjakana rétt utan þorpsins sem fanga athygli okkar. Okkur sýnast þetta vera hrefnur en þær eru langalgengasta bráð grænlenskra hvalveiðimanna. Hvalina má glögglega sjá hér í frétt Sýnar: Alþjóðasamfélagið viðurkennir veiðar þeirra sem frumbyggjaveiðar og í fjörunni sjáum við hrefnu sem menn eru langt komnir með að skera. Þorpsbúi sagði okkur reyndar að sú hefði verið skotin eftir að hafa særst við að lenda í árekstri við bát. Hvalskurðurinn fer fram á steinklöpp.Egill Aðalsteinsson Við giskum á að mannfólkið hafi byrjað á að ná í bestu bitana af hvalnum fyrir sig. Svo fer kannski restin í að fæða sleðahundana sem virðast vera nánast við hvert einasta heimili í þorpinu. Sleðahundar virðast vera við hvert einasta íbúðarhús í þorpinu.Egill Aðalsteinsson Grænlenska landsstjórnin gefur út hvalveiðikvóta í samræmi við ráðgjöf frá Alþjóðahvalveiðiráðinu og hafa þeir verið óbreyttir mörg ár í röð; 164 hrefnur og 31 stórhveli, þar af nítján langreyðar, tíu hnúfubakar og tveir sléttbakar. Auk þess hafa íbúar Austur-Grænlands sérkvóta upp á tuttugu hrefnur. Um 170 manns búa í þorpinu Qaarsut.Egill Aðalsteinsson. Reyndin undanfarin ár hefur verið sú að um 150 hvalir hafa veiðst árlega, langmest hrefnur. Í fyrra veiddu Grænlendingar 143 hrefnur en aðeins þrjú stórhveli, tvær langreyðar og einn hnúfubak og vantaði því talsvert upp á að þeir næðu að klára hvalveiðikvótana.
Grænland Hvalveiðar Hvalir Norðurslóðir Sjávarútvegur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Sjá meira