Bonmatí vann þriðja árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2025 21:00 Sigurvegarar kvöldsins. @ballondor Þriðja árið í röð var Aitana Bonmatí, leikmaður Barcelona og Spánar, valin besta knattspyrnukona heims. Ousmane Dembélé, leikmaður París Saint-Germain og Frakklands, var þá valinn besti knattspyrnumaður í heimi. Gullknötturinn (Ballon d'Or) var veittur við hátíðlega athöfn í kvöld. Einnig voru önnur verðlaun veitt eins og venja er orðin. Hin 27 ára gamla Bonmatí var allt í öllu á miðsvæði Barcelona sem stóð uppi sem Spánarmeistari enn eitt árið. Hún fór einnig í úrslit Meistaradeildar Evrópu en mátti þar þola tap gegn Arsenal og þá komst hún í úrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar en stóð England uppi sem sigurvegari. Aitana Bonmatí, three times in a row! Can you believe it? 🤯#ballondor pic.twitter.com/qT53wjKiSV— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Mariona Caldentey (Arsenal og Spánn) var í 2. sæti og þar á eftir kom Alessia Russo (Arsenal og England). Here are the ranking from 10 to 3 for the 2025 Women's Ballon d'Or!#ballondor pic.twitter.com/VkRDHmJqEy— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Dembélé var frábær þegar PSG tókst loks að landa sigri í Meistaradeild Evrópu. Jafnframt var hann frábær heima fyrir þar sem Parísarliðið vann enn einn meistaratitilinn. Hinn 28 ára gamli Dembélé naut sín í nýrri stöðu sem framherji og kom með beinum hætti að 51 marki á síðusut leiktíð (35 mörk og 16 stoðsendingar). 😍 Ronaldinho is on stage!#ballondor pic.twitter.com/Zpfm1LyHxm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Annað árið í röð var Laimine Yamal valinn besti ungi leikmaður í heimi karla megin. Enginn hefur afrekað það áður.Hann átti frábært tímabil og varð Spánarmeistari, bikarmeistari og spænskur Ofurbikarmeistari. Þá varð Spánn Evrópumeistari sumarið 2024. Alls skoraði Yamal 18 mörk og gaf 25 stoðsendingar í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Lamine! 🤩#ballondor pic.twitter.com/04zqEpaX5K— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Hin 19 ára gamal Vicky López, sem spilar með Barcelona og spænska landsliðinu líkt og Yamal, var svo valin besti ungi leikmaðurinn í kvennaflokki. Here is the 2025 Women's Kopa Trophy full ranking!1️⃣ Vicky Lopez2️⃣ Linda Caicedo 3️⃣ Wieke Kaptein 4️⃣ Michelle Agyemang5️⃣ Claudia Martinez Ovando#TrophéeKopa #ballondor pic.twitter.com/CE0bHhbVtm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Ítalinn Gianluigi Donnarumma hlaut hin virtu Yachine-verðlaun en þau fær besti markvörður ársins. Donnarumma vann sömu verðlaun árið 2021. Hann átti hvað stærstan þátt í að París Saint-Germain tókst loks að vinna Meistaradeild Evrópu. Frammistaða hans var hins vegar ekki nægilega góð til að fá launahækkun í París og því var hann seldur til Manchester City. GIANLUIGI DONNARUMMA IS THE 2025 YACHINE TROPHY WINNER! He already won it in 2021! #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/VZDneX87N3— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Í fyrsta skipti var besti markvörðurinn kjörinn í kvennaflokki. Þar var það Hannah Hampton sem fór með sigur af hólmi. Hún stóð uppi sem Englandsmeistari með Chelsea síðasta vor og gerði svo gott betur þegar hún stóð vaktina í marki Englands sem varð Evrópumeistari í sumar. 🧤 GIANLUIGI DONNARUMMA AND HANNAH HAMPTON THE 2025 YACHINE TROPHY WINNERS!#ballondor pic.twitter.com/fkUGyIwBzW— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 PSG var lið ársins í karlaflokki á meðan Arsenal var lið ársins í kvennaflokki. Bæði lið fóru með sigur af hólmi í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Luis Enrique, þjálfari PSG, og Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, voru svo þjálfarar ársins. Fótbolti Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Gullknötturinn (Ballon d'Or) var veittur við hátíðlega athöfn í kvöld. Einnig voru önnur verðlaun veitt eins og venja er orðin. Hin 27 ára gamla Bonmatí var allt í öllu á miðsvæði Barcelona sem stóð uppi sem Spánarmeistari enn eitt árið. Hún fór einnig í úrslit Meistaradeildar Evrópu en mátti þar þola tap gegn Arsenal og þá komst hún í úrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar en stóð England uppi sem sigurvegari. Aitana Bonmatí, three times in a row! Can you believe it? 🤯#ballondor pic.twitter.com/qT53wjKiSV— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Mariona Caldentey (Arsenal og Spánn) var í 2. sæti og þar á eftir kom Alessia Russo (Arsenal og England). Here are the ranking from 10 to 3 for the 2025 Women's Ballon d'Or!#ballondor pic.twitter.com/VkRDHmJqEy— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Dembélé var frábær þegar PSG tókst loks að landa sigri í Meistaradeild Evrópu. Jafnframt var hann frábær heima fyrir þar sem Parísarliðið vann enn einn meistaratitilinn. Hinn 28 ára gamli Dembélé naut sín í nýrri stöðu sem framherji og kom með beinum hætti að 51 marki á síðusut leiktíð (35 mörk og 16 stoðsendingar). 😍 Ronaldinho is on stage!#ballondor pic.twitter.com/Zpfm1LyHxm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Annað árið í röð var Laimine Yamal valinn besti ungi leikmaður í heimi karla megin. Enginn hefur afrekað það áður.Hann átti frábært tímabil og varð Spánarmeistari, bikarmeistari og spænskur Ofurbikarmeistari. Þá varð Spánn Evrópumeistari sumarið 2024. Alls skoraði Yamal 18 mörk og gaf 25 stoðsendingar í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Lamine! 🤩#ballondor pic.twitter.com/04zqEpaX5K— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Hin 19 ára gamal Vicky López, sem spilar með Barcelona og spænska landsliðinu líkt og Yamal, var svo valin besti ungi leikmaðurinn í kvennaflokki. Here is the 2025 Women's Kopa Trophy full ranking!1️⃣ Vicky Lopez2️⃣ Linda Caicedo 3️⃣ Wieke Kaptein 4️⃣ Michelle Agyemang5️⃣ Claudia Martinez Ovando#TrophéeKopa #ballondor pic.twitter.com/CE0bHhbVtm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Ítalinn Gianluigi Donnarumma hlaut hin virtu Yachine-verðlaun en þau fær besti markvörður ársins. Donnarumma vann sömu verðlaun árið 2021. Hann átti hvað stærstan þátt í að París Saint-Germain tókst loks að vinna Meistaradeild Evrópu. Frammistaða hans var hins vegar ekki nægilega góð til að fá launahækkun í París og því var hann seldur til Manchester City. GIANLUIGI DONNARUMMA IS THE 2025 YACHINE TROPHY WINNER! He already won it in 2021! #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/VZDneX87N3— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Í fyrsta skipti var besti markvörðurinn kjörinn í kvennaflokki. Þar var það Hannah Hampton sem fór með sigur af hólmi. Hún stóð uppi sem Englandsmeistari með Chelsea síðasta vor og gerði svo gott betur þegar hún stóð vaktina í marki Englands sem varð Evrópumeistari í sumar. 🧤 GIANLUIGI DONNARUMMA AND HANNAH HAMPTON THE 2025 YACHINE TROPHY WINNERS!#ballondor pic.twitter.com/fkUGyIwBzW— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 PSG var lið ársins í karlaflokki á meðan Arsenal var lið ársins í kvennaflokki. Bæði lið fóru með sigur af hólmi í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Luis Enrique, þjálfari PSG, og Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, voru svo þjálfarar ársins.
Fótbolti Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira