Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar 23. september 2025 07:48 Það er auðvelt að láta plata sig þegar aðeins ein hlið málsins er kynnt, sérstaklega sú sem hentar valdhöfunum. Þegar einhliða sýn ræður ríkjum og aðrar raddir, jafnvel þeirra sem best þekkja veruleikann, eru þaggaðar niður verður sannleikurinn fórnarlamb. Þegar starfsfólk hefur engan málsvara er því gert ómögulegt að útskýra sínar hliðar og afleiðingarnar geta verið alvarlegar. Þetta er blákaldur veruleiki fyrir þá sem vinna með erfiðustu einstaklingum samfélagsins, þeim sem verða utanveltu og fá ekki skilning. Þetta er fólkið á gólfinu, þeir sem starfa með börnum sem enginn annar vill fást við. Þetta fólk hefur engan málsvara og það getur ekki svarað fyrir sig. Það er mikilvægt að raddir þeirra heyrist og að þau geti varið sig, því annars verða þau fórnarlamb misskilnings og rangra ályktana. Æsifréttir Ég get ekki þagað lengur. Fréttaflutningur af Stuðlum, vinnustað sem ég þekki vel eftir meira en einn og hálfan áratug á gólfinu þar, er með þeim hætti að ekki er hægt að þegja lengur. Ég þekki starfsemina og það frábæra fólk sem starfað hefur þar í áratugi af hreinni hugsjón til að gera sitt besta fyrir þessi börn. Þetta er fólk sem er ekki að naga blýanta við skrifborð í fílabeinsturni eða ganga á milli fundarherbergja með möppu undir hendinni eftir að það var skipað í nefnd. Nei, þetta er fólkið sem þarf að taka á sig þá slagi sem enginn annar vill taka. Það situr nú uppi með þá niðurstöðu að karlar og konur í lakkskóm með skjalatöskur, sem eru í engum tengslum við raunveruleika þessara barna, spyrji hvað fór „úrskeiðis.“ Langflestir af þessum eftirlitsaðilum hafa litla innsýn í veruleika þessara barna, því þeir hafa sótt þekkingu sína í gegnum bækur. Þeir hafa horft á þennan heim úr fílabeinsturnum og dæmt en þeir hafa enga hugmynd um hvað það er að vera í sporum olnbogabarna eða vinna með þeim. Það vita hins vegar margir af þeim starfsmönnum sem vinna með þeim, því þeir hafa verið báðum megin við borðið. Ég þekki það sjálfur vel, en minni æsku var rænt af sams konar fólki sem situr uppi í fílabeinsturnum og talar nú hátt um réttindi barna. Hinn blákaldi veruleiki á gólfinu er þeim ókunnugur. Þeir skilja ekki að baráttan er oft hörð og ekki er alltaf hægt að fylgja reglunum til hins ýtrasta. Það er engin einhlít skýring á því hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru í dag. Ástæðurnar eru margþættar og það að leita sökudólga í hverju horni mun ekki gera okkur neitt gagn, og allra síst það að hafa hlutina í æsifréttastíl dag eftir dag. Grjótharður veruleiki Það er rangt að halda að þessi börn, sem eiga við hvað alvarlegastan vanda að stríða, séu öll einhver „grey“. Mörg þeirra eru langt frá því að vera lömb, eins og ég veit af minni reynslu. Með hækkun sjálfræðisaldurs komu stærri og sterkari einstaklingar til meðferðar. Sumir þeirra hafa komið við fangelsiskerfið sem fullorðnir einstaklingar og fangaverðir kvarta undan ofbeldi af hendi þeirra í dag. Ég hef sjálfur lent í nokkrum atvikum þar sem spurningin „hvað fór úrskeiðis?“ er fáránleg. Eitt atvik var þegar 17 ára drengur, þrjátíu kílóum þyngri og höfðinu hærri en ég, stóð með örbylgjuofn yfir höfði sínu og hótaði að kasta honum í andlitið á mér þegar honum voru sett eðlileg mörk. Sem betur fer endaði ofninn á því að fara í gegnum glugga í eldhúsinu en ekki í andlitið á mér. Í öðru atviki trylltist unglingur, eyðilagði herbergið nánast og stóð með risastórt glerbrot við hurðina, tilbúinn til að stinga hvern sem kæmi inn. Lögreglan þurfti að nota piparúða og skyldi til að yfirbuga hann, rétt eins og þrír lögreglumenn þurftu til að yfirbuga drenginn með örbylgjuofninn. Að setja ramma Þetta eru ekki allt saklaus grey sem koma til meðferðar en það er látið hljóma þannig. Ég og samstarfsfólk mitt leituðumst við að sýna þessum börnum skilning og virðingu í störfum okkar. En til að tryggja öryggi þeirra og okkar verður að vera samþykki og skilningur á því að það þarf að setja mörk og ramma til þess að hægt sé að byggja upp grundvöll til að hjálpa. Staðreyndin er hins vegar sú að stjórntækin og verkfærin sem starfsfólk hafði til að setja mörk voru tekin af þeim. Við erum orðin of upptekin við að tala um réttindi barna og kostnað heilbrigðrar skynsemi og það endurspeglast nú innan fangelsismálakerfisins með harðari og andfélagslegri föngum. Hvar skyldu þeir hafa lært slíka hegðun? Getur verið að þessi raunheimur fólks sem er í engum tengslum við þennan veruleika, sem öllu ræður, sé nú farinn að endurspeglast í fangelsiskerfinu? Er ekki orðið tímabært að sækja aftur í verkfærakistuna og setja almennileg mörk? Til þess að réttlæti geti náð fram að ganga er nauðsynlegt að heildarmyndin verði sýnd og að allir sem eiga hlut að máli fái að segja sína hlið. Ef ekki munum við áfram lifa í heimi þar sem hálfgerður sannleikur og blekkingar ráða ríkjum. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Málefni Stuðla Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að láta plata sig þegar aðeins ein hlið málsins er kynnt, sérstaklega sú sem hentar valdhöfunum. Þegar einhliða sýn ræður ríkjum og aðrar raddir, jafnvel þeirra sem best þekkja veruleikann, eru þaggaðar niður verður sannleikurinn fórnarlamb. Þegar starfsfólk hefur engan málsvara er því gert ómögulegt að útskýra sínar hliðar og afleiðingarnar geta verið alvarlegar. Þetta er blákaldur veruleiki fyrir þá sem vinna með erfiðustu einstaklingum samfélagsins, þeim sem verða utanveltu og fá ekki skilning. Þetta er fólkið á gólfinu, þeir sem starfa með börnum sem enginn annar vill fást við. Þetta fólk hefur engan málsvara og það getur ekki svarað fyrir sig. Það er mikilvægt að raddir þeirra heyrist og að þau geti varið sig, því annars verða þau fórnarlamb misskilnings og rangra ályktana. Æsifréttir Ég get ekki þagað lengur. Fréttaflutningur af Stuðlum, vinnustað sem ég þekki vel eftir meira en einn og hálfan áratug á gólfinu þar, er með þeim hætti að ekki er hægt að þegja lengur. Ég þekki starfsemina og það frábæra fólk sem starfað hefur þar í áratugi af hreinni hugsjón til að gera sitt besta fyrir þessi börn. Þetta er fólk sem er ekki að naga blýanta við skrifborð í fílabeinsturni eða ganga á milli fundarherbergja með möppu undir hendinni eftir að það var skipað í nefnd. Nei, þetta er fólkið sem þarf að taka á sig þá slagi sem enginn annar vill taka. Það situr nú uppi með þá niðurstöðu að karlar og konur í lakkskóm með skjalatöskur, sem eru í engum tengslum við raunveruleika þessara barna, spyrji hvað fór „úrskeiðis.“ Langflestir af þessum eftirlitsaðilum hafa litla innsýn í veruleika þessara barna, því þeir hafa sótt þekkingu sína í gegnum bækur. Þeir hafa horft á þennan heim úr fílabeinsturnum og dæmt en þeir hafa enga hugmynd um hvað það er að vera í sporum olnbogabarna eða vinna með þeim. Það vita hins vegar margir af þeim starfsmönnum sem vinna með þeim, því þeir hafa verið báðum megin við borðið. Ég þekki það sjálfur vel, en minni æsku var rænt af sams konar fólki sem situr uppi í fílabeinsturnum og talar nú hátt um réttindi barna. Hinn blákaldi veruleiki á gólfinu er þeim ókunnugur. Þeir skilja ekki að baráttan er oft hörð og ekki er alltaf hægt að fylgja reglunum til hins ýtrasta. Það er engin einhlít skýring á því hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru í dag. Ástæðurnar eru margþættar og það að leita sökudólga í hverju horni mun ekki gera okkur neitt gagn, og allra síst það að hafa hlutina í æsifréttastíl dag eftir dag. Grjótharður veruleiki Það er rangt að halda að þessi börn, sem eiga við hvað alvarlegastan vanda að stríða, séu öll einhver „grey“. Mörg þeirra eru langt frá því að vera lömb, eins og ég veit af minni reynslu. Með hækkun sjálfræðisaldurs komu stærri og sterkari einstaklingar til meðferðar. Sumir þeirra hafa komið við fangelsiskerfið sem fullorðnir einstaklingar og fangaverðir kvarta undan ofbeldi af hendi þeirra í dag. Ég hef sjálfur lent í nokkrum atvikum þar sem spurningin „hvað fór úrskeiðis?“ er fáránleg. Eitt atvik var þegar 17 ára drengur, þrjátíu kílóum þyngri og höfðinu hærri en ég, stóð með örbylgjuofn yfir höfði sínu og hótaði að kasta honum í andlitið á mér þegar honum voru sett eðlileg mörk. Sem betur fer endaði ofninn á því að fara í gegnum glugga í eldhúsinu en ekki í andlitið á mér. Í öðru atviki trylltist unglingur, eyðilagði herbergið nánast og stóð með risastórt glerbrot við hurðina, tilbúinn til að stinga hvern sem kæmi inn. Lögreglan þurfti að nota piparúða og skyldi til að yfirbuga hann, rétt eins og þrír lögreglumenn þurftu til að yfirbuga drenginn með örbylgjuofninn. Að setja ramma Þetta eru ekki allt saklaus grey sem koma til meðferðar en það er látið hljóma þannig. Ég og samstarfsfólk mitt leituðumst við að sýna þessum börnum skilning og virðingu í störfum okkar. En til að tryggja öryggi þeirra og okkar verður að vera samþykki og skilningur á því að það þarf að setja mörk og ramma til þess að hægt sé að byggja upp grundvöll til að hjálpa. Staðreyndin er hins vegar sú að stjórntækin og verkfærin sem starfsfólk hafði til að setja mörk voru tekin af þeim. Við erum orðin of upptekin við að tala um réttindi barna og kostnað heilbrigðrar skynsemi og það endurspeglast nú innan fangelsismálakerfisins með harðari og andfélagslegri föngum. Hvar skyldu þeir hafa lært slíka hegðun? Getur verið að þessi raunheimur fólks sem er í engum tengslum við þennan veruleika, sem öllu ræður, sé nú farinn að endurspeglast í fangelsiskerfinu? Er ekki orðið tímabært að sækja aftur í verkfærakistuna og setja almennileg mörk? Til þess að réttlæti geti náð fram að ganga er nauðsynlegt að heildarmyndin verði sýnd og að allir sem eiga hlut að máli fái að segja sína hlið. Ef ekki munum við áfram lifa í heimi þar sem hálfgerður sannleikur og blekkingar ráða ríkjum. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun