Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 23. september 2025 11:59 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur áhyggjur af stöðu mála í Evrópu. Vísir/Lýður Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. Fréttamaður náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er einnig starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund. Einhver viðbrögð við þessum drónum í Danmörku sem stöðvuðu flug um Kastrup í gærkvöldi? „Að sjálfsögðu lítum við þetta grafalvarlegum augum. Eins og forsætisráðherra Danmerkur segir sjálf: ,Þetta er grafalvarlegt mál'. Drónar fóru líka inn við Gardemoen í Noregi í gærkvöldi. Við vitum svosem ekki hvaðan þeir koma en auðvitað grunar mann ýmislegt, við erum að sjá að Rússar hafa verið að fara inn með dróna í Pólland og fleiri lönd,“ segir Inga. „Þetta er farið að færast nær okkur ansi mikið þannig við verðum einfaldlega að átta okkur á því að það er gjörbreytt landslag hvað lýtur að heimsmálunum og stöðu samfélaganna núna eins og staðan er.“ Eru einhver viðbrögð eða eitthvað sem þarf að gera hér á landi ef til svona árásar gæti komið? „Ég treysti utanríkisráðherranum okkar algjörlega í þeim efnum, hún er með þessi mál á sínum höndum og við styðjum hana. Það er hér verið að efla öryggisvarnir landsins eins og kostur er með tilliti til þess að við erum herlaus þjóð. Við erum í NATO og við treystum á þau bönd, við erum að styrkja samskipti okkar bæði hvað lýtur að Evrópu og vinum okkar í Bandaríkjunum,“ segir Inga. Finnst þér þetta þýða að við þurfum að herða og efla varnir okkar? „Við þurfum allavega að vera mjög vel á verði gagnvart þeirri þróun sem er að eiga sér stað núna í Evrópu,“ segir Inga. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rússland Danmörk Noregur Fréttir af flugi Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Fréttamaður náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er einnig starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund. Einhver viðbrögð við þessum drónum í Danmörku sem stöðvuðu flug um Kastrup í gærkvöldi? „Að sjálfsögðu lítum við þetta grafalvarlegum augum. Eins og forsætisráðherra Danmerkur segir sjálf: ,Þetta er grafalvarlegt mál'. Drónar fóru líka inn við Gardemoen í Noregi í gærkvöldi. Við vitum svosem ekki hvaðan þeir koma en auðvitað grunar mann ýmislegt, við erum að sjá að Rússar hafa verið að fara inn með dróna í Pólland og fleiri lönd,“ segir Inga. „Þetta er farið að færast nær okkur ansi mikið þannig við verðum einfaldlega að átta okkur á því að það er gjörbreytt landslag hvað lýtur að heimsmálunum og stöðu samfélaganna núna eins og staðan er.“ Eru einhver viðbrögð eða eitthvað sem þarf að gera hér á landi ef til svona árásar gæti komið? „Ég treysti utanríkisráðherranum okkar algjörlega í þeim efnum, hún er með þessi mál á sínum höndum og við styðjum hana. Það er hér verið að efla öryggisvarnir landsins eins og kostur er með tilliti til þess að við erum herlaus þjóð. Við erum í NATO og við treystum á þau bönd, við erum að styrkja samskipti okkar bæði hvað lýtur að Evrópu og vinum okkar í Bandaríkjunum,“ segir Inga. Finnst þér þetta þýða að við þurfum að herða og efla varnir okkar? „Við þurfum allavega að vera mjög vel á verði gagnvart þeirri þróun sem er að eiga sér stað núna í Evrópu,“ segir Inga.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rússland Danmörk Noregur Fréttir af flugi Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
„Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34