Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2025 23:43 Lögreglan dreifði þessum myndum af Guðmundi við rannsókn málsins. Lögreglan í Svíþjóð Hálfíslenski karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 63 ára konu í Akalla í Svíþjóð í október heitir Guðmundur Mogensen. Hann breytti nafninu sínu í Johan Svensson fyrir réttarhöldin sem hófust í vikunni. Á vef sænska miðilsins Expressen segir að hann hafi játað morðið og að hann sé miður sín yfir því sem gerðist. Kærasta hans og annar karlmaður eru einnig ákærð í málinu. Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins var konan sem var myrt, Kristina, móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og var morðið hefndaraðgerð vegna morðs sem sonur hennar var sakaður um að fremja í Husby í maí 2021. Sonur hennar var að enda sýknaður í málinu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Í frétt Expressen um málið kemur fram að Guðmundur hafi augljóslega, miðað við ástand hans í dómsal, misnotað vímuefni um langa hríð. Þar segir að hann sé 41 árs gamall, hafi fæðst í Hestra suður af Jönköping og að hann hafi unnið á veitingastöðum í Stokkhólmi og víðar. Í frétt mbl.is fyrr í dag kom fram að samkvæmt heimildum væri hann hálfíslenskur í móðurætt og að hann hafi varið einhverjum hluta fullorðinsára sinna á Íslandi. Guðmundur er 41 árs og hálfíslenskur. Lögreglan í Svíþjóð Í fréttinni er það einnig rakið hvernig kom til að hann myrti Kristinu. Þar segir að hann hafi fengið verkefnið í hendurnar frá einhverjum sem tengist glæpasamtökum í Dalen og hann hafi boðist til þess að ljúka verkinu í staðinn fyrir að fá kókaín. Guðmundur hafi tekið upp samtal við manninn, vistað það og krafist 300 þúsund sænskra króna fyrir að skjóta konuna eða alla fjölskyldu hennar. Í samtalinu segir maðurinn að það sé ekki þörf á að skjóta fimm ára barn en það sé í lagi ef það er 12 til 13 ára barn. Eftir það fær Mogensen sex heimilisföng og planið hans hafi verið að skjóta þann fyrsta sem opni hurðina þegar hann kemur þangað. Kristina hafi verið síðust á listanum og þegar hún opnaði hurðina heima hjá sér skaut hann hana um leið. Játaði á Instagram Í fréttinni segir að í kjölfarið hafi kærastan hans hringt í neyðarlínu og gefið upp rangar upplýsingar í tilraun til að afvegaleiða lögregluna. Tveimur vikum síðar hafi Guðmundur farið til Berlínar með kærustunni en svo nokkrum dögum síðar snúið heim og sett þá tilkynningu á Instagram að það hafi verið hann sem myrti konuna í Akalla. Hann hafi svo verið handtekinn sex dögum síðar og kærastan hans líka. Í fréttinni segir að lögregla hafi mikið magn sönnunargagna, upptöku og myndbönd auk erfðasýna sem sanni að Guðmundur sé morðinginn. Þá segir að í gær, þegar réttarhöldin hófust, hafi Guðmundur játað að hafa myrt hana en sagt að honum hafi verið hótað og óskaði eftir því að það yrði tekið til greina við ákvörðun refsingar. Erlend sakamál Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Kærasta hans og annar karlmaður eru einnig ákærð í málinu. Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins var konan sem var myrt, Kristina, móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og var morðið hefndaraðgerð vegna morðs sem sonur hennar var sakaður um að fremja í Husby í maí 2021. Sonur hennar var að enda sýknaður í málinu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Í frétt Expressen um málið kemur fram að Guðmundur hafi augljóslega, miðað við ástand hans í dómsal, misnotað vímuefni um langa hríð. Þar segir að hann sé 41 árs gamall, hafi fæðst í Hestra suður af Jönköping og að hann hafi unnið á veitingastöðum í Stokkhólmi og víðar. Í frétt mbl.is fyrr í dag kom fram að samkvæmt heimildum væri hann hálfíslenskur í móðurætt og að hann hafi varið einhverjum hluta fullorðinsára sinna á Íslandi. Guðmundur er 41 árs og hálfíslenskur. Lögreglan í Svíþjóð Í fréttinni er það einnig rakið hvernig kom til að hann myrti Kristinu. Þar segir að hann hafi fengið verkefnið í hendurnar frá einhverjum sem tengist glæpasamtökum í Dalen og hann hafi boðist til þess að ljúka verkinu í staðinn fyrir að fá kókaín. Guðmundur hafi tekið upp samtal við manninn, vistað það og krafist 300 þúsund sænskra króna fyrir að skjóta konuna eða alla fjölskyldu hennar. Í samtalinu segir maðurinn að það sé ekki þörf á að skjóta fimm ára barn en það sé í lagi ef það er 12 til 13 ára barn. Eftir það fær Mogensen sex heimilisföng og planið hans hafi verið að skjóta þann fyrsta sem opni hurðina þegar hann kemur þangað. Kristina hafi verið síðust á listanum og þegar hún opnaði hurðina heima hjá sér skaut hann hana um leið. Játaði á Instagram Í fréttinni segir að í kjölfarið hafi kærastan hans hringt í neyðarlínu og gefið upp rangar upplýsingar í tilraun til að afvegaleiða lögregluna. Tveimur vikum síðar hafi Guðmundur farið til Berlínar með kærustunni en svo nokkrum dögum síðar snúið heim og sett þá tilkynningu á Instagram að það hafi verið hann sem myrti konuna í Akalla. Hann hafi svo verið handtekinn sex dögum síðar og kærastan hans líka. Í fréttinni segir að lögregla hafi mikið magn sönnunargagna, upptöku og myndbönd auk erfðasýna sem sanni að Guðmundur sé morðinginn. Þá segir að í gær, þegar réttarhöldin hófust, hafi Guðmundur játað að hafa myrt hana en sagt að honum hafi verið hótað og óskaði eftir því að það yrði tekið til greina við ákvörðun refsingar.
Erlend sakamál Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira