Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 24. september 2025 08:00 Leigumarkaður fasteigna hér á landi er tiltölulega óþroskaður í samanburði við löndin í kringum okkur. Á undanförnum áratug hefur verkalýðshreyfingin staðið að uppbyggingu leiguíbúða þar sem húsnæði er byggt á hagkvæman hátt, án hagnaðarsjónarmiða. Þessi uppbygging hefur sýnt að það er svo sannarlega hægt að byggja húsnæði víðsvegar um landið og einnig á höfuðborgarsvæðinu á hagstæðan hátt. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir samfélagið og fjöldi fólks nýtur þess nú að geta fengið öruggt leiguhúsnæði fyrir sig og sína á hagstæðum kjörum. Því miður búa ekki allir sem eru á leigumarkaði svo vel, en nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem lagt er upp með að bæta stöðu leigjenda hér á landi. Þegar þetta frumvarp verður að lögum mun sú skylda ná til allra leigusamninga á markaði í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), enda skiptir það miklu máli að samningar sem þessir séu skráðir hjá opinberum aðilum. Í dag nær þessi skráningarskylda einungis til þeirra aðila sem hafa það að meginstarfsemi að leigja út húsnæði, en ekki til einstaklinga. Hækkun leiguverðs í tímabundnum samningum Samhliða þessum breytingum eru skilgreindar forsendur fyrir því með hvaða hætti megi hækka leiguverð á tímabundnum samningum. Ef við víkjum aftur að þroska leigumarkaðarins hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar, þá er æði algengt hérlendis að gerðir séu stuttir leigusamningar. Þessu fylgir meiri breytingar á leiguverði, meiri óstöðugleiki og eykur á sama tíma verðbólguþrýsting. Stuttir leigusamningar gera það að verkum að húsnæðisöryggi leigjenda er takmarkað, með öllum þeim áhrifum sem því fylgir. Þau eru verulega neikvæð og þá sérstaklega fyrir börn. Þegar lögunum um þetta efni var síðast breytt var sett skilyrði um ef leigusamningar væru til 12 mánaða eða skemmri tíma mætti ekki hækka leiguverð innan samningstímans. Í kjölfarið hefur 13 mánaða leigusamningum fjölgað verulega, samkvæmt HMS. Íbúðir fyrir fólk, ekki fjárfesta Verkefni okkar í stjórnmálunum á næstunni verður að fjölga þeim íbúðum hér á landi sem notaðar eru til langtímabúsetu, en ekki til atvinnustarfsemi með skammtímaleigu til ferðamanna sem hingað til lands koma. Það er óásættanlegt að einstaklingar á leigumarkaði keppi við ferðamenn um íbúðir yfir sumartímann, þar sem leiguverð hækkar oft verulega. Frumvarp sem felur í sér að skammtímaleiga í þéttbýli takmarkist við að þar eigi sá sem leigir út íbúðina með lögheimili liggur á ný fyrir Alþingi og nú ætlum við að klára málið. Við í Samfylkingunni boðuðum fyrir kosningar að við ætluðum að bæta stöðuna á fasteignamarkaði fyrir fólkið og tryggja fleirum öruggt húsnæði til lengri tíma. Að þessu erum við að vinna. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Samfylkingin Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Leigumarkaður fasteigna hér á landi er tiltölulega óþroskaður í samanburði við löndin í kringum okkur. Á undanförnum áratug hefur verkalýðshreyfingin staðið að uppbyggingu leiguíbúða þar sem húsnæði er byggt á hagkvæman hátt, án hagnaðarsjónarmiða. Þessi uppbygging hefur sýnt að það er svo sannarlega hægt að byggja húsnæði víðsvegar um landið og einnig á höfuðborgarsvæðinu á hagstæðan hátt. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir samfélagið og fjöldi fólks nýtur þess nú að geta fengið öruggt leiguhúsnæði fyrir sig og sína á hagstæðum kjörum. Því miður búa ekki allir sem eru á leigumarkaði svo vel, en nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem lagt er upp með að bæta stöðu leigjenda hér á landi. Þegar þetta frumvarp verður að lögum mun sú skylda ná til allra leigusamninga á markaði í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), enda skiptir það miklu máli að samningar sem þessir séu skráðir hjá opinberum aðilum. Í dag nær þessi skráningarskylda einungis til þeirra aðila sem hafa það að meginstarfsemi að leigja út húsnæði, en ekki til einstaklinga. Hækkun leiguverðs í tímabundnum samningum Samhliða þessum breytingum eru skilgreindar forsendur fyrir því með hvaða hætti megi hækka leiguverð á tímabundnum samningum. Ef við víkjum aftur að þroska leigumarkaðarins hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar, þá er æði algengt hérlendis að gerðir séu stuttir leigusamningar. Þessu fylgir meiri breytingar á leiguverði, meiri óstöðugleiki og eykur á sama tíma verðbólguþrýsting. Stuttir leigusamningar gera það að verkum að húsnæðisöryggi leigjenda er takmarkað, með öllum þeim áhrifum sem því fylgir. Þau eru verulega neikvæð og þá sérstaklega fyrir börn. Þegar lögunum um þetta efni var síðast breytt var sett skilyrði um ef leigusamningar væru til 12 mánaða eða skemmri tíma mætti ekki hækka leiguverð innan samningstímans. Í kjölfarið hefur 13 mánaða leigusamningum fjölgað verulega, samkvæmt HMS. Íbúðir fyrir fólk, ekki fjárfesta Verkefni okkar í stjórnmálunum á næstunni verður að fjölga þeim íbúðum hér á landi sem notaðar eru til langtímabúsetu, en ekki til atvinnustarfsemi með skammtímaleigu til ferðamanna sem hingað til lands koma. Það er óásættanlegt að einstaklingar á leigumarkaði keppi við ferðamenn um íbúðir yfir sumartímann, þar sem leiguverð hækkar oft verulega. Frumvarp sem felur í sér að skammtímaleiga í þéttbýli takmarkist við að þar eigi sá sem leigir út íbúðina með lögheimili liggur á ný fyrir Alþingi og nú ætlum við að klára málið. Við í Samfylkingunni boðuðum fyrir kosningar að við ætluðum að bæta stöðuna á fasteignamarkaði fyrir fólkið og tryggja fleirum öruggt húsnæði til lengri tíma. Að þessu erum við að vinna. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun