Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Hinrik Wöhler skrifar 28. september 2025 15:00 Eyjamenn léku á alls oddi á Ísafirði í dag. Vísir/Pawel Cieslikiewicz ÍBV valtaði yfir Vestra á Ísafirði í dag í leik neðri hluta Bestu deildar karla. Leikurinn var einstefna af hálfu Eyjamanna og endaði með 5-0 sigri. Eyjamenn voru ekki lengi að brjóta ísinn en á 10. mínútu skoraði Sigurður Arnar Magnússon fyrsta mark leiksins. Alex Freyr Hilmarsson tók aukaspyrnu og gaf hnitmiðaða sendingu á hausinn á Sigurði Arnari og hann skallaði boltann í netið af stuttu færi. Oliver Heiðarsson var ekki langt frá því að bæta við marki á 23. mínútu þegar hann slapp inn fyrir vörn Vestra. Guy Smit, markvörður Vestra, var snöggur að bregðast við og varði skot Olivers af stuttu færi. Á 40. mínútu urðu Vestramenn sekir um slæm mistök þegar Diego Montiel ætlaði að senda til baka á Guy Smit í marki Vestra. Sendingin var slök og Hermann Þór Ragnarsson komst inn í sendinguna. Eftirleikurinn var auðveldur en Hermann lék á Guy Smit og renndi boltanum auðveldalega í netið. Eyjamenn voru ekki hættir í fyrri hálfleik og í uppbótartíma bætti Hermann Þór við þriðja marki ÍBV. Oliver Heiðarsson komst í álitlega stöðu hægra megin í vítateignum og gaf lága fyrirgjöf fyrir markið. Þar var Hermann Þór mættur og potaði boltanum í netið. Gestirnir ráku síðan smiðshöggið á frábæran fyrri hálfleik með fjórða markinu þegar fjórar mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. Títtnefndur Hermann Þór Ragnarsson gaf laglega sendingu með hælnum inn fyrir vörn Vestramanna. Þar var Oliver Heiðarsson mættur á sprettinum og skaut boltanum fram hjá Guy Smit í marki Vestra. Ótrúlegur fyrri hálfleikur á Ísafirði en Eyjamenn leiddu 4-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Seinni hálfleikur var fremur rólegur og lítið um færi. Gestirnir komu boltanum í netið á 72. mínútu en Hermann Þór Ragnarsson var dæmdur rangstæður og markið stóð ekki. Hermanni tókst þó að fullkomna þrennuna á 84. mínútu þegar Vicente Valor gaf boltann inn fyrir vörn Vestra. Þar var Þorlákur Breki Baxter mættur á ferðinni upp hægri vænginn og gaf síðan fyrir á Hermann sem kláraði færið örugglega. Eyjamenn fögnuðu stórsigri á Ísafirði í leikslok og eru í góðum málum í neðri hluta Bestu deildarinnar. Á meðan blasir mikil fallbarátta við Vestramönnum þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Atvik leiksins Eyjamenn gerðu út um vonir Vestra með frábærum kafla í lok fyrri hálfleiks. Á þremur mínútum skoruðu gestirnir tvö mörk og gengu þar með algjörlega frá leiknum.Stjörnur og skúrkarHermann Þór Ragnarsson var allt í öllu í liði ÍBV. Hann fullkomnaði þrennuna á 84. mínútu en átti einnig glæsilega stoðsendingu á Oliver Heiðarsson í fjórða markinu. Óaðfinnanleg frammistaða hjá Hermanni á Ísafirði í dag.Oliver Heiðarsson var einnig sprækur í liði gestanna og skilaði bæði marki og stoðsendingu.Það voru fáir jákvæðir punktar hjá Vestramönnum í leiknum í dag. Eyjamenn áttu ansi auðvelt með að brjóta sér leið í gegnum vörn heimamanna og meðal annars gerði Diego Montiel slæm mistök í öðru marki ÍBV þegar hann gaf mark á silfurfati.DómararGunnar Oddur Hafliðason dæmdi leikinn á Ísafirði í dag og gerði það vel. Leikurinn var án stórra vafaatriða og fær dómari leiksins fyrstu einkunn. Besta deild karla Vestri ÍBV
ÍBV valtaði yfir Vestra á Ísafirði í dag í leik neðri hluta Bestu deildar karla. Leikurinn var einstefna af hálfu Eyjamanna og endaði með 5-0 sigri. Eyjamenn voru ekki lengi að brjóta ísinn en á 10. mínútu skoraði Sigurður Arnar Magnússon fyrsta mark leiksins. Alex Freyr Hilmarsson tók aukaspyrnu og gaf hnitmiðaða sendingu á hausinn á Sigurði Arnari og hann skallaði boltann í netið af stuttu færi. Oliver Heiðarsson var ekki langt frá því að bæta við marki á 23. mínútu þegar hann slapp inn fyrir vörn Vestra. Guy Smit, markvörður Vestra, var snöggur að bregðast við og varði skot Olivers af stuttu færi. Á 40. mínútu urðu Vestramenn sekir um slæm mistök þegar Diego Montiel ætlaði að senda til baka á Guy Smit í marki Vestra. Sendingin var slök og Hermann Þór Ragnarsson komst inn í sendinguna. Eftirleikurinn var auðveldur en Hermann lék á Guy Smit og renndi boltanum auðveldalega í netið. Eyjamenn voru ekki hættir í fyrri hálfleik og í uppbótartíma bætti Hermann Þór við þriðja marki ÍBV. Oliver Heiðarsson komst í álitlega stöðu hægra megin í vítateignum og gaf lága fyrirgjöf fyrir markið. Þar var Hermann Þór mættur og potaði boltanum í netið. Gestirnir ráku síðan smiðshöggið á frábæran fyrri hálfleik með fjórða markinu þegar fjórar mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. Títtnefndur Hermann Þór Ragnarsson gaf laglega sendingu með hælnum inn fyrir vörn Vestramanna. Þar var Oliver Heiðarsson mættur á sprettinum og skaut boltanum fram hjá Guy Smit í marki Vestra. Ótrúlegur fyrri hálfleikur á Ísafirði en Eyjamenn leiddu 4-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Seinni hálfleikur var fremur rólegur og lítið um færi. Gestirnir komu boltanum í netið á 72. mínútu en Hermann Þór Ragnarsson var dæmdur rangstæður og markið stóð ekki. Hermanni tókst þó að fullkomna þrennuna á 84. mínútu þegar Vicente Valor gaf boltann inn fyrir vörn Vestra. Þar var Þorlákur Breki Baxter mættur á ferðinni upp hægri vænginn og gaf síðan fyrir á Hermann sem kláraði færið örugglega. Eyjamenn fögnuðu stórsigri á Ísafirði í leikslok og eru í góðum málum í neðri hluta Bestu deildarinnar. Á meðan blasir mikil fallbarátta við Vestramönnum þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Atvik leiksins Eyjamenn gerðu út um vonir Vestra með frábærum kafla í lok fyrri hálfleiks. Á þremur mínútum skoruðu gestirnir tvö mörk og gengu þar með algjörlega frá leiknum.Stjörnur og skúrkarHermann Þór Ragnarsson var allt í öllu í liði ÍBV. Hann fullkomnaði þrennuna á 84. mínútu en átti einnig glæsilega stoðsendingu á Oliver Heiðarsson í fjórða markinu. Óaðfinnanleg frammistaða hjá Hermanni á Ísafirði í dag.Oliver Heiðarsson var einnig sprækur í liði gestanna og skilaði bæði marki og stoðsendingu.Það voru fáir jákvæðir punktar hjá Vestramönnum í leiknum í dag. Eyjamenn áttu ansi auðvelt með að brjóta sér leið í gegnum vörn heimamanna og meðal annars gerði Diego Montiel slæm mistök í öðru marki ÍBV þegar hann gaf mark á silfurfati.DómararGunnar Oddur Hafliðason dæmdi leikinn á Ísafirði í dag og gerði það vel. Leikurinn var án stórra vafaatriða og fær dómari leiksins fyrstu einkunn.