„Þau eru að herja á börnin okkar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2025 21:33 Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Sigurjón Þingmaður kallar eftir breytingum á lögum um veðmál á erlendum vefsíðum. Óbreytt ástand verði til þess að fleiri lendi í vandræðum með spilafíkn og að ungir karlmenn séu í mestri hættu. Á þingi í dag var sérstök umræða um ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Umræðurnar snerust að öllu leyti að erlendum veðmálasíðum, sem mega lögum samkvæmt ekki starfa hér á landi. Samt sem áður er áætlað að Íslendingar veðji fyrir tæpa níu milljarða á ári hverju á þessum síðum. Erlendu fyrirtækin greiða ekki skatt á Íslandi og því fer allur peningurinn úr landi. Þá spila 86 prósent þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilafíknar, á netinu. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, segir það þurfa að hafa varann á, sérstaklega þegar ungt fólk er farið sækja síðurnar í auknu mæli. „Fólk hefur áhyggjur af þessu og áttar sig á því að þessu fer vaxandi. Meginmálið er að þessar síður fúnkera þannig að markaðselementið er svo ótrúlega sterkt og þau eru ótrúlega góð í því sem þau gera, en þau eru að herja á börnin okkar,“ segir Sigurþóra. Ósammála um hvað skal gera Þingmenn allra flokka nema Framsóknar létu í sér kveða í umræðunum og voru allir sammála um að það þurfi að bregðast við stöðunni. Þó var lítil samstaða með hvaða aðgerðir á að fara í. Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum um fjárhættuspil síðan 2011. „Auðvitað er fólk með örlítið mismunandi áherslur. Við getum farið að leyfa, reyna að skattleggja og slíkt eða farið að banna allt. Ég held að lausnin sé þarna í miðjunni eins og Norðurlöndin hafa gert,“ segir Sigurþóra. Ungir karlmenn viðkvæmari Óbreytt ástand hafi slæm áhrif. „Ég hef áhyggjur af því að þetta vaxi og vaxi. Ungir karlmenn eru langstærsti hópurinn sem lendir í vandræðum með þessa spilun. Bæði því þeir spila meira en aðrir hópar og að það virðist sem svo að þeir séu viðkvæmari fyrir því að lenda í spilavanda,“ segir Sigurþóra. Fjárhættuspil Samfylkingin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Á þingi í dag var sérstök umræða um ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Umræðurnar snerust að öllu leyti að erlendum veðmálasíðum, sem mega lögum samkvæmt ekki starfa hér á landi. Samt sem áður er áætlað að Íslendingar veðji fyrir tæpa níu milljarða á ári hverju á þessum síðum. Erlendu fyrirtækin greiða ekki skatt á Íslandi og því fer allur peningurinn úr landi. Þá spila 86 prósent þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilafíknar, á netinu. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, segir það þurfa að hafa varann á, sérstaklega þegar ungt fólk er farið sækja síðurnar í auknu mæli. „Fólk hefur áhyggjur af þessu og áttar sig á því að þessu fer vaxandi. Meginmálið er að þessar síður fúnkera þannig að markaðselementið er svo ótrúlega sterkt og þau eru ótrúlega góð í því sem þau gera, en þau eru að herja á börnin okkar,“ segir Sigurþóra. Ósammála um hvað skal gera Þingmenn allra flokka nema Framsóknar létu í sér kveða í umræðunum og voru allir sammála um að það þurfi að bregðast við stöðunni. Þó var lítil samstaða með hvaða aðgerðir á að fara í. Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum um fjárhættuspil síðan 2011. „Auðvitað er fólk með örlítið mismunandi áherslur. Við getum farið að leyfa, reyna að skattleggja og slíkt eða farið að banna allt. Ég held að lausnin sé þarna í miðjunni eins og Norðurlöndin hafa gert,“ segir Sigurþóra. Ungir karlmenn viðkvæmari Óbreytt ástand hafi slæm áhrif. „Ég hef áhyggjur af því að þetta vaxi og vaxi. Ungir karlmenn eru langstærsti hópurinn sem lendir í vandræðum með þessa spilun. Bæði því þeir spila meira en aðrir hópar og að það virðist sem svo að þeir séu viðkvæmari fyrir því að lenda í spilavanda,“ segir Sigurþóra.
Fjárhættuspil Samfylkingin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira