Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2025 09:02 Stjörnukonur fagna sigurmarkinu gegn Breiðabliki í gærkvöld. vísir/Diego Það voru skoruð mögnuð mörk í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöld og nóg um að vera. Stjarnan frestaði Íslandsmeistarafögnuði Breiðabliks, Þróttur var 2-1 undir gegn Víkingi í uppbótartíma en vann, FH og Valur skildu jöfn og Þór/KA tryggði sæti sitt. Breiðablik hefði með sigri í gær getað orðið Íslandsmeistari annað árið í röð en Stjörnunni tókst að verða annað liðið í ár, á eftir FH, til að vinna Blika. Slæm meiðsli Elínar Helenu Karlsdóttur settu svartan blett á leikinn en breyta því ekki að Garðbæingar unnu 2-1, þrátt fyrir að hafa lent undir eftir mark Samönthu Smith. Stjarnan hefur verið að bjóða upp á leiftrandi skyndisóknir og þær Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir og Birna Jóhannsdóttir skoruðu mörk liðsins í seinni hálfleik. Í Laugardalnum var heldur betur dramatík og má hin 19 ára unglingalandsliðskona Bergdís Sveinsdóttir vera svekkt að tvö glæsimörk hennar skyldu ekki skila Víkingi neinum stigum. Katie Cousins hafði komið Þrótti yfir í leiknumen Bergdís kom Víkingi í 2-1 á 85. mínútu, rétt eftir að Jelena Tinna Kujundzic, miðvörður Þróttar, fékk rautt spjald. Manni færri skoraði Þróttur, eða réttara sagt Kayla Rollins, tvö mörk í uppbótartímanum og ótrúlegur sigur Þróttara staðreynd. Sigur Þróttar og 1-1 jafntefli FH við Val þýðir að FH og Þróttur eru nú jöfn að stigum í 2.-3. sæti en FH með betri markatölu, í harðri baráttu liðanna um Evrópusæti. Fanndís Friðriksdóttir skoraði sitt fjórða mark í mánuðinum með fallegu skoti en Thelma Karen Pálmadóttir jafnaði metin fyrir FH eftir að hafa stolið boltanum af Málfríði Önnu Eiríksdóttur. Tindastóll er svo kominn í afar erfiða stöðu í fallsæti, eftir 3-0 tap gegn Þór/KA í Boganum sem jafnframt þýðir að Þór/KA er öruggt um áframhaldandi veru í deildinni. Ellie Moreno, Sonja Björg Sigurðardóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir skoruðu mörk Akureyringa í þessum kærkomna sigri. Besta deild kvenna Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Breiðablik hefði með sigri í gær getað orðið Íslandsmeistari annað árið í röð en Stjörnunni tókst að verða annað liðið í ár, á eftir FH, til að vinna Blika. Slæm meiðsli Elínar Helenu Karlsdóttur settu svartan blett á leikinn en breyta því ekki að Garðbæingar unnu 2-1, þrátt fyrir að hafa lent undir eftir mark Samönthu Smith. Stjarnan hefur verið að bjóða upp á leiftrandi skyndisóknir og þær Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir og Birna Jóhannsdóttir skoruðu mörk liðsins í seinni hálfleik. Í Laugardalnum var heldur betur dramatík og má hin 19 ára unglingalandsliðskona Bergdís Sveinsdóttir vera svekkt að tvö glæsimörk hennar skyldu ekki skila Víkingi neinum stigum. Katie Cousins hafði komið Þrótti yfir í leiknumen Bergdís kom Víkingi í 2-1 á 85. mínútu, rétt eftir að Jelena Tinna Kujundzic, miðvörður Þróttar, fékk rautt spjald. Manni færri skoraði Þróttur, eða réttara sagt Kayla Rollins, tvö mörk í uppbótartímanum og ótrúlegur sigur Þróttara staðreynd. Sigur Þróttar og 1-1 jafntefli FH við Val þýðir að FH og Þróttur eru nú jöfn að stigum í 2.-3. sæti en FH með betri markatölu, í harðri baráttu liðanna um Evrópusæti. Fanndís Friðriksdóttir skoraði sitt fjórða mark í mánuðinum með fallegu skoti en Thelma Karen Pálmadóttir jafnaði metin fyrir FH eftir að hafa stolið boltanum af Málfríði Önnu Eiríksdóttur. Tindastóll er svo kominn í afar erfiða stöðu í fallsæti, eftir 3-0 tap gegn Þór/KA í Boganum sem jafnframt þýðir að Þór/KA er öruggt um áframhaldandi veru í deildinni. Ellie Moreno, Sonja Björg Sigurðardóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir skoruðu mörk Akureyringa í þessum kærkomna sigri.
Besta deild kvenna Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira