Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar 26. september 2025 12:30 Á síðustu misserum hefur umræða um verndarsvæði í hafi aukist á Íslandi. Hvatinn er samkomulag aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna um að auka svæðisbundna vernd í hafinu. Markmiðið er að 30% hafsvæða falli undir aðgerðir sem stuðla að viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir 2030. Sjávarútvegur er stór hagaðili á hafinu í kringum Ísland, hefur mikla staðþekkingu og margir fiskistofnar á Íslandsmiðum eru undir styrkri stjórn. Það er því ekki nema eðlilegt að einhverjir velti því fyrir sér hvort við getum ekki bara byggt 30 x 30 svæðisvernd á núverandi svæðisbundnum aðgerðum innan fiskveiðistjórnunarkerfisins? Frá sjónarhorni fiskifræðinnar hefur okkur gengið vel að stýra veiðiálagi á okkar helstu fiskistofna. Þessi árangur byggir á mörgum þáttum en ekki síst því að Íslendingar hafa almennt verið sammála um mikilvægi þess að viðhalda veiðistofnum í hafinu í kringum landið. Sögulegir atburðir hafa líka hjálpað, t.d. urðu Íslendingar almennt mótfallnir botnvörpuveiðum í lögsögunni. Þjóðin ávann sér virðingu á alþjóðavettvangi ekki síst byggt á þeirri staðreynd að Íslendingar náðu á seinni hluta tuttugustu aldar að forðast algjört hrun lykilstofna, eins og þorsksins. Það náðist reyndar alls ekki sársaukalaust heldur fól í sér erfiðar aðgerðir og uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Árangurinn hefur heldur ekki staðið undir væntingum allra. Landaður afli þorsks er enn mun lægri en hann var á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þessar aðgerðir og fiskveiðistjórnunin sem á eftir fylgdi byggðu fyrst og fremst á fiskifræðilegum forsendum. Markmiðið var að hámarka afla lykiltegunda án skaða fyrir stofnana. Á síðari árum hefur orðið aukin áhersla á annars konar stýringu og hugtakið vistkerfisnálgun heyrist í auknum mæli. Vistkerfisnálgun í samhengi við fiskveiðistjórnum felur í sér viðurkenningu á því að nýting sjávarauðlinda hefur áhrif umfram þann stofn sem er nýttur. Þannig hafa t.d. veiðar á loðnu mögulega áhrif á þorsk, ekki er hægt að komast hjá skaðlegum áhrifum á meðafla og botnvörpuveiðar geta skaðað samfélög hryggleysinga og sjávargróðurs. Þetta eru einungis fá dæmi. Eðli málsins samkvæmt krefst full vistkerfisnálgun gífurlegs magns af áræðanlegum gögnum enda eru margar tegundir og samfélög undir. Þetta flækjustig er helsta ástæða þess að vistkerfisnálgun er sjaldan beitt tölulega til ráðgjafar, enda gildir það almennt um töluleg líkön að þau eru ekki betri en gögnin sem liggja að baki. Það má líka færa rök fyrir því að sá fjöldi áræðanlegra einstofna líkana sem unnið er með í dag skili ásættanlegum árangri í að viðhalda jafnvægi í líffríkinu. Sumir vilja meina að þessi vöktun sé þegar nægilega sterkur metill á það hvort vistkerfi hafsins í kringum Ísland séu í góðu ástandi. Hér er mikilvægt að staldra við og muna að jafnvel þó að vistkerfisnálgun í fiskveiðistjórnun taki mið af víðari áhrifum nýtingar er áhersla hennar er fyrst og fremst á stjórn veiðanna. Hún nær því aldrei utan um allt það fjölbreytta lífríki og þá ólíku hagsmuni sem móta heildarskipulag hafsins. Niðurstaðan er að þrátt fyrir að fiskveiðistjórnun við Ísland virki vel, og vistkerfisnálgun verði í auknum mæli innleidd, getur fiskveiðistjórnun ekki verið eini grundvöllur hafskipulags Íslands til framtíðar. Nýting á hafinu verður sífellt fjölbreyttari og hagaðilarnar fleiri. Umræðan á alþjóðavettvangi er líka að breytast. Líffræðileg fjölbreytni verður aldrei metin byggt á fiski eingöngu. Til framtíðar ættum við að byggja á því sem vel hefur verið gert en skipa okkur nýjan sess sem leiðandi í málefnum hafsins á breiðari grunni. Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hefur umræða um verndarsvæði í hafi aukist á Íslandi. Hvatinn er samkomulag aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna um að auka svæðisbundna vernd í hafinu. Markmiðið er að 30% hafsvæða falli undir aðgerðir sem stuðla að viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir 2030. Sjávarútvegur er stór hagaðili á hafinu í kringum Ísland, hefur mikla staðþekkingu og margir fiskistofnar á Íslandsmiðum eru undir styrkri stjórn. Það er því ekki nema eðlilegt að einhverjir velti því fyrir sér hvort við getum ekki bara byggt 30 x 30 svæðisvernd á núverandi svæðisbundnum aðgerðum innan fiskveiðistjórnunarkerfisins? Frá sjónarhorni fiskifræðinnar hefur okkur gengið vel að stýra veiðiálagi á okkar helstu fiskistofna. Þessi árangur byggir á mörgum þáttum en ekki síst því að Íslendingar hafa almennt verið sammála um mikilvægi þess að viðhalda veiðistofnum í hafinu í kringum landið. Sögulegir atburðir hafa líka hjálpað, t.d. urðu Íslendingar almennt mótfallnir botnvörpuveiðum í lögsögunni. Þjóðin ávann sér virðingu á alþjóðavettvangi ekki síst byggt á þeirri staðreynd að Íslendingar náðu á seinni hluta tuttugustu aldar að forðast algjört hrun lykilstofna, eins og þorsksins. Það náðist reyndar alls ekki sársaukalaust heldur fól í sér erfiðar aðgerðir og uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Árangurinn hefur heldur ekki staðið undir væntingum allra. Landaður afli þorsks er enn mun lægri en hann var á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þessar aðgerðir og fiskveiðistjórnunin sem á eftir fylgdi byggðu fyrst og fremst á fiskifræðilegum forsendum. Markmiðið var að hámarka afla lykiltegunda án skaða fyrir stofnana. Á síðari árum hefur orðið aukin áhersla á annars konar stýringu og hugtakið vistkerfisnálgun heyrist í auknum mæli. Vistkerfisnálgun í samhengi við fiskveiðistjórnum felur í sér viðurkenningu á því að nýting sjávarauðlinda hefur áhrif umfram þann stofn sem er nýttur. Þannig hafa t.d. veiðar á loðnu mögulega áhrif á þorsk, ekki er hægt að komast hjá skaðlegum áhrifum á meðafla og botnvörpuveiðar geta skaðað samfélög hryggleysinga og sjávargróðurs. Þetta eru einungis fá dæmi. Eðli málsins samkvæmt krefst full vistkerfisnálgun gífurlegs magns af áræðanlegum gögnum enda eru margar tegundir og samfélög undir. Þetta flækjustig er helsta ástæða þess að vistkerfisnálgun er sjaldan beitt tölulega til ráðgjafar, enda gildir það almennt um töluleg líkön að þau eru ekki betri en gögnin sem liggja að baki. Það má líka færa rök fyrir því að sá fjöldi áræðanlegra einstofna líkana sem unnið er með í dag skili ásættanlegum árangri í að viðhalda jafnvægi í líffríkinu. Sumir vilja meina að þessi vöktun sé þegar nægilega sterkur metill á það hvort vistkerfi hafsins í kringum Ísland séu í góðu ástandi. Hér er mikilvægt að staldra við og muna að jafnvel þó að vistkerfisnálgun í fiskveiðistjórnun taki mið af víðari áhrifum nýtingar er áhersla hennar er fyrst og fremst á stjórn veiðanna. Hún nær því aldrei utan um allt það fjölbreytta lífríki og þá ólíku hagsmuni sem móta heildarskipulag hafsins. Niðurstaðan er að þrátt fyrir að fiskveiðistjórnun við Ísland virki vel, og vistkerfisnálgun verði í auknum mæli innleidd, getur fiskveiðistjórnun ekki verið eini grundvöllur hafskipulags Íslands til framtíðar. Nýting á hafinu verður sífellt fjölbreyttari og hagaðilarnar fleiri. Umræðan á alþjóðavettvangi er líka að breytast. Líffræðileg fjölbreytni verður aldrei metin byggt á fiski eingöngu. Til framtíðar ættum við að byggja á því sem vel hefur verið gert en skipa okkur nýjan sess sem leiðandi í málefnum hafsins á breiðari grunni. Höfundur er líffræðingur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun