Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2025 16:12 Lai Ching-te, forseti Taívan. Einn hinna dæmdu var aðstoðarmaður hans. Getty/Annabelle Chih Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta Taívan og þrír aðrir sem störfuðu fyrir stjórnarflokk landsins hafa verið dæmdir fyrir njósnir. Mennirnir eru sagðir hafa njósnað fyrir Kína og voru þeir dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsi. Einn mannanna starfaði í utanríkisráðuneyti Taívan, undir stjórn Joseph Wu, sem stýrir nú vörnum eyríkisins. Huang Chu-jung, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarfulltrúa Taipei, var einnig dæmdur fyrir njósnir en hann fékk tíu ára fangelsisdóm. Saksóknarar höfðu farið fram á átján ára dóm gegn honum, þar sem hann er sagður hafa leitt hópinn. Samkvæmt frétt BBC eru mennirnir sakaðir um að hafa njósnað fyrir Kínverja um langt skeið og að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum með kínverskum njósnurum. Huang sendi mennina út til að öðlast leynilegar upplýsingar sem hann sendi svo til Kína í dulkóðuðu formi með sérstökum hugbúnaði. Í staðinn fengu mennirnir greitt töluvert af peningum. Á undanförnum árum hafa margir háttsettir embættismenn í Taívan verið sakaðir um og dæmdir fyrir njósnir. Heita því að ná tökum á Taívan Ráðamenn í Kína gera tilkall til Taívan og hafa heitið því að sameina eyríkið við meginlandið og að gera það með valdi ef svo þarf. Xi hefur sjálfur sagt þetta og segja embættismenn í Bandaríkjunum að hann hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Undanfarin ár hefur herafli Kína gengist umfangsmikla nútímavæðingu og endurbætur og hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Valdajafnvægi herafla ríkjanna hefur breyst töluvert í gegnum árin. Fá tækni og þjálfun frá Rússum Sérfræðingar bresku hernaðarhugveitunnar Royal united services institute, sögðu frá því í skýrslu sem birt var í dag að ráðamenn í Rússlandi hafi selt Kínverjum tækni og sent þjálfara til Kína sem ætlað er að auðvelda þeim að ná tökum á Taívan. Rusi er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Í skýrslu RUSI, sem byggir á gögnum frá bæði Rússlandi og Kína sem tölvuþrjótar komu höndum yfir, segir að tækni þessi og þjálfunin snúi að því að auðvelda Kínverjum að varpa bæði mönnum og bryndrekum úr lofti í fallhlífum. Þó hernaðargeta Kínverja hafi aukist til muna á undanförnum árum og þeir standi Rússum framar á flestum sviðum, hafa Rússar mun meiri reynslu af fallhlífarhernaði og tækni sem Kínverja skortir, samkvæmt skýrslu RUSI. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kínverjar gætu náð tökum á flugvöllum í Taívan með fallhlífarhermönnum og þannig gætu þeir flutt mikinn fjölda hermanna og hergögn bakvið varnarlínur Taívana. Taívan Kína Tengdar fréttir Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. 19. september 2025 14:20 Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. 12. júní 2025 10:32 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Einn mannanna starfaði í utanríkisráðuneyti Taívan, undir stjórn Joseph Wu, sem stýrir nú vörnum eyríkisins. Huang Chu-jung, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarfulltrúa Taipei, var einnig dæmdur fyrir njósnir en hann fékk tíu ára fangelsisdóm. Saksóknarar höfðu farið fram á átján ára dóm gegn honum, þar sem hann er sagður hafa leitt hópinn. Samkvæmt frétt BBC eru mennirnir sakaðir um að hafa njósnað fyrir Kínverja um langt skeið og að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum með kínverskum njósnurum. Huang sendi mennina út til að öðlast leynilegar upplýsingar sem hann sendi svo til Kína í dulkóðuðu formi með sérstökum hugbúnaði. Í staðinn fengu mennirnir greitt töluvert af peningum. Á undanförnum árum hafa margir háttsettir embættismenn í Taívan verið sakaðir um og dæmdir fyrir njósnir. Heita því að ná tökum á Taívan Ráðamenn í Kína gera tilkall til Taívan og hafa heitið því að sameina eyríkið við meginlandið og að gera það með valdi ef svo þarf. Xi hefur sjálfur sagt þetta og segja embættismenn í Bandaríkjunum að hann hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Undanfarin ár hefur herafli Kína gengist umfangsmikla nútímavæðingu og endurbætur og hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Valdajafnvægi herafla ríkjanna hefur breyst töluvert í gegnum árin. Fá tækni og þjálfun frá Rússum Sérfræðingar bresku hernaðarhugveitunnar Royal united services institute, sögðu frá því í skýrslu sem birt var í dag að ráðamenn í Rússlandi hafi selt Kínverjum tækni og sent þjálfara til Kína sem ætlað er að auðvelda þeim að ná tökum á Taívan. Rusi er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Í skýrslu RUSI, sem byggir á gögnum frá bæði Rússlandi og Kína sem tölvuþrjótar komu höndum yfir, segir að tækni þessi og þjálfunin snúi að því að auðvelda Kínverjum að varpa bæði mönnum og bryndrekum úr lofti í fallhlífum. Þó hernaðargeta Kínverja hafi aukist til muna á undanförnum árum og þeir standi Rússum framar á flestum sviðum, hafa Rússar mun meiri reynslu af fallhlífarhernaði og tækni sem Kínverja skortir, samkvæmt skýrslu RUSI. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kínverjar gætu náð tökum á flugvöllum í Taívan með fallhlífarhermönnum og þannig gætu þeir flutt mikinn fjölda hermanna og hergögn bakvið varnarlínur Taívana.
Taívan Kína Tengdar fréttir Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. 19. september 2025 14:20 Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. 12. júní 2025 10:32 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. 19. september 2025 14:20
Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. 12. júní 2025 10:32