Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 27. september 2025 09:32 Enn og aftur koma upp á yfirborðið mansalsmál hér á landi. Fréttaskýringarþátturinn Kveikur upplýsti í vikunni um fjölda mála sem tengd er starfsemi nagla- og snyrtistofum. Ég vil byrja á því að hrósa eftirlitsaðilum fyrir það að koma upp um þessi tilvik sem fram hafa komið en á undanförnum misserum hefur vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna innan Alþýðusambands Íslands verið sérstaklega mikilvægur drifkraftur í að upplýsa um mál sem þessi. Hlutverk opinberra aðila í eftirliti og eftirfylgni er jafnframt mikilvægt enda hafa þeir aðilar ríkari heimildir til aðgerða og því þarf samstarf á milli þessara aðila að vera gott. Gleymum því ekki að staða einstaklinga sem eru föst í þessum aðstæðum er sérstaklega viðkvæm enda fólkið varnarlaust með lítið stuðningsnet og mikilvægt er að standa við bakið á þeim. Samfélagið þarf að draga lærdóm af þeim málum sem hafa komið fram og bæta úr reglum og lögum sé þess þörf en einnig að efla eftirlit og auka heimildir til inngripa. Brot á lögum um handiðnað Í mörgum tilfellum kom fram að rekstraraðilar sem stunduðu brotastarfsemi gagnvart starfsfólki sínu höfðu ekki uppfyllt allar kröfur til þess að standa að þessum rekstri. Því hefði ég talið að tiltölulega auðvelt ætti að fylgjast með rekstri slíkra fyrirtækja og stöðva starfsemi sem ekki uppfyllir lög og reglur. Til þess að standa í ýmissi iðnstarfsemi er gerð krafa um að rekstur sé undir stjórn meistara og því er meistarabréf grundvallarforsenda þess fá heimild til að standa í atvinnurekstri. Það er ljóst í mínum huga að nauðsynlegt er að yfirfara verkferla opinberra aðila með veitingu starfsleyfa til þess að tryggja að kröfur séu uppfylltar. Með yfirferð er bæði hægt að tryggja einfaldari veitingar á leyfum sem og auka skilvirkni í kerfum án þess að dregið sé úr kröfum. Brotastarfsemi á vinnumarkaði Það er ljóst að nauðsynlegt er að afleiðingar þess að brjóta vísvitandi á starfsfólki verði þyngri, brot þurfa að hafa raunverulegar afleiðingar fyrir gerendur. Á það bæði við um þegar rætt er um jafn alvarleg mál og mansal en einnig og sérstaklega þegar kemur að launagreiðslum, þar sem vísvitandi eru greidd of lág laun. Í umræddum tilvikum sem upplýst var um núna virðast vangoldin laun hafa verið umtalsverð, samkvæmt fulltrúum verkalýðsfélagsins. Þessu verður svo sannarlega að breyta. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Mansal Samfylkingin Lögreglumál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur koma upp á yfirborðið mansalsmál hér á landi. Fréttaskýringarþátturinn Kveikur upplýsti í vikunni um fjölda mála sem tengd er starfsemi nagla- og snyrtistofum. Ég vil byrja á því að hrósa eftirlitsaðilum fyrir það að koma upp um þessi tilvik sem fram hafa komið en á undanförnum misserum hefur vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna innan Alþýðusambands Íslands verið sérstaklega mikilvægur drifkraftur í að upplýsa um mál sem þessi. Hlutverk opinberra aðila í eftirliti og eftirfylgni er jafnframt mikilvægt enda hafa þeir aðilar ríkari heimildir til aðgerða og því þarf samstarf á milli þessara aðila að vera gott. Gleymum því ekki að staða einstaklinga sem eru föst í þessum aðstæðum er sérstaklega viðkvæm enda fólkið varnarlaust með lítið stuðningsnet og mikilvægt er að standa við bakið á þeim. Samfélagið þarf að draga lærdóm af þeim málum sem hafa komið fram og bæta úr reglum og lögum sé þess þörf en einnig að efla eftirlit og auka heimildir til inngripa. Brot á lögum um handiðnað Í mörgum tilfellum kom fram að rekstraraðilar sem stunduðu brotastarfsemi gagnvart starfsfólki sínu höfðu ekki uppfyllt allar kröfur til þess að standa að þessum rekstri. Því hefði ég talið að tiltölulega auðvelt ætti að fylgjast með rekstri slíkra fyrirtækja og stöðva starfsemi sem ekki uppfyllir lög og reglur. Til þess að standa í ýmissi iðnstarfsemi er gerð krafa um að rekstur sé undir stjórn meistara og því er meistarabréf grundvallarforsenda þess fá heimild til að standa í atvinnurekstri. Það er ljóst í mínum huga að nauðsynlegt er að yfirfara verkferla opinberra aðila með veitingu starfsleyfa til þess að tryggja að kröfur séu uppfylltar. Með yfirferð er bæði hægt að tryggja einfaldari veitingar á leyfum sem og auka skilvirkni í kerfum án þess að dregið sé úr kröfum. Brotastarfsemi á vinnumarkaði Það er ljóst að nauðsynlegt er að afleiðingar þess að brjóta vísvitandi á starfsfólki verði þyngri, brot þurfa að hafa raunverulegar afleiðingar fyrir gerendur. Á það bæði við um þegar rætt er um jafn alvarleg mál og mansal en einnig og sérstaklega þegar kemur að launagreiðslum, þar sem vísvitandi eru greidd of lág laun. Í umræddum tilvikum sem upplýst var um núna virðast vangoldin laun hafa verið umtalsverð, samkvæmt fulltrúum verkalýðsfélagsins. Þessu verður svo sannarlega að breyta. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun