Innlent

Drógu afl­vana bát í land í Nes­kaup­stað

Samúel Karl Ólason skrifar
Vel mun hafa gengið að draga fiskibátinn til hafnar.
Vel mun hafa gengið að draga fiskibátinn til hafnar. Landsbjörg

Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar í Neskaupstað var í gær kölluð út vegna aflvana báts sem staddur var um fimmtíu kílómetra norðaustur af Norðfirði. Fjórir voru um borð í fiskibátnum en engin yfirvofandi hætta var á ferð.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að Hafbjörgin hafi lagt úr höfn upp úr klukkan sex í gær. Björgunarskipinu var siglt að fiskibátnum um klukkan átta og gekk vel að draga hann til hafnar í Neskaupstað.

Þangað var skipunum siglt um klukkan eitt í nótt.

Einnig segir í tilkynningunni að Björgunarsveitin Jökull á Jökuldal hafi verið kölluð út í gærkvöldi, vegna manns sem villtist í talsverðri þoku norður af Háfjalli. Mikil þoka gerði leit erfiða þó maðurinn hafi verið í símasambandi. Hann fannst þó um klukkan tíu og fékk fylgd til byggða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×