Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Agnar Már Másson skrifar 29. september 2025 18:16 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum. Fimmtudagskvöldið 18. september — fjórum dögum áður en drónar sáust sveima yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn — fékk lögregla tilkynningu um mögulega drónaumferð yfir haftasvæði Keflavíkurflugvallar, að sögn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var tilkynnt um drónann milli klukkan 21 og 22 þetta kvöld. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á flugstöðvardeild, segir í skriflegu svari til Vísis að lögreglan hafi brugðist við útkallinu og leitað bæði innan og utan athafnarsvæðis flugvallarins með aðstoð dróna. En lögreglan fann ekki flygildið. „Lögreglan var ekki vör við grunsamlega aðila nálægt Keflavíkurflugvelli né kom auga á drónann sem tilkynnt var um,“ segir Ómar. Tilkynnt um annan dróna viku síðar Rúmlega viku síðar var aftur tilkynnt um mögulega drónaumferð á svæðinu, þegar á laugardag síðastliðinn var tilkynnt um mögulegan dróna á sveimi fyrir utan haftasvæðið síðastliðinn. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi en Rúv greindi frá atvikinu um helgina. Lögregla hafi rannsakað málið en orðið einskis vör. Frá aðgerðum lögreglunnar í Danmörku við Kastrup fyrir einmitt viku síðan.Steven Knap/Ritzau Scanpix/AP Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir við Vísi að lögreglan þurfi af og til að bregðast við tilkynningum um dróna en að engin marktæk aukning virðist hafa átt sér stað að undanförnu, þrátt fyrir aukið drónabrölt í nágrannaríkjum. „Við erum ekki að merkja neina aukningu,“ tekur Margrét fram. Skandínavar á tánum Drónabrölt hefur vakið ugg meðal íbúa á Norðurlöndum undanfarna daga en þar hafa spjótin beinst að Rússum. Danir hafa neyðst til að loka fjölda flugvalla um tíma eftir að drónum var flogið yfir þá. Drónar hafa einnig sést yfir borpöllum og öðrum stöðum í Danmörku. Forsætisráðherra Dana hefur kallað ástandið fjölþátta stríð. Í gærkvöldi flaug Danaher orrustuþotum yfir Borgundarhólm í Eystrasaltinu. Lögreglan kallaði aðgerðina fælingarviðbragð. Tvisvar í gær þurfti að snúa flugvélum í Noregi við vegna drónaumferðar, annars vegar við Brunneyjarsund og hins vegar við Bardufoss. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Í dag greindu danskir miðlar frá því að fjöldi hermanna hefði verið herkvaddur í skyndi í gær vegna drónabröltsins (TV2). Enn fremur hefur danska lögreglan aukið viðbúnað sinn gegn drónum, einnig á Grænlandi, að sögn Sermitisiaq. Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Noregur Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Rússland Fréttir af flugi Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Fimmtudagskvöldið 18. september — fjórum dögum áður en drónar sáust sveima yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn — fékk lögregla tilkynningu um mögulega drónaumferð yfir haftasvæði Keflavíkurflugvallar, að sögn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var tilkynnt um drónann milli klukkan 21 og 22 þetta kvöld. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á flugstöðvardeild, segir í skriflegu svari til Vísis að lögreglan hafi brugðist við útkallinu og leitað bæði innan og utan athafnarsvæðis flugvallarins með aðstoð dróna. En lögreglan fann ekki flygildið. „Lögreglan var ekki vör við grunsamlega aðila nálægt Keflavíkurflugvelli né kom auga á drónann sem tilkynnt var um,“ segir Ómar. Tilkynnt um annan dróna viku síðar Rúmlega viku síðar var aftur tilkynnt um mögulega drónaumferð á svæðinu, þegar á laugardag síðastliðinn var tilkynnt um mögulegan dróna á sveimi fyrir utan haftasvæðið síðastliðinn. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi en Rúv greindi frá atvikinu um helgina. Lögregla hafi rannsakað málið en orðið einskis vör. Frá aðgerðum lögreglunnar í Danmörku við Kastrup fyrir einmitt viku síðan.Steven Knap/Ritzau Scanpix/AP Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir við Vísi að lögreglan þurfi af og til að bregðast við tilkynningum um dróna en að engin marktæk aukning virðist hafa átt sér stað að undanförnu, þrátt fyrir aukið drónabrölt í nágrannaríkjum. „Við erum ekki að merkja neina aukningu,“ tekur Margrét fram. Skandínavar á tánum Drónabrölt hefur vakið ugg meðal íbúa á Norðurlöndum undanfarna daga en þar hafa spjótin beinst að Rússum. Danir hafa neyðst til að loka fjölda flugvalla um tíma eftir að drónum var flogið yfir þá. Drónar hafa einnig sést yfir borpöllum og öðrum stöðum í Danmörku. Forsætisráðherra Dana hefur kallað ástandið fjölþátta stríð. Í gærkvöldi flaug Danaher orrustuþotum yfir Borgundarhólm í Eystrasaltinu. Lögreglan kallaði aðgerðina fælingarviðbragð. Tvisvar í gær þurfti að snúa flugvélum í Noregi við vegna drónaumferðar, annars vegar við Brunneyjarsund og hins vegar við Bardufoss. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Í dag greindu danskir miðlar frá því að fjöldi hermanna hefði verið herkvaddur í skyndi í gær vegna drónabröltsins (TV2). Enn fremur hefur danska lögreglan aukið viðbúnað sinn gegn drónum, einnig á Grænlandi, að sögn Sermitisiaq.
Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið.
Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Noregur Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Rússland Fréttir af flugi Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira