Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. september 2025 14:37 Unnur segir fjölskylduna ekki á leið til Tene í bráð. Einn farþega Play sem átti flug til Tenerife í morgun segist efast um að hún og fjölskyldan muni fara til Tene í bráð. Flugmiðar sem hún hafi skoðað í morgun hafi síðan þá hækkað um tugi þúsunda. „Við vorum komin hálfa leiðina til Tene í hausnum ég og strákarnir,“ segir Unnur Kristín Ólafsdóttir sem var á Keflavíkurflugvelli í morgun á leið til Tenerife ásamt tveimur sonum sínum. Þá bárust fréttir af falli félagsins og fluginu aflýst. „Ég skoðaði miða uppi á velli í morgun með Heimsferðum til Tene á morgun. Þá hefði ég getað fengið flugið fyrir 230 þúsund fyrir okkur þrjú en ég var í svo mikilli geðshræringu að ég gat ekki pantað þá. Núna eru þessir sömu miðar komnir upp í 370, þannig ég hugsa að við séum ekki að fara neitt í vikunni, við þurfum líklega að bíða þar til síðar.“ Ferðalagið hafi auk þess verið frekar súrt framan af. Þannig hafi taskan verið og þung og hún rukkuð um yfirvigt vegna töskunnar, fyrir flug sem hún mun aldrei fara í. „Þetta var ógeðslega ömurlegt. Ég var mjög vonsvikin og sár, við höfum séð þetta frí fyrir okkur í hyllingum og búin að vera svo spennt. Auðvitað er þetta ömurlegt fyrir alla, þarna er fullt af fólki að missa vinnuna og ótal margir sem sitja fastir eftir ferðalögin sín,“ segir Unnur. Hún segir það huggun harmi gegn að hótelið á Tenerife hafi verið boðið og búið til að endurgreiða þeim dvölina. „Svo þarf ég að skoða þetta með flugmiðana og að fá endurgreitt frá Play. Ég hef verið að skoð aðra miða en það var allt uppselt hjá Icelandair, fyrir utan að það hefði kostað 500 til 600 þúsund fyrir okkur þrjú að fara út á morgun. Ég held við förum ekkert fyrr en seinna, maður er bara að reyna að lenda eftir þessa lífsreynslu.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Neytendur Kanaríeyjar Tengdar fréttir Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Forsvarsmenn Icelandair eiga í samtali við stjórnvöld um mögulega aðkomu félagsins að því að bjarga strandaglópum sem sitja fastir erlendis vegna gjaldþrots Play. Forstjóri Icelandair segir samtalið á frumstigi, engar ákvarðanir hafi verið teknar. 29. september 2025 13:22 Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Nokkur ringulreið skapaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að óvænt var tilkynnt að starfsemi flugfélagsins Play hafi verið hætt. 29. september 2025 13:11 Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
„Við vorum komin hálfa leiðina til Tene í hausnum ég og strákarnir,“ segir Unnur Kristín Ólafsdóttir sem var á Keflavíkurflugvelli í morgun á leið til Tenerife ásamt tveimur sonum sínum. Þá bárust fréttir af falli félagsins og fluginu aflýst. „Ég skoðaði miða uppi á velli í morgun með Heimsferðum til Tene á morgun. Þá hefði ég getað fengið flugið fyrir 230 þúsund fyrir okkur þrjú en ég var í svo mikilli geðshræringu að ég gat ekki pantað þá. Núna eru þessir sömu miðar komnir upp í 370, þannig ég hugsa að við séum ekki að fara neitt í vikunni, við þurfum líklega að bíða þar til síðar.“ Ferðalagið hafi auk þess verið frekar súrt framan af. Þannig hafi taskan verið og þung og hún rukkuð um yfirvigt vegna töskunnar, fyrir flug sem hún mun aldrei fara í. „Þetta var ógeðslega ömurlegt. Ég var mjög vonsvikin og sár, við höfum séð þetta frí fyrir okkur í hyllingum og búin að vera svo spennt. Auðvitað er þetta ömurlegt fyrir alla, þarna er fullt af fólki að missa vinnuna og ótal margir sem sitja fastir eftir ferðalögin sín,“ segir Unnur. Hún segir það huggun harmi gegn að hótelið á Tenerife hafi verið boðið og búið til að endurgreiða þeim dvölina. „Svo þarf ég að skoða þetta með flugmiðana og að fá endurgreitt frá Play. Ég hef verið að skoð aðra miða en það var allt uppselt hjá Icelandair, fyrir utan að það hefði kostað 500 til 600 þúsund fyrir okkur þrjú að fara út á morgun. Ég held við förum ekkert fyrr en seinna, maður er bara að reyna að lenda eftir þessa lífsreynslu.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Neytendur Kanaríeyjar Tengdar fréttir Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Forsvarsmenn Icelandair eiga í samtali við stjórnvöld um mögulega aðkomu félagsins að því að bjarga strandaglópum sem sitja fastir erlendis vegna gjaldþrots Play. Forstjóri Icelandair segir samtalið á frumstigi, engar ákvarðanir hafi verið teknar. 29. september 2025 13:22 Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Nokkur ringulreið skapaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að óvænt var tilkynnt að starfsemi flugfélagsins Play hafi verið hætt. 29. september 2025 13:11 Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37
Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Forsvarsmenn Icelandair eiga í samtali við stjórnvöld um mögulega aðkomu félagsins að því að bjarga strandaglópum sem sitja fastir erlendis vegna gjaldþrots Play. Forstjóri Icelandair segir samtalið á frumstigi, engar ákvarðanir hafi verið teknar. 29. september 2025 13:22
Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Nokkur ringulreið skapaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að óvænt var tilkynnt að starfsemi flugfélagsins Play hafi verið hætt. 29. september 2025 13:11