Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. september 2025 17:08 Flugfélagið Play hætti allri starfsemi í morgun. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks er nú strandaglópar víða um heim eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins Play í morgun. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis tóku nokkra af tali. „Við áttum semsagt flugfar heim í dag með Play klukkan hálf sex og fáum veður af þessu í gegnum netið eins og flestir,“ segir Baldvin Þór Svavarsson sem er staddur á Tenerife í átta manna hópi. „Staðan er þannig að við fáum bara vægt sjokk og við förum í að reyna að bjarga okkur og koma okkur heim. Það hafðist eftir ansi mörg símtöl að finna flug heim. Það endaði ágætlega, við erum komin með flug heim með Icelandair 2. október en það var ansi dýrt.“ Fyrir átta manna hópinn, en þeirra á meðal eru þrjú börn, kostaði flugferðin heim 940 þúsund krónur. Baldvin segist ekki hafa athugað hvort hann hafi tök á að fá eitthvað af þessum útlagða kostnaði endurgreiddan. Að auki hafi þau þurft að greiða aukalega fyrir gistingu og bílaleigubíl. „Ég er bara að reyna að bjarga mér og minni fjölskyldu heim.“ Rætt verður við Baldvin í kvöldfréttum Sýnar klukkan 18:30. Fjögurra manna fjölskylda neyðist til að millilenda Tinna Torfadóttir er einnig í fríi með fjölskyldunni en þau eru stödd í Tyrklandi. „Staðan er svoleiðis að við fórum í þriggja vikna ferð með fjögur börn og núna erum við orðin strandaglópar. Við eigum ekki flug heim,“ segir hún. Þau eigi níu daga eftir af ferðalaginu en það setji strik í reikninginn að þurfa að huga að heimferðinni núna. Ekkert flugfélag bjóði upp á beint flug beint til Íslands svo þau þurfi að millilenda einhvers staðar. „Við erum að skoða flug, en það eru ennþá flug inni með Play. Við ætlum aðeins að hinkra á meðan það er verið að taka Play-flugin út af þessum síðum,“ segir Tinna. „Þetta er fjárhagslegt tjón líka, það er ekki ódýrt að bóka nýtt flug fyrir sex manneskjur.“ Þau bókuðu flugin með gjafabréfum úr Costco svo hún telur ólíklegt að þau fái meirihlutann endurgreiddan. „Við erum í mjög erfiðri stöðu.“ Horfði á flugferðir með Icelandair hækka Henríetta Ósk var einnig á línunni en eiginmaðurinn hennar er á Írlandi að heimsækja móður sína. Hann átti flug heim með Play á laugardaginn. Hún hafi farið strax að skoða flug með Icelandair og séð verðið hækka með eigin augum. „Ég byrjaði að skoða þetta um leið og ég sá fréttirnar frá Play. Ég fann flug með Icelandair á sextíu þúsund krónur. En Play leiðbeindi fólki að maður gæti fengið eitthvað bjögurnarflug svo ég reyndi að tala við starfsmann hjá Icelandair og á þeim nokkrum mínútum sem tók að fara í biðröð eftir því að tala við starfsmann Icelandair var flugið komið upp í 78 þúsund krónur,“ segir Henríetta. Hún segist hafa verið í erfiðri stöðu en endaði á að kaupa farmiða fyrir tæpar áttatíu þúsund krónur. „Ég veit að ég get sótt um endurkröfu hjá bankanum. En ég held að allt þetta auka sem ég hef þurft að borga til að hann komist heim er bara tapaður peningur.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Við áttum semsagt flugfar heim í dag með Play klukkan hálf sex og fáum veður af þessu í gegnum netið eins og flestir,“ segir Baldvin Þór Svavarsson sem er staddur á Tenerife í átta manna hópi. „Staðan er þannig að við fáum bara vægt sjokk og við förum í að reyna að bjarga okkur og koma okkur heim. Það hafðist eftir ansi mörg símtöl að finna flug heim. Það endaði ágætlega, við erum komin með flug heim með Icelandair 2. október en það var ansi dýrt.“ Fyrir átta manna hópinn, en þeirra á meðal eru þrjú börn, kostaði flugferðin heim 940 þúsund krónur. Baldvin segist ekki hafa athugað hvort hann hafi tök á að fá eitthvað af þessum útlagða kostnaði endurgreiddan. Að auki hafi þau þurft að greiða aukalega fyrir gistingu og bílaleigubíl. „Ég er bara að reyna að bjarga mér og minni fjölskyldu heim.“ Rætt verður við Baldvin í kvöldfréttum Sýnar klukkan 18:30. Fjögurra manna fjölskylda neyðist til að millilenda Tinna Torfadóttir er einnig í fríi með fjölskyldunni en þau eru stödd í Tyrklandi. „Staðan er svoleiðis að við fórum í þriggja vikna ferð með fjögur börn og núna erum við orðin strandaglópar. Við eigum ekki flug heim,“ segir hún. Þau eigi níu daga eftir af ferðalaginu en það setji strik í reikninginn að þurfa að huga að heimferðinni núna. Ekkert flugfélag bjóði upp á beint flug beint til Íslands svo þau þurfi að millilenda einhvers staðar. „Við erum að skoða flug, en það eru ennþá flug inni með Play. Við ætlum aðeins að hinkra á meðan það er verið að taka Play-flugin út af þessum síðum,“ segir Tinna. „Þetta er fjárhagslegt tjón líka, það er ekki ódýrt að bóka nýtt flug fyrir sex manneskjur.“ Þau bókuðu flugin með gjafabréfum úr Costco svo hún telur ólíklegt að þau fái meirihlutann endurgreiddan. „Við erum í mjög erfiðri stöðu.“ Horfði á flugferðir með Icelandair hækka Henríetta Ósk var einnig á línunni en eiginmaðurinn hennar er á Írlandi að heimsækja móður sína. Hann átti flug heim með Play á laugardaginn. Hún hafi farið strax að skoða flug með Icelandair og séð verðið hækka með eigin augum. „Ég byrjaði að skoða þetta um leið og ég sá fréttirnar frá Play. Ég fann flug með Icelandair á sextíu þúsund krónur. En Play leiðbeindi fólki að maður gæti fengið eitthvað bjögurnarflug svo ég reyndi að tala við starfsmann hjá Icelandair og á þeim nokkrum mínútum sem tók að fara í biðröð eftir því að tala við starfsmann Icelandair var flugið komið upp í 78 þúsund krónur,“ segir Henríetta. Hún segist hafa verið í erfiðri stöðu en endaði á að kaupa farmiða fyrir tæpar áttatíu þúsund krónur. „Ég veit að ég get sótt um endurkröfu hjá bankanum. En ég held að allt þetta auka sem ég hef þurft að borga til að hann komist heim er bara tapaður peningur.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira