Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 30. september 2025 07:00 Framhaldsskólakerfið okkar stendur frammi fyrir nýjum áskorunum vegna örra samfélagsbreytinga. Við stöndum til að mynda frammi fyrir mun fjölbreyttari nemendahópi en áður sem kallar á aukna þörf fyrir náms- og félagslegan stuðning innan skólanna. Þá vitum við að inntak og samsetning náms geta verið ólík á milli skóla sem m.a. endurspeglast í ólíkum undirbúningi sem getur haft áhrif á tækifæri nemenda við upphaf háskólanáms. Skólameistarar hafa einnig sjálfir bent á að of oft þurfa þeir að sinna mikilli rekstrartengdri umsýslu á kostnað faglegrar stjórnunar. Þessu þurfum við að mæta, ekki með því að sameina skóla eða fækka störfum, heldur með því að efla stuðning og bæta þjónustu. Um þetta snýst þetta allt saman. Styttum sporin, minnkum skrifræðið Það er þess vegna sem við höfum nú kynnt hugmyndir um svæðisskrifstofur sem verða bakhjarl allra framhaldsskóla. Þær eru hugsaðar sem stoðkerfi sem styður við skólastjórnendur, kennara, starfsfólk skóla og nemendur. Markmiðið er einmitt að létta á ýmis konar umsýslu innan skólanna, stytta boðleiðir og tryggja jafnt aðgengi nemenda að sérfræðiþjónustu, óháð búsetu. Það er mikilvægt að árétta: Áfram halda kennarar að kenna og náms- og starfsráðgjafar halda áfram að sinna nemendunum út í skólunum. Áfram verður stuðst við mannauðinn sem er í skólunum enda þurfum við á honum að halda og gott betur. Þegar talað er um samræmingu í þessu samhengi þá erum við ekki að tala um að samræma allt nám og gera það eins. Við erum að tala um hugmyndir að samræma inntak helstu kjarnagreina. Það hefur sýnt sig að það getur komið niður á nemendum síðar meir ef greinarnar eru of ólíkar. Allir framhaldsskólar munu því halda nafni sínu, sérstöðu og sínum eigin skólastjórnanda. Framhaldsskólarnir verða áfram jafnólíkir og þeir eru margir. Fjölbreytileiki í menntakerfinu skiptir nefnilega máli því fjölbreyttur nemendahópur kallar á fjölbreytta framhaldsskóla og það vil ég styrkja. Aukin þjónusta er markmiðið Ég, sem menntamálaráðherra geri mér grein fyrir mikilvægi fjölbreytileika. Minn bakgrunnur, bæði í námi og lífi, er ólíkur fyrrum menntamálaráðherrum, sem mér finnst vera kostur. En áfram með hugmyndina. Stjórnendur framhaldsskóla vita best hver þörf skólanna er og því er mikilvægt að þeir beri ábyrgð á sínum mannauði og hafi umsjón með rekstri skóla. En hugmyndin er að svæðisskrifstofurnar geti aðstoðað skólana í þeim málum ef á þarf að halda. Og að mati ráðuneytisins er þörfin brýn. Málin geta verið tímafrek og flókin og það getur verið gott að geta leitað til svæðisskrifstofu sinnar. Alveg eins og grunnskólarnir geta núna leitað til sinna skólamiðstöðva og sveitarfélaga. Ekki ber mikið á því núna að stjórnendur grunnskóla séu ekki sjálfstæðir í sínum störfum. Áfram verður því daglegur rekstur framhaldsskólanna í umsjón skólastjórnenda í hverjum skóla. Menntun og velferð nemendanna í fyrirrúmi Þá eru einnig hugmyndir að þetta opni enn frekar á möguleika kennara að starfa á milli skóla ef þeir þess óska. Möguleikar nemenda á að taka áfanga milli skóla geta jafnframt hugsanlega aukist. En mikilvægt er að hafa í huga að nemendur munu áfram geta sótt náms- og starfsráðgjöf og aðra þjónustu í sínum skóla. Við erum ekki að fara fækka náms- og starfsráðgjöfum í skólunum eða að lengja sporin eftir þjónustu. Með svæðisbundinni þjónustu getum við hins vegar boðið upp á fjölbreyttari sérfræðiþjónustu, aukið svigrúm kennara til starfsþróunar og veitt nemendum betri náms- og félagslegan stuðning. Þannig gerum við góða skóla enn betri og styrkjum sérstaklega minni skóla á landsbyggðinni sem oft hafa ekki bolmagn til að halda úti allri nauðsynlegri þjónustu sjálfir. Þetta mun kosta töluverða fjármuni. Þetta eru nefnilega ekki hagræðingaraðgerðir heldur fjárfesting í gæðum, sveigjanleika og mannauði og sú fjárfesting mun skila sér inn í skólana. Sókn í stað aðgerðarleysis Hér hafa verið ríkisstjórnir sem hafa lítið sem ekkert viljað gera fyrir þetta skólastig. Hér hafa einnig verið ríkisstjórnir sem hafa reynt að sameina framhaldsskólana. Nú starfar hins vegar ríkisstjórn sem vill ekki sameiningar heldur vill styrkja skólana. Við viljum í staðinn hlúa að framhaldsskólunum okkar, leyfa þeim að blómstra á eigin forsendum og ráðast í sókn. Í þessu sambandi vil ég sérstaklega minnast á eflingu iðn- og verknáms með viðbyggingum við fimm verknámsskóla víðs vegar um landið. Ég sé þetta því sem tækifæri til að byggja upp sterkara, sveigjanlegra og réttlátara framhaldsskólakerfi þar sem allir nemendur fá bestu mögulegu menntun og stuðning óháð því hvar þeir búa. Um þetta er ég að vonast til að samtalið við skólasamfélagið, sem nú er rétt að hefjast, geti snúist um. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Framhaldsskólakerfið okkar stendur frammi fyrir nýjum áskorunum vegna örra samfélagsbreytinga. Við stöndum til að mynda frammi fyrir mun fjölbreyttari nemendahópi en áður sem kallar á aukna þörf fyrir náms- og félagslegan stuðning innan skólanna. Þá vitum við að inntak og samsetning náms geta verið ólík á milli skóla sem m.a. endurspeglast í ólíkum undirbúningi sem getur haft áhrif á tækifæri nemenda við upphaf háskólanáms. Skólameistarar hafa einnig sjálfir bent á að of oft þurfa þeir að sinna mikilli rekstrartengdri umsýslu á kostnað faglegrar stjórnunar. Þessu þurfum við að mæta, ekki með því að sameina skóla eða fækka störfum, heldur með því að efla stuðning og bæta þjónustu. Um þetta snýst þetta allt saman. Styttum sporin, minnkum skrifræðið Það er þess vegna sem við höfum nú kynnt hugmyndir um svæðisskrifstofur sem verða bakhjarl allra framhaldsskóla. Þær eru hugsaðar sem stoðkerfi sem styður við skólastjórnendur, kennara, starfsfólk skóla og nemendur. Markmiðið er einmitt að létta á ýmis konar umsýslu innan skólanna, stytta boðleiðir og tryggja jafnt aðgengi nemenda að sérfræðiþjónustu, óháð búsetu. Það er mikilvægt að árétta: Áfram halda kennarar að kenna og náms- og starfsráðgjafar halda áfram að sinna nemendunum út í skólunum. Áfram verður stuðst við mannauðinn sem er í skólunum enda þurfum við á honum að halda og gott betur. Þegar talað er um samræmingu í þessu samhengi þá erum við ekki að tala um að samræma allt nám og gera það eins. Við erum að tala um hugmyndir að samræma inntak helstu kjarnagreina. Það hefur sýnt sig að það getur komið niður á nemendum síðar meir ef greinarnar eru of ólíkar. Allir framhaldsskólar munu því halda nafni sínu, sérstöðu og sínum eigin skólastjórnanda. Framhaldsskólarnir verða áfram jafnólíkir og þeir eru margir. Fjölbreytileiki í menntakerfinu skiptir nefnilega máli því fjölbreyttur nemendahópur kallar á fjölbreytta framhaldsskóla og það vil ég styrkja. Aukin þjónusta er markmiðið Ég, sem menntamálaráðherra geri mér grein fyrir mikilvægi fjölbreytileika. Minn bakgrunnur, bæði í námi og lífi, er ólíkur fyrrum menntamálaráðherrum, sem mér finnst vera kostur. En áfram með hugmyndina. Stjórnendur framhaldsskóla vita best hver þörf skólanna er og því er mikilvægt að þeir beri ábyrgð á sínum mannauði og hafi umsjón með rekstri skóla. En hugmyndin er að svæðisskrifstofurnar geti aðstoðað skólana í þeim málum ef á þarf að halda. Og að mati ráðuneytisins er þörfin brýn. Málin geta verið tímafrek og flókin og það getur verið gott að geta leitað til svæðisskrifstofu sinnar. Alveg eins og grunnskólarnir geta núna leitað til sinna skólamiðstöðva og sveitarfélaga. Ekki ber mikið á því núna að stjórnendur grunnskóla séu ekki sjálfstæðir í sínum störfum. Áfram verður því daglegur rekstur framhaldsskólanna í umsjón skólastjórnenda í hverjum skóla. Menntun og velferð nemendanna í fyrirrúmi Þá eru einnig hugmyndir að þetta opni enn frekar á möguleika kennara að starfa á milli skóla ef þeir þess óska. Möguleikar nemenda á að taka áfanga milli skóla geta jafnframt hugsanlega aukist. En mikilvægt er að hafa í huga að nemendur munu áfram geta sótt náms- og starfsráðgjöf og aðra þjónustu í sínum skóla. Við erum ekki að fara fækka náms- og starfsráðgjöfum í skólunum eða að lengja sporin eftir þjónustu. Með svæðisbundinni þjónustu getum við hins vegar boðið upp á fjölbreyttari sérfræðiþjónustu, aukið svigrúm kennara til starfsþróunar og veitt nemendum betri náms- og félagslegan stuðning. Þannig gerum við góða skóla enn betri og styrkjum sérstaklega minni skóla á landsbyggðinni sem oft hafa ekki bolmagn til að halda úti allri nauðsynlegri þjónustu sjálfir. Þetta mun kosta töluverða fjármuni. Þetta eru nefnilega ekki hagræðingaraðgerðir heldur fjárfesting í gæðum, sveigjanleika og mannauði og sú fjárfesting mun skila sér inn í skólana. Sókn í stað aðgerðarleysis Hér hafa verið ríkisstjórnir sem hafa lítið sem ekkert viljað gera fyrir þetta skólastig. Hér hafa einnig verið ríkisstjórnir sem hafa reynt að sameina framhaldsskólana. Nú starfar hins vegar ríkisstjórn sem vill ekki sameiningar heldur vill styrkja skólana. Við viljum í staðinn hlúa að framhaldsskólunum okkar, leyfa þeim að blómstra á eigin forsendum og ráðast í sókn. Í þessu sambandi vil ég sérstaklega minnast á eflingu iðn- og verknáms með viðbyggingum við fimm verknámsskóla víðs vegar um landið. Ég sé þetta því sem tækifæri til að byggja upp sterkara, sveigjanlegra og réttlátara framhaldsskólakerfi þar sem allir nemendur fá bestu mögulegu menntun og stuðning óháð því hvar þeir búa. Um þetta er ég að vonast til að samtalið við skólasamfélagið, sem nú er rétt að hefjast, geti snúist um. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun