Íslenski boltinn

Sjáðu bolta­hnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn

Sindri Sverrisson skrifar
Valdimar Þór Ingimundarson lagði upp mark og sokraði svo sigurmark í Garðabænum í gær.
Valdimar Þór Ingimundarson lagði upp mark og sokraði svo sigurmark í Garðabænum í gær. vísir/Diego

Það er nánast hægt að krýna Víkinga Íslandsmeistara í fótbolta karla 2025 eftir hádramatískan 3-2 sigur þeirra gegn Stjörnunni í toppslag í Garðabæ í gær, í Bestu deildinni. Mörkin úr leiknum má sjá á Vísi.

Sigurinn veitir Víkingi sjö stiga forskot á Val og Stjörnuna á toppi deildarinnar, þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.

Víkingur getur því orðið Íslandsmeistari á heimavelli á sunnudaginn, með sigri gegn FH, og jafntefli myndi þar duga Víkingum ef Valur og Stjarnan gera jafntefli á laugardagskvöld. Víkingar eiga svo einnig eftir leiki við Breiðablik og Val.

Mörkin úr Garðabæ í gær má sjá hér að neðan.

Klippa: Stjarnan - Víkingur 2-3

Stjarnan komst í 1-0 þegar Örvar Eggertsson skoraði með skalla strax í byrjun, eftir hornspyrnu Samúels Kára Friðjónssonar, en á níundu mínútu voru Víkingar búnir að jafna. Helgi Guðjónsson skoraði þá með viðstöðulausu skoti úr teignum, eftir undirbúning Valdimars Þórs Ingimundarsonar.

Víkingar komust svo yfir rétt fyrir hálfleik þega Nikolaj Hansen skallaði boltann í netið, eftir fyrirgjöf Daníels Hafsteinssonar.

Á 90. mínútu jafnaði Stjarnan metin þegar Örvar skoraði aftur með skalla, og spenna hlaupin í titilbaráttuna að nýju, en Valdimar nýtti sér svo skelfileg mistök Samúels Kára í vörn Stjörnunnar þegar hann stal af honum boltanum og skoraði sigurmark á sjöttu mínútu uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×