Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Árni Sæberg skrifar 30. september 2025 12:11 Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að sér þætti ekki óeðlilegt ef farið verður yfir ákveðna þætti sem snúa að eftirliti með flugfélögum, í kjölfar falls Play. Kristrún var inn eftir viðbrögðum við falli Play í gær að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Á fundinum fóru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og atvinnuvegaráðherra yfir stöðuna sem komin er upp vegna rekstrarstöðvunar Play. Þá ræddi félags-, og húsnæðismálaráðherra áhrif og viðbrögð Vinnumálastofnunar vegna stöðvunar starfsemi Play. „Þetta er auðvitað erfið staða, sérstaklega fyrir starfsfólkið og fyrir þá farþega sem um ræðir. Við höfum auðvitað vitað af flestöllöll, fylgst með í fjölmiðlum, hvernig staða félagsins hefur verið að þróast. En auðvitað vissi enginn að hlutirnir færu eins og þeir fóru í gærmorgun,“ sagði Kristrún. Mikið eftirlit nú þegar Play er annað íslenska flugfélagið sem fer í gjaldþrot á aðeins rúmum fimm árum. Rekstur Wow air var stöðvaður árið 2019 og fall þess hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Í því samhengi segir Kristrún að henni þætti ekki óeðlilegt ef farið yrði yfir það hvernig eftirliti með flugfélögum er háttað hér á landi. „En ég vil samt leggja áherslu á það að það var mikið eftirlit með félaginu, eða það sem eðlilegt getur talist, sérstaklega þegar lá fyrir að rekstrarstaða fyrirtækisins var farin að veikjast. Og það var allt sem benti til þess að það væri nægt svigrúm í rekstrinum til að reka það fram til áramóta. En þetta er auðvitað ákvörðun sem er tekin af stjórn félagsins, að í rauninni loka félaginu eða ákveða að slíta því vegna þess að þau voru kannski ekki komin að endastöð.“ Viðbragðssveit í gangi Hún segir að undanfarinn sólarhring hafi viðbragðssveit verið í ganga í stjórnsýslunni til þess að meta áhrif örlaga Play á þjóðarbúið. Þá hafi verkferlar verið virkjaðir, meðal annars sem snúa að starfsfólki félagsins og ábyrgðar á launum þess. „Við þurfum auðvitað síðan að velta fyrir okkur efnahagslegu sjónarmiðunum. Þetta er auðvitað minna í umfangi en þegar Wow féll á sínum tíma. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta að starfsfólkinu.“ Sjálfvirk kerfi fari í gang þegar 400 manns missa vinnuna, Ábyrgðarsjóður launa og Atvinnuleysistryggingasjóður. Hún hvetji starfsfólk til að leita réttar síns og segir að fylgst verði með því að það fái laun greidd samkvæmt sínum réttindum. „En ríkið auðvitað stendur sína plikt hvað þetta varðar.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Kristrún var inn eftir viðbrögðum við falli Play í gær að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Á fundinum fóru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og atvinnuvegaráðherra yfir stöðuna sem komin er upp vegna rekstrarstöðvunar Play. Þá ræddi félags-, og húsnæðismálaráðherra áhrif og viðbrögð Vinnumálastofnunar vegna stöðvunar starfsemi Play. „Þetta er auðvitað erfið staða, sérstaklega fyrir starfsfólkið og fyrir þá farþega sem um ræðir. Við höfum auðvitað vitað af flestöllöll, fylgst með í fjölmiðlum, hvernig staða félagsins hefur verið að þróast. En auðvitað vissi enginn að hlutirnir færu eins og þeir fóru í gærmorgun,“ sagði Kristrún. Mikið eftirlit nú þegar Play er annað íslenska flugfélagið sem fer í gjaldþrot á aðeins rúmum fimm árum. Rekstur Wow air var stöðvaður árið 2019 og fall þess hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Í því samhengi segir Kristrún að henni þætti ekki óeðlilegt ef farið yrði yfir það hvernig eftirliti með flugfélögum er háttað hér á landi. „En ég vil samt leggja áherslu á það að það var mikið eftirlit með félaginu, eða það sem eðlilegt getur talist, sérstaklega þegar lá fyrir að rekstrarstaða fyrirtækisins var farin að veikjast. Og það var allt sem benti til þess að það væri nægt svigrúm í rekstrinum til að reka það fram til áramóta. En þetta er auðvitað ákvörðun sem er tekin af stjórn félagsins, að í rauninni loka félaginu eða ákveða að slíta því vegna þess að þau voru kannski ekki komin að endastöð.“ Viðbragðssveit í gangi Hún segir að undanfarinn sólarhring hafi viðbragðssveit verið í ganga í stjórnsýslunni til þess að meta áhrif örlaga Play á þjóðarbúið. Þá hafi verkferlar verið virkjaðir, meðal annars sem snúa að starfsfólki félagsins og ábyrgðar á launum þess. „Við þurfum auðvitað síðan að velta fyrir okkur efnahagslegu sjónarmiðunum. Þetta er auðvitað minna í umfangi en þegar Wow féll á sínum tíma. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta að starfsfólkinu.“ Sjálfvirk kerfi fari í gang þegar 400 manns missa vinnuna, Ábyrgðarsjóður launa og Atvinnuleysistryggingasjóður. Hún hvetji starfsfólk til að leita réttar síns og segir að fylgst verði með því að það fái laun greidd samkvæmt sínum réttindum. „En ríkið auðvitað stendur sína plikt hvað þetta varðar.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira