Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Smári Jökull Jónsson skrifar 30. september 2025 12:19 Jón Þór Þorvaldsson er formaður FÍA og flugstjóri hjá Icelandair. Vísir/Vilhelm Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugstjóri hjá Icelandair segist ekki finna til ábyrgðar vegna gjaldþrots Play. Play kvartaði til Samkeppniseftirlitsins eftir fullyrðingar hans í fjölmiðlum byrjun mánaðar þar sem hann spáði gjaldþroti Play. Hann segist hafa áhyggjur af orðspori Íslands í flugrekstri. Í tilkynningu Play til Kauphallar í gærmorgun vegna yfirvofandi gjaldþrots kom fram að flugmiðasala hafi undanfarið gengið illa og vísaði þar til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum. Er þá meðal annars verið að vísa til orða Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í Bítinu í byrjun september þar sem hann spáði fyrir um endalok Play. Play kvartaði í kjölfarið til Samkeppniseftirlitsins vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu en auk þess að vera formaður stéttarfélagsins er Jón Þór flugstjóri hjá Icelandair. Orð forstjóra hefðu þá núllað hans orð út Í viðtalinu í Bítinu á sínum tíma gagnrýndi Jón Þór áform Play um að færa starfsemi félagsins til Möltu. Í kvörtun Play til Samkeppniseftirlitsins var sagt að dylgjur og rangfærslur hafi grafið undan trausti almennings til félagsins. Jón Þór segist gefa lítið fyrir ásakanir Play í kvörtuninni. „Eigum við ekki bara að skoða hvað gerðist í gær? Það sem ég sagði þá að það væri mín skoðun, eftir að hafa lesið ársreikninga félagsins, að það væri stutt eftir. Ég spurði þar hver myndi borga það og sú spurning stendur,“ segir Jón Þór. „Ef orð geta haft áhrif hefði það átt að vera núllað út af hálfu forstjóra og segir að þetta hafi allt verið rangfærslur og dylgjur,“ bætir Jón Þór við. Einar Örn forstjóri Play svaraði Jóni Þór í Bítinu á sínum tíma og sagði hann ganga erinda Icelandair. Hafnar hagsmunaárekstrum Jafnframt neitar Jón Þór fyrir að orð hans um Play skapi hagsmunaárekstra fyrir hann, verandi formaður FÍA og starfsmaður Icelandair. Hann segist í gegnum tíðina hafa barist gegn gerviverktöku og undirboðum í flugbransanum. Félagið hafi verið stofnað á röngum forsendum og félagsleg undirboð verið staðreynd. Hann hefur áhyggjur af þeim sem störfuðu hjá Play og spyr hvert þeir fjármunir fari sem nýlega hafi verið settir inn í rekstur Play. „Hvar eru þeir? Væri ekki rétt að nýta þá til að koma því fólki, neytendum, til sinna heima sem höfðu í góðri trú bókað með félaginu? Við hljótum að þurfa að spyrja gagnrýninna spurninga, það er ekki bara því ég sagði þetta þá hafi Play farið á hausinn. Undanfari þessa viðtals var tæplega 30 þúsund milljóna taprekstur á fjórum árum,“ segir Jón Þór. „Ef við skoðum ársreikninga frá öðrum ársfjórðungi 2025 þá var eigið fé neikvætt og handbært fé rétt um 400 milljónir króna. Svo kemur þessi innspýting á fjármagni. Hvað varð um þá peninga? Áttu þeir ekki að bjarga þessu?“ segir Jón Þór. Örfáum dögum fyrir umtalaða viðtalið í Bítinu hafði Play tryggt sér á þriðja milljarð króna í hlutafjáraukningu. Jón Þór segir sögu íslensks flugreksturs ekki glæsilega undanfarin ár. „Þetta skaðar orðspor okkar út á við, Íslendinga í flugrekstri. Ég hef áhyggjur af því.“ Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Samkeppnismál Play Stéttarfélög Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Í tilkynningu Play til Kauphallar í gærmorgun vegna yfirvofandi gjaldþrots kom fram að flugmiðasala hafi undanfarið gengið illa og vísaði þar til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum. Er þá meðal annars verið að vísa til orða Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í Bítinu í byrjun september þar sem hann spáði fyrir um endalok Play. Play kvartaði í kjölfarið til Samkeppniseftirlitsins vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu en auk þess að vera formaður stéttarfélagsins er Jón Þór flugstjóri hjá Icelandair. Orð forstjóra hefðu þá núllað hans orð út Í viðtalinu í Bítinu á sínum tíma gagnrýndi Jón Þór áform Play um að færa starfsemi félagsins til Möltu. Í kvörtun Play til Samkeppniseftirlitsins var sagt að dylgjur og rangfærslur hafi grafið undan trausti almennings til félagsins. Jón Þór segist gefa lítið fyrir ásakanir Play í kvörtuninni. „Eigum við ekki bara að skoða hvað gerðist í gær? Það sem ég sagði þá að það væri mín skoðun, eftir að hafa lesið ársreikninga félagsins, að það væri stutt eftir. Ég spurði þar hver myndi borga það og sú spurning stendur,“ segir Jón Þór. „Ef orð geta haft áhrif hefði það átt að vera núllað út af hálfu forstjóra og segir að þetta hafi allt verið rangfærslur og dylgjur,“ bætir Jón Þór við. Einar Örn forstjóri Play svaraði Jóni Þór í Bítinu á sínum tíma og sagði hann ganga erinda Icelandair. Hafnar hagsmunaárekstrum Jafnframt neitar Jón Þór fyrir að orð hans um Play skapi hagsmunaárekstra fyrir hann, verandi formaður FÍA og starfsmaður Icelandair. Hann segist í gegnum tíðina hafa barist gegn gerviverktöku og undirboðum í flugbransanum. Félagið hafi verið stofnað á röngum forsendum og félagsleg undirboð verið staðreynd. Hann hefur áhyggjur af þeim sem störfuðu hjá Play og spyr hvert þeir fjármunir fari sem nýlega hafi verið settir inn í rekstur Play. „Hvar eru þeir? Væri ekki rétt að nýta þá til að koma því fólki, neytendum, til sinna heima sem höfðu í góðri trú bókað með félaginu? Við hljótum að þurfa að spyrja gagnrýninna spurninga, það er ekki bara því ég sagði þetta þá hafi Play farið á hausinn. Undanfari þessa viðtals var tæplega 30 þúsund milljóna taprekstur á fjórum árum,“ segir Jón Þór. „Ef við skoðum ársreikninga frá öðrum ársfjórðungi 2025 þá var eigið fé neikvætt og handbært fé rétt um 400 milljónir króna. Svo kemur þessi innspýting á fjármagni. Hvað varð um þá peninga? Áttu þeir ekki að bjarga þessu?“ segir Jón Þór. Örfáum dögum fyrir umtalaða viðtalið í Bítinu hafði Play tryggt sér á þriðja milljarð króna í hlutafjáraukningu. Jón Þór segir sögu íslensks flugreksturs ekki glæsilega undanfarin ár. „Þetta skaðar orðspor okkar út á við, Íslendinga í flugrekstri. Ég hef áhyggjur af því.“
Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Samkeppnismál Play Stéttarfélög Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira