Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2025 06:42 Magga Stína fyrir brottför í gær. Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Félaginu Ísland-Palestína og Möggu Stínu, eins og hún er kölluð. „Gaza Freedom Flotilla, eða Frelsisflotinn, er alþjóðlegur skipafloti sem siglir með hjálpargögn til íbúa á Gaza-svæðinu. Markmið flotans er að rjúfa ólöglegu herkvína sem Ísrael viðheldur við Gaza. Takist Frelsisflotanum að komast á áfangastað geta skip hjálparsamtaka fylgt á eftir og veitt íbúum Gaza lífsbjargandi aðstoð. Nú þegar er 50 skipa floti kominn langleiðina til Gaza,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að síðustu daga hafi Ísraelar ráðist á skipin með drónum og árásum á fjarskiptabúnað. Sum skipanna hafi orðið fyrir skemmdum. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld, sem haldi því fram að þau séu í fremstu röð stuðningsmanna Palestínu, sýni það nú í verki. „Við hvetjum alla landsmenn til að sýna Möggu Stínu og flotanum stuðning með því að fylgjast með ferð flotans og deila fréttum af honum. Athygli okkar veitir flotanum vernd og eykur líkur á að þau nái að brjóta herkvína. Þrýstum á stjórnvöld að tryggja öryggi flotans svo honum takist ætlunarverk sitt - að rjúfa ólöglega herkví Ísraels og opna leið fyrir neyðaraðstoð inn á Gaza,“ segir í tilkynningunni. Fyrir miðri mynd má sjá Vigdis Bjorvand frá Noregi, sem tók þátt í fyrri siglingu Frelsisflotans í júlí, þegar þátttakendur voru stöðvaðir af Ísraelsher. Þá er haft eftir Möggu Stínu: „Í tvö ár höfum við fylgst með þjóðarmorði í beinu streymi og almenningur um allan heim hefur mótmælt. Samt hafa stjórnvöld enn ekki brugðist við, þrátt fyrir vilja þjóðarinnar, þrátt fyrir yfirlýsingar allra helstu mannúðarsamtaka, sérfræðinga í þjóðarmorði og Sameinuðu Þjóðanna. Stjórnvöld heimsins bera ábyrgð. Þau eru skyldug til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þennan hrylling. Það er skylda okkar allra að gera það sem við getum til að stöðva hryllinginn. Þess vegna tel ég það eina rétta að stíga um borð með því fólki sem tilbúið er að sigla til Gaza til þess að rjúfa ólöglegu herkvína og opna fyrir flæði mannúðaraðstoðar á svæðið. Það er mjög mikilvægt að Ísland eigi fulltrúa í flotanum því íslenskur almenningur þolir ekki heldur þann veruleika sem yfirvöld heimsins láta óáreittan. Hann þolir ekki þessar hörmungar - ekki í eina mínútu í viðbót. Stríðsglæpirnir, þjóðernishreinsanirnar, sveltið, barnamorðin og allur hryllingurinn sem Ísrael beitir á Gaza verður að stöðva. Það sem er að gerast á Gaza er glæpur gegn lífinu. Það er andstætt öllum lögmálum lífsins. Við viljum ekki lifa í slíkum heimi. Þess vegna verðum við að berjast gegn því með öllum mætti. Þess vegna sigli ég með Frelsisflotanum til Gaza: Af því að ég er manneskja, af því að ég er mamma, af því að ég er amma, af því ég veit að allar manneskjur með samkennd myndu gera það sama ef þau gætu. Ég veit ég er ekki ein í þeirri stöðu að vilja gera allt sem hægt er til að stöðva þennan hrylling, ég er hér fyrir hönd svo margra Íslendinga sem vilja gera það sama. Stöðvum þjóðarmorðið - Lifi frjáls Palestína!“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Félaginu Ísland-Palestína og Möggu Stínu, eins og hún er kölluð. „Gaza Freedom Flotilla, eða Frelsisflotinn, er alþjóðlegur skipafloti sem siglir með hjálpargögn til íbúa á Gaza-svæðinu. Markmið flotans er að rjúfa ólöglegu herkvína sem Ísrael viðheldur við Gaza. Takist Frelsisflotanum að komast á áfangastað geta skip hjálparsamtaka fylgt á eftir og veitt íbúum Gaza lífsbjargandi aðstoð. Nú þegar er 50 skipa floti kominn langleiðina til Gaza,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að síðustu daga hafi Ísraelar ráðist á skipin með drónum og árásum á fjarskiptabúnað. Sum skipanna hafi orðið fyrir skemmdum. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld, sem haldi því fram að þau séu í fremstu röð stuðningsmanna Palestínu, sýni það nú í verki. „Við hvetjum alla landsmenn til að sýna Möggu Stínu og flotanum stuðning með því að fylgjast með ferð flotans og deila fréttum af honum. Athygli okkar veitir flotanum vernd og eykur líkur á að þau nái að brjóta herkvína. Þrýstum á stjórnvöld að tryggja öryggi flotans svo honum takist ætlunarverk sitt - að rjúfa ólöglega herkví Ísraels og opna leið fyrir neyðaraðstoð inn á Gaza,“ segir í tilkynningunni. Fyrir miðri mynd má sjá Vigdis Bjorvand frá Noregi, sem tók þátt í fyrri siglingu Frelsisflotans í júlí, þegar þátttakendur voru stöðvaðir af Ísraelsher. Þá er haft eftir Möggu Stínu: „Í tvö ár höfum við fylgst með þjóðarmorði í beinu streymi og almenningur um allan heim hefur mótmælt. Samt hafa stjórnvöld enn ekki brugðist við, þrátt fyrir vilja þjóðarinnar, þrátt fyrir yfirlýsingar allra helstu mannúðarsamtaka, sérfræðinga í þjóðarmorði og Sameinuðu Þjóðanna. Stjórnvöld heimsins bera ábyrgð. Þau eru skyldug til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þennan hrylling. Það er skylda okkar allra að gera það sem við getum til að stöðva hryllinginn. Þess vegna tel ég það eina rétta að stíga um borð með því fólki sem tilbúið er að sigla til Gaza til þess að rjúfa ólöglegu herkvína og opna fyrir flæði mannúðaraðstoðar á svæðið. Það er mjög mikilvægt að Ísland eigi fulltrúa í flotanum því íslenskur almenningur þolir ekki heldur þann veruleika sem yfirvöld heimsins láta óáreittan. Hann þolir ekki þessar hörmungar - ekki í eina mínútu í viðbót. Stríðsglæpirnir, þjóðernishreinsanirnar, sveltið, barnamorðin og allur hryllingurinn sem Ísrael beitir á Gaza verður að stöðva. Það sem er að gerast á Gaza er glæpur gegn lífinu. Það er andstætt öllum lögmálum lífsins. Við viljum ekki lifa í slíkum heimi. Þess vegna verðum við að berjast gegn því með öllum mætti. Þess vegna sigli ég með Frelsisflotanum til Gaza: Af því að ég er manneskja, af því að ég er mamma, af því að ég er amma, af því ég veit að allar manneskjur með samkennd myndu gera það sama ef þau gætu. Ég veit ég er ekki ein í þeirri stöðu að vilja gera allt sem hægt er til að stöðva þennan hrylling, ég er hér fyrir hönd svo margra Íslendinga sem vilja gera það sama. Stöðvum þjóðarmorðið - Lifi frjáls Palestína!“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira