Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2025 09:47 Rögnvaldur Hreiðarsson hætti dómgæslu fyrir nokkrum árum eftir langan feril með flautuna. vísir/bára Rögnvaldur Hreiðarsson, fyrrverandi körfuboltadómari og meðlimur í dómaranefnd KKÍ til sextán ára, stakk niður penna á Facebook og tjáði sig gagnrýnina á störf dómaranefndarinnar og svarar dómurunum sem fannst þeir settir til hliðar af henni. Mikið hefur verið rætt og ritað um vinnubrögð dómaranefndar KKÍ eftir að Davíð Tómas Tómasson steig fram og sagði frá ástæðum þess að hann er hættur dómgæslu. Jón Guðmundsson hafði svipaða sögu að segja af samskiptum við dómaranefnd og í gær tjáðu tvíburarnir Helgi og Sigurður Jónssynir sig um ástæður þess að þeir hættu að dæma. Fáir hafa dæmt fleiri leiki hérlendis en Rögnvaldur og þá sat hann lengi í dómaranefnd KKÍ. Hann hefur nú tjáð sig um gagnrýnina á störf dómaranefndarinnar. Hann hnýtir í Jón og tvíburana og fer yfir ástæður þess að þeir hættu dómgæslu, þvert á vilja dómaranefndarinnar að hans sögn. Rögnvaldur segir að tvíburarnir hafi verið mjög frambærilegir dómarar og fengið hraðan framgang. En þeir hafi ekki gert fyrirvara um forföll þegar raðað var niður á leiki og tekið illa í athugasemdir þess efnis. Þá hafi þeir átt í átökum við allavega einn dómara um tilhögun aksturs í leiki. Rögnvaldur segir að dómaranefnd hafi ekki sett þá Helga og Sigurð út af sakramentinu, heldur hafi þeir sjálfir talið að þeir gætu ekki unnið í þessu umhverfi. Hvað Jón varðar segir Rögnvaldur hann frábæran dómara og sterkan karakter. Hann hafi hins vegar ekki verið viljugur að dæma leiki í öðrum deildum en þeim efstu þegar hann sneri aftur í dómgæslu fyrir nokkrum árum. Í viðtali við Vísi sagðist Jón hafa komið að lokuðum dyrum hjá dómaranefndinni þegar hann vildi snúa aftur. Einnig segir Rögnvaldur að dómarar tali ótrúlega illa um dómaranefndir, þótt þeir segi það ekki beint við meðlimi hennar. Hann segir að viðbúið sé að gagnrýni heyrist í umhverfi kappsamra einstaklinga en einhver takmörk séu fyrir hvað menn láti út úr sér. Rögnvaldur segist jafnframt tilbúinn að ræða undir fjögur augu við þá aðila sem hafa gagnrýnt dómaranefndina. Báðir tvíburarnir hafa sett athugasemd við færslu Rögnvaldar og boðið honum heim til sín að ræða málin. Rögnvaldur hefur ekki brugðist við athugasemdum þeirra. Færslu Rögnvaldar má sjá hér fyrir neðan. Í síðustu viku sendi KKÍ frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýninnar á störf dómaranefndar. Þar segir að málefni sem snúa að einstaklingum geti verið viðkvæm, þeim þyki miður hvar mál Davíðs sé statt en vill ekki og telur sig ekki vera heimilt til að tjá sig um málefni hans. KKÍ Körfubolti Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um vinnubrögð dómaranefndar KKÍ eftir að Davíð Tómas Tómasson steig fram og sagði frá ástæðum þess að hann er hættur dómgæslu. Jón Guðmundsson hafði svipaða sögu að segja af samskiptum við dómaranefnd og í gær tjáðu tvíburarnir Helgi og Sigurður Jónssynir sig um ástæður þess að þeir hættu að dæma. Fáir hafa dæmt fleiri leiki hérlendis en Rögnvaldur og þá sat hann lengi í dómaranefnd KKÍ. Hann hefur nú tjáð sig um gagnrýnina á störf dómaranefndarinnar. Hann hnýtir í Jón og tvíburana og fer yfir ástæður þess að þeir hættu dómgæslu, þvert á vilja dómaranefndarinnar að hans sögn. Rögnvaldur segir að tvíburarnir hafi verið mjög frambærilegir dómarar og fengið hraðan framgang. En þeir hafi ekki gert fyrirvara um forföll þegar raðað var niður á leiki og tekið illa í athugasemdir þess efnis. Þá hafi þeir átt í átökum við allavega einn dómara um tilhögun aksturs í leiki. Rögnvaldur segir að dómaranefnd hafi ekki sett þá Helga og Sigurð út af sakramentinu, heldur hafi þeir sjálfir talið að þeir gætu ekki unnið í þessu umhverfi. Hvað Jón varðar segir Rögnvaldur hann frábæran dómara og sterkan karakter. Hann hafi hins vegar ekki verið viljugur að dæma leiki í öðrum deildum en þeim efstu þegar hann sneri aftur í dómgæslu fyrir nokkrum árum. Í viðtali við Vísi sagðist Jón hafa komið að lokuðum dyrum hjá dómaranefndinni þegar hann vildi snúa aftur. Einnig segir Rögnvaldur að dómarar tali ótrúlega illa um dómaranefndir, þótt þeir segi það ekki beint við meðlimi hennar. Hann segir að viðbúið sé að gagnrýni heyrist í umhverfi kappsamra einstaklinga en einhver takmörk séu fyrir hvað menn láti út úr sér. Rögnvaldur segist jafnframt tilbúinn að ræða undir fjögur augu við þá aðila sem hafa gagnrýnt dómaranefndina. Báðir tvíburarnir hafa sett athugasemd við færslu Rögnvaldar og boðið honum heim til sín að ræða málin. Rögnvaldur hefur ekki brugðist við athugasemdum þeirra. Færslu Rögnvaldar má sjá hér fyrir neðan. Í síðustu viku sendi KKÍ frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýninnar á störf dómaranefndar. Þar segir að málefni sem snúa að einstaklingum geti verið viðkvæm, þeim þyki miður hvar mál Davíðs sé statt en vill ekki og telur sig ekki vera heimilt til að tjá sig um málefni hans.
KKÍ Körfubolti Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32
Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00