Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar 2. október 2025 08:31 Í Hafnarfirði hefur ávallt verið lögð rík áhersla á að eldra fólk fái stuðning og tækifæri til að njóta lífsins, rækta heilsu og samfélagstengsl og eiga öruggt heimili. Lykilþættir í þeirri vinnu eru félagsstarf, heilsueflingu og húsnæðismál. Félagsstarf – samfélag, samvera og forvarnir Hafnarfjarðarbær hefur árum saman stutt dyggilega við félagsstarf eldra fólks með því að leggja sjálfsprottnu félagsstarfi Félags eldri borgara í Hafnarfirði til húsnæði og starfsfólk. Nú er verið að vinna að nýjum rekstrarsamningi um það verkefni. Um er að ræða tímamóta samning. Erum að formgera í samningi þann stuðning sem félagsstarfið hefur fengið í gegnum árin. Samningurinn tryggir eldra fólki í Hafnarfirði fjölbreytt félagsstarf og öflugan vettvang til samveru. Bærinn leggur til húsnæði fyrir starfsemina, greiðir rekstrarkostnað og leggur til starfsfólk sem sinna daglegri umsjón og skipulagi. Félagsstarfið býður þannig upp á fjölbreytt tómstundastarf, viðburði og samveru sem hefur gríðarlegt gildi fyrir lífsgæði eldra fólks. Félagsstarfið er ekki aðeins skemmtilegt og gefandi heldur hefur það einnig sterkt forvarnargildi. Með því að bjóða upp á vettvang þar sem fólk hittist, rjúfi félagslega einangrun og upplifi sig sem virkan þátttakanda í samfélaginu er dregið úr einmanaleika og líkamleg og andleg heilsa er bætt. Í raun má segja að félagsmiðstöðin Hraunsel sé eins konar hjartsláttur samfélagsins fyrir eldri kynslóðina. Heilsuefling og frístundastyrkur er fjárfesting í vellíðan Í Hafnarfirði er litið á heilsueflingu eldra fólks sem fjárfestingu í bættri heilsu, sjálfstæði og lífsgæðum. Í samstarfi við Janus heilsueflingu stendur bæjarfélagið að öflugu verkefni sem býður upp á heilsuráðgjöf, hópþjálfun, fræðslu og einstaklingsmiðaða þjónustu. Hafnarfjarðarbær er einnig með samning við Hress heilsurækt um aðgengi fyrir eldra fólk að tímum og þjálfun. Markmiðið er að styrkja líkamlega heilsu, efla hreyfigetu og forða því að líkamleg færni skerðist of snemma. Með reglulegri hreyfingu og ráðgjöf eykst sjálfstæði fólks, dregið er úr fallhættu og öðrum slysum, og líkur minnka á langvinnum sjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma eða sykursýki. Það er því augljóst að heilsuefling er öflugasta forvörnin sem hægt er að veita. Frístundastyrkurinn einstakt úrræði sem Hafnarfjörður var brautryðjandi í að innleiða. Hann gerir fólki 67 ára og eldra kleift að sækja skipulagt íþrótta- og tómstundastarf á hagkvæmari hátt. Þessi samsetning, heilsuefling í gegnum faglega þjónustu og styrkur sem hvetur til þátttöku, er ekki aðeins fjárfesting í vellíðan heldur líka öflug forvörn. Hún dregur úr einangrun, minnkar álag á heilbrigðiskerfið og tryggir eldra fólki fleiri góð og virðingarverð ár. Öruggt heimili fyrir framtíðina Eitt mikilvægasta málið til framtíðar er að tryggja fjölbreytt og hentugt húsnæði fyrir eldra fólk. Starfshópur á vegum bæjarins er að ljúka vinnu við tillögur að uppbyggingu íbúða sem mæta þörfum þessa hóps og verða þær kynntar á næstunni. Í Hafnarfirði hefur verið lögð sérstök áhersla á að uppbygging húsnæðis taki mið af ólíkum þörfum íbúanna. Þegar kemur að eldra fólki er lykilatriði að skapa öryggi og stuðning en jafnframt virða óskir um sjálfstæði. Því er mikilvægt að leggja áherslu blandaðar lausnir: þjónustuíbúðir þar sem fólk fær stuðning við daglegt líf, íbúðir nálægt þjónustu og samgöngum og jafnframt hefðbundið húsnæði sem hentar þeim sem vilja búa áfram sjálfstætt. Með þessu móti tryggjum við að hver og einn geti fundið lausn sem hentar hans aðstæðum og óskum. Slíkt húsnæði er ekki aðeins mikilvægt fyrir einstaklingana sjálfa heldur styrkir það líka samfélagið í heild. Eldra fólk fær þannig að halda tengslum, vera virkt í nærumhverfi sínu og lifa lífinu af reisn. Hafnarfjörður hefur sýnt að bærinn hefur staðið sig vel í uppbyggingu íbúða. Við erum staðráðin í að vera fyrirmynd þegar kemur að því að byggja samfélag þar sem allir finna sér heimili. Framtíðin í okkar höndum Í Hafnarfirði er enginn látinn standa einn. Með því að efla félagsstarf, heilsu og húsnæðismál tryggjum við að eldra fólk geti notið lífsins með reisn, gleði og öryggi. Það er ekki aðeins þjónusta heldur stefna sem byggir á samkennd, virðingu og framsýni. Við trúum því að sterkt samfélag byggist á því að allir fái að blómstra á sínum forsendum, hvort sem fólk er ungt eða komið á efri ár. Með áframhaldandi metnaði, samstarfi og hugrekki mun Hafnarfjörður halda áfram að vera bær þar sem gott er að eldast. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í Hafnarfirði hefur ávallt verið lögð rík áhersla á að eldra fólk fái stuðning og tækifæri til að njóta lífsins, rækta heilsu og samfélagstengsl og eiga öruggt heimili. Lykilþættir í þeirri vinnu eru félagsstarf, heilsueflingu og húsnæðismál. Félagsstarf – samfélag, samvera og forvarnir Hafnarfjarðarbær hefur árum saman stutt dyggilega við félagsstarf eldra fólks með því að leggja sjálfsprottnu félagsstarfi Félags eldri borgara í Hafnarfirði til húsnæði og starfsfólk. Nú er verið að vinna að nýjum rekstrarsamningi um það verkefni. Um er að ræða tímamóta samning. Erum að formgera í samningi þann stuðning sem félagsstarfið hefur fengið í gegnum árin. Samningurinn tryggir eldra fólki í Hafnarfirði fjölbreytt félagsstarf og öflugan vettvang til samveru. Bærinn leggur til húsnæði fyrir starfsemina, greiðir rekstrarkostnað og leggur til starfsfólk sem sinna daglegri umsjón og skipulagi. Félagsstarfið býður þannig upp á fjölbreytt tómstundastarf, viðburði og samveru sem hefur gríðarlegt gildi fyrir lífsgæði eldra fólks. Félagsstarfið er ekki aðeins skemmtilegt og gefandi heldur hefur það einnig sterkt forvarnargildi. Með því að bjóða upp á vettvang þar sem fólk hittist, rjúfi félagslega einangrun og upplifi sig sem virkan þátttakanda í samfélaginu er dregið úr einmanaleika og líkamleg og andleg heilsa er bætt. Í raun má segja að félagsmiðstöðin Hraunsel sé eins konar hjartsláttur samfélagsins fyrir eldri kynslóðina. Heilsuefling og frístundastyrkur er fjárfesting í vellíðan Í Hafnarfirði er litið á heilsueflingu eldra fólks sem fjárfestingu í bættri heilsu, sjálfstæði og lífsgæðum. Í samstarfi við Janus heilsueflingu stendur bæjarfélagið að öflugu verkefni sem býður upp á heilsuráðgjöf, hópþjálfun, fræðslu og einstaklingsmiðaða þjónustu. Hafnarfjarðarbær er einnig með samning við Hress heilsurækt um aðgengi fyrir eldra fólk að tímum og þjálfun. Markmiðið er að styrkja líkamlega heilsu, efla hreyfigetu og forða því að líkamleg færni skerðist of snemma. Með reglulegri hreyfingu og ráðgjöf eykst sjálfstæði fólks, dregið er úr fallhættu og öðrum slysum, og líkur minnka á langvinnum sjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma eða sykursýki. Það er því augljóst að heilsuefling er öflugasta forvörnin sem hægt er að veita. Frístundastyrkurinn einstakt úrræði sem Hafnarfjörður var brautryðjandi í að innleiða. Hann gerir fólki 67 ára og eldra kleift að sækja skipulagt íþrótta- og tómstundastarf á hagkvæmari hátt. Þessi samsetning, heilsuefling í gegnum faglega þjónustu og styrkur sem hvetur til þátttöku, er ekki aðeins fjárfesting í vellíðan heldur líka öflug forvörn. Hún dregur úr einangrun, minnkar álag á heilbrigðiskerfið og tryggir eldra fólki fleiri góð og virðingarverð ár. Öruggt heimili fyrir framtíðina Eitt mikilvægasta málið til framtíðar er að tryggja fjölbreytt og hentugt húsnæði fyrir eldra fólk. Starfshópur á vegum bæjarins er að ljúka vinnu við tillögur að uppbyggingu íbúða sem mæta þörfum þessa hóps og verða þær kynntar á næstunni. Í Hafnarfirði hefur verið lögð sérstök áhersla á að uppbygging húsnæðis taki mið af ólíkum þörfum íbúanna. Þegar kemur að eldra fólki er lykilatriði að skapa öryggi og stuðning en jafnframt virða óskir um sjálfstæði. Því er mikilvægt að leggja áherslu blandaðar lausnir: þjónustuíbúðir þar sem fólk fær stuðning við daglegt líf, íbúðir nálægt þjónustu og samgöngum og jafnframt hefðbundið húsnæði sem hentar þeim sem vilja búa áfram sjálfstætt. Með þessu móti tryggjum við að hver og einn geti fundið lausn sem hentar hans aðstæðum og óskum. Slíkt húsnæði er ekki aðeins mikilvægt fyrir einstaklingana sjálfa heldur styrkir það líka samfélagið í heild. Eldra fólk fær þannig að halda tengslum, vera virkt í nærumhverfi sínu og lifa lífinu af reisn. Hafnarfjörður hefur sýnt að bærinn hefur staðið sig vel í uppbyggingu íbúða. Við erum staðráðin í að vera fyrirmynd þegar kemur að því að byggja samfélag þar sem allir finna sér heimili. Framtíðin í okkar höndum Í Hafnarfirði er enginn látinn standa einn. Með því að efla félagsstarf, heilsu og húsnæðismál tryggjum við að eldra fólk geti notið lífsins með reisn, gleði og öryggi. Það er ekki aðeins þjónusta heldur stefna sem byggir á samkennd, virðingu og framsýni. Við trúum því að sterkt samfélag byggist á því að allir fái að blómstra á sínum forsendum, hvort sem fólk er ungt eða komið á efri ár. Með áframhaldandi metnaði, samstarfi og hugrekki mun Hafnarfjörður halda áfram að vera bær þar sem gott er að eldast. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun