Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar 2. október 2025 13:00 Við tölum gjarnan um mannauð eins og hann sé töflureiknir, hæfni inn, afköst út. En fólk vinnur ekki í tómarúmi. Það andar, hugsar, lærir og lifir í raunverulegu rými – með lofti, birtu, hljóði, hita og raka þ.e. þáttum innivistar sem annaðhvort styðja okkur eða hamla. Ef við lítum á mannauð sem fjárfestingu, er eðlilegt að huga að umhverfinu sem ver fjárfestinguna. Áhrifin af góðri innivistin eru líka mælanleg en sem dæmi þá getur aukinn loftflæðishraði skilað um 1–3% bættri frammistöðu. Af hverju skiptir þetta máli rekstrarlega? 1–3% meðalbót á frammistöðu dag eftir dag, þegar lagt er saman yfir heilt teymi, getur orðið umtalsverður ávinningur miðað við launakostnað og tekjur. Við þekkjum þetta öll skýrari haus þegar loftið er ferskt, meiri þolinmæði þegar hitinn er jafnstilltur og sveigjanlegri hugsun í birtu sem líkir eftir deginum. Þegar rýmið vinnur gegn okkur skríður þreyta inn síðdegis, höfuðverkur lætur á sér kræla eftir fundahring og einbeitingin gufar upp í lokuðu rými. Augun þreytast, hálsinn þornar, nefið þyngist þegar loftið er þétt; hitinn hnikast, ljós flöktir og bakgrunnshljóð krefst athygli. Áður en varir fer orkan meira í að mæta aðstæðum en verkefnum. Fyrirtæki fjárfesta í fólki, ráða, kenna, leiða og hvetja. Sú fjárfesting bætist við hæfni sem einstaklingar hafa safnað í gegnum nám, vinnu og lífið. Raunávöxtunin ræðst þó líka af rýminu sjálfu. Öflug teymi blómstra í rýmum sem styðja vinnuna, gott loftflæði, eðlilegt rakastig, skýr hljóðvist og góð lýsing. Þar verða fundir styttri og skýrari, skapandi vinna hraðari og dagurinn endar síður í orkuskorti. Góð innivist er ekki aukahlutur heldur er hún innviður. Við erum vön að tala um netkerfi, tölvubúnað og öryggi gagna sem innviði fyrirtækja, innivist er líka innviðamál. Hún hefur bein áhrif á heilsu, vellíðan og frammistöðu dag eftir dag og þar með nýtingu starfsfólks. Kannski er það kjarni spurninganna hér að ofan: Getur mannauðurinn skilað sínu besta ef rýmið vinnur á móti? Hvert á starfsfólk að leita þegar einkenni vegna slæmrar innivistar gera vart við sig? Á mannauðsstjórinn að tryggja að innivistin sé í lagi – eða hvar liggur sú ábyrgð? Hvað kostar 1-3% bætt frammistaða í þínum rekstri? Við lifum á tímum harðrar samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk. Eftir því sem blanda hæfni og velferðar ræður meira um afköst, þeim mun meira vegur aðbúnaðurinn á vinnustað. Góð innivist er ekki lúxus; hún er margfeldisstuðullinn sem lætur mannauð bera ávöxt – leiðin til að hámarka afkastagetu, nýtingu og raunafköst án þess að brenna fólk út. Höfundur er mannfræðingur (MA) með viðbótardiplómu á framhaldsstigi í lýðheilsuvísindum og hagnýtri jafnréttisfræði og starfar sem viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Við tölum gjarnan um mannauð eins og hann sé töflureiknir, hæfni inn, afköst út. En fólk vinnur ekki í tómarúmi. Það andar, hugsar, lærir og lifir í raunverulegu rými – með lofti, birtu, hljóði, hita og raka þ.e. þáttum innivistar sem annaðhvort styðja okkur eða hamla. Ef við lítum á mannauð sem fjárfestingu, er eðlilegt að huga að umhverfinu sem ver fjárfestinguna. Áhrifin af góðri innivistin eru líka mælanleg en sem dæmi þá getur aukinn loftflæðishraði skilað um 1–3% bættri frammistöðu. Af hverju skiptir þetta máli rekstrarlega? 1–3% meðalbót á frammistöðu dag eftir dag, þegar lagt er saman yfir heilt teymi, getur orðið umtalsverður ávinningur miðað við launakostnað og tekjur. Við þekkjum þetta öll skýrari haus þegar loftið er ferskt, meiri þolinmæði þegar hitinn er jafnstilltur og sveigjanlegri hugsun í birtu sem líkir eftir deginum. Þegar rýmið vinnur gegn okkur skríður þreyta inn síðdegis, höfuðverkur lætur á sér kræla eftir fundahring og einbeitingin gufar upp í lokuðu rými. Augun þreytast, hálsinn þornar, nefið þyngist þegar loftið er þétt; hitinn hnikast, ljós flöktir og bakgrunnshljóð krefst athygli. Áður en varir fer orkan meira í að mæta aðstæðum en verkefnum. Fyrirtæki fjárfesta í fólki, ráða, kenna, leiða og hvetja. Sú fjárfesting bætist við hæfni sem einstaklingar hafa safnað í gegnum nám, vinnu og lífið. Raunávöxtunin ræðst þó líka af rýminu sjálfu. Öflug teymi blómstra í rýmum sem styðja vinnuna, gott loftflæði, eðlilegt rakastig, skýr hljóðvist og góð lýsing. Þar verða fundir styttri og skýrari, skapandi vinna hraðari og dagurinn endar síður í orkuskorti. Góð innivist er ekki aukahlutur heldur er hún innviður. Við erum vön að tala um netkerfi, tölvubúnað og öryggi gagna sem innviði fyrirtækja, innivist er líka innviðamál. Hún hefur bein áhrif á heilsu, vellíðan og frammistöðu dag eftir dag og þar með nýtingu starfsfólks. Kannski er það kjarni spurninganna hér að ofan: Getur mannauðurinn skilað sínu besta ef rýmið vinnur á móti? Hvert á starfsfólk að leita þegar einkenni vegna slæmrar innivistar gera vart við sig? Á mannauðsstjórinn að tryggja að innivistin sé í lagi – eða hvar liggur sú ábyrgð? Hvað kostar 1-3% bætt frammistaða í þínum rekstri? Við lifum á tímum harðrar samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk. Eftir því sem blanda hæfni og velferðar ræður meira um afköst, þeim mun meira vegur aðbúnaðurinn á vinnustað. Góð innivist er ekki lúxus; hún er margfeldisstuðullinn sem lætur mannauð bera ávöxt – leiðin til að hámarka afkastagetu, nýtingu og raunafköst án þess að brenna fólk út. Höfundur er mannfræðingur (MA) með viðbótardiplómu á framhaldsstigi í lýðheilsuvísindum og hagnýtri jafnréttisfræði og starfar sem viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun