„Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. október 2025 19:04 Sveinn Andri var annar af skiptastjórum þrotabús WOW Air og hefur því reynslu af vinnu við þrotabú flugfélaga. Vísir/Vilhelm Lögfræðingur segir tilfærslu á starfsemi félags frá einu til annars vera skilgreint sem kennitöluflakk samkvæmt gjaldþrotalögum. Forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem hann hafnar sögusögnum um fyrirfram ákveðna fléttu. Í fjármögnunarferli Play fyrr í sumar voru gefin út skuldabréf fyrir 2,8 milljarða króna. Þá fengu skuldabréfaeigendur meðal annars veð í félaginu Play Europe, veð sem gengið var að við gjaldþrot Play og tóku skuldabréfaeigendur yfir félagið og starfsemi þess á Möltu. Lögfræðingur sem var annar skiptastjóra í þrotabúi WOW air segir óhefðbundið að trygging sé tekin í dótturfélagi, algengara sé að veð séu tekin í alvöru verðmætum eins og varahlutum eða flugvélum. „Sumir vilja meina að það hafi verið ætlunin allan tímann að þegar þessar tryggingar voru veittar þá hafi verið ætlunin að færa eignarhaldið á dótturfélaginu yfir til þessara kröfuhafa. Þetta er eitthvað sem skiptastjórar þurfa að rannsaka.“ „Þá gæti það verið gjafagjörningur“ Sveinn Andri segir að það slái alltaf skiptastjóra þegar stórar fjárhæðir fari út úr félagi á skömmum tíma. „Það er verkefni skiptastjóra að rekja slóð peninganna. Þegar það er gert þá getur slóðin hæglega verið eðlileg og ekkert við það að rannsaka. Niðurstaða úr þeim rannsóknum leiðir eftir atvikum að þeir gera ekkert eða rifta einstökum ráðstöfunum.“ Skoða verði virði þeirra verðmæta sem tekin voru tryggingu. „Ef þeir meta virði þessara eigna sem voru teknar tryggingu á móts við það hverjar kröfurnar voru þá gæti verið munur þar á milli og þá gæti það verið gjafagjörningur.“ Segir sögusagnir um fyrir fram ákveðna fléttu úr lausu lofti gripnar Tilefni sé fyrir skiptastjóra að kanna sérstaklega hversu hratt peningar fóru út úr félaginu eftir fjármögnun í lok ágúst. „Miðað við svona kategorsíska skilgreiningu á kennitöluflakki sem er núna komin inn í lögin, kom inn í gjaldþrotalögin 2022 þegar menn voru að skilgreina kennitöluflakk þá er tilfræsla á starfsemi félags frá einu félagi til annars, það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni.“ Einar Örn Ólafsson fyrrverandi forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis. Þar segist hann vilja árétta atriði sem hann segir að misskilnings gæti um, meðal annars flæði peninga eftir fjármögnun. Eðlilegt sé að kröfuhafar tryggi hagsmuni sína með því að ganga að þeim veðum sem höfðu verið veitt og segir sögusagnir um að gjörningurinn sé vafasamur eða fyrirfram ákveðin flétta úr lausu lofti gripnar. Einar er sjálfur einn kröfuhafa. Hann muni þá ekki koma að því að endurreisa dótturfélagið Fly Play Europe. Gjaldþrot Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Í fjármögnunarferli Play fyrr í sumar voru gefin út skuldabréf fyrir 2,8 milljarða króna. Þá fengu skuldabréfaeigendur meðal annars veð í félaginu Play Europe, veð sem gengið var að við gjaldþrot Play og tóku skuldabréfaeigendur yfir félagið og starfsemi þess á Möltu. Lögfræðingur sem var annar skiptastjóra í þrotabúi WOW air segir óhefðbundið að trygging sé tekin í dótturfélagi, algengara sé að veð séu tekin í alvöru verðmætum eins og varahlutum eða flugvélum. „Sumir vilja meina að það hafi verið ætlunin allan tímann að þegar þessar tryggingar voru veittar þá hafi verið ætlunin að færa eignarhaldið á dótturfélaginu yfir til þessara kröfuhafa. Þetta er eitthvað sem skiptastjórar þurfa að rannsaka.“ „Þá gæti það verið gjafagjörningur“ Sveinn Andri segir að það slái alltaf skiptastjóra þegar stórar fjárhæðir fari út úr félagi á skömmum tíma. „Það er verkefni skiptastjóra að rekja slóð peninganna. Þegar það er gert þá getur slóðin hæglega verið eðlileg og ekkert við það að rannsaka. Niðurstaða úr þeim rannsóknum leiðir eftir atvikum að þeir gera ekkert eða rifta einstökum ráðstöfunum.“ Skoða verði virði þeirra verðmæta sem tekin voru tryggingu. „Ef þeir meta virði þessara eigna sem voru teknar tryggingu á móts við það hverjar kröfurnar voru þá gæti verið munur þar á milli og þá gæti það verið gjafagjörningur.“ Segir sögusagnir um fyrir fram ákveðna fléttu úr lausu lofti gripnar Tilefni sé fyrir skiptastjóra að kanna sérstaklega hversu hratt peningar fóru út úr félaginu eftir fjármögnun í lok ágúst. „Miðað við svona kategorsíska skilgreiningu á kennitöluflakki sem er núna komin inn í lögin, kom inn í gjaldþrotalögin 2022 þegar menn voru að skilgreina kennitöluflakk þá er tilfræsla á starfsemi félags frá einu félagi til annars, það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni.“ Einar Örn Ólafsson fyrrverandi forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis. Þar segist hann vilja árétta atriði sem hann segir að misskilnings gæti um, meðal annars flæði peninga eftir fjármögnun. Eðlilegt sé að kröfuhafar tryggi hagsmuni sína með því að ganga að þeim veðum sem höfðu verið veitt og segir sögusagnir um að gjörningurinn sé vafasamur eða fyrirfram ákveðin flétta úr lausu lofti gripnar. Einar er sjálfur einn kröfuhafa. Hann muni þá ekki koma að því að endurreisa dótturfélagið Fly Play Europe.
Gjaldþrot Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira