Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Agnar Már Másson skrifar 2. október 2025 22:27 Play-vélin á Keflavíkurflugvelli í morgun. Play leigði hana af kínverska félaginu CALC. Vísir/MHH Eina Play-flugvélin sem er eftir á Íslandi er í eigu kínversks félags en óljóst er hvort, og þá hvenær, eigendurnir geti sótt vélina til Íslands þar sem Play skuldar Isavia lendingargjöld. mbl.is greindi fyrst frá málinu en Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir við Vísi að ekki sé tímabært að tilgreina heildarupphæð skuldanna. Fram kom í tilkynningu Isavia á mánudag að útistandandi viðskiptaskuldir Play væru eingöngu sem nemur ágúst- og septembermánuðum. Isavia myndi leita þeirra lagaúrræða sem til staðar eru til innheimtu þeirra. Guðjón gat ekkert sagt til um hvort vélin yrði kyrrsett vegna skuldar Play við Isavia eins og gert var eftir gjaldþrot Wow. Átti að fara til Tenerífe Flugvélin sem um ræðir er eina Play-vélin sem eftir situr eftir á Keflavíkurflugvelli en henni átti að fljúga til Tenerífe um mánudagsmorgun, rétt áður en Play tilkynnti skyndilega um rekstrarstöðvun vegna gjaldþrots. Vélin er af tegundinni Airbus A320neo en Play leigði hana, auk einnar annarrar vélar, af China Aircraft Leasing Group Holdings Limited (CALC). Hinar átta vélarnar leigði Play af AerCap, írsk-bandarískri flugvélaleigu. Stærsti hluthafi í CALC er kínverska ríkisfyrirtækið China Everbright Bank (CEL), sem á rúmlega 30 prósent í félaginu. Minnir á deilu Isavia og ALC Afar óljóst er undir hvaða skilmálum kínverska félagið getur sótt vélina til Íslands. Þegar WOW air fór í gjaldþrot kyrrsetti Isavia Airbus-þotuna sem WOW leigði af ALC. Var það vegna ógreiddra gjalda sem WOW skuldaði og námu um 2 milljörðum króna. Mál ALC og Isavia fór fyrir dóma og endaði með því að Hæstiréttur staðfesti að Isavia hefði brotið á eignarétti ALC þar sem ekki hefði mátt nota eignir þriðja aðila sem tryggingu nema skýr lagaheimild væri til staðar. Isavia þurfti því að greiða ALC bætur vegna ólögmætrar stöðvunar vélarinnar. Play Gjaldþrot Play Kína WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
mbl.is greindi fyrst frá málinu en Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir við Vísi að ekki sé tímabært að tilgreina heildarupphæð skuldanna. Fram kom í tilkynningu Isavia á mánudag að útistandandi viðskiptaskuldir Play væru eingöngu sem nemur ágúst- og septembermánuðum. Isavia myndi leita þeirra lagaúrræða sem til staðar eru til innheimtu þeirra. Guðjón gat ekkert sagt til um hvort vélin yrði kyrrsett vegna skuldar Play við Isavia eins og gert var eftir gjaldþrot Wow. Átti að fara til Tenerífe Flugvélin sem um ræðir er eina Play-vélin sem eftir situr eftir á Keflavíkurflugvelli en henni átti að fljúga til Tenerífe um mánudagsmorgun, rétt áður en Play tilkynnti skyndilega um rekstrarstöðvun vegna gjaldþrots. Vélin er af tegundinni Airbus A320neo en Play leigði hana, auk einnar annarrar vélar, af China Aircraft Leasing Group Holdings Limited (CALC). Hinar átta vélarnar leigði Play af AerCap, írsk-bandarískri flugvélaleigu. Stærsti hluthafi í CALC er kínverska ríkisfyrirtækið China Everbright Bank (CEL), sem á rúmlega 30 prósent í félaginu. Minnir á deilu Isavia og ALC Afar óljóst er undir hvaða skilmálum kínverska félagið getur sótt vélina til Íslands. Þegar WOW air fór í gjaldþrot kyrrsetti Isavia Airbus-þotuna sem WOW leigði af ALC. Var það vegna ógreiddra gjalda sem WOW skuldaði og námu um 2 milljörðum króna. Mál ALC og Isavia fór fyrir dóma og endaði með því að Hæstiréttur staðfesti að Isavia hefði brotið á eignarétti ALC þar sem ekki hefði mátt nota eignir þriðja aðila sem tryggingu nema skýr lagaheimild væri til staðar. Isavia þurfti því að greiða ALC bætur vegna ólögmætrar stöðvunar vélarinnar.
Play Gjaldþrot Play Kína WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent