Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Smári Jökull Jónsson skrifar 3. október 2025 21:05 Khalil Shabazz sækir hér á körfuna. Vísir/Anton Grindavík vann Njarðvík, 109-96, í fyrsta heimaleik sínum í tæp tvö ár. Grindvíkingar voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Það var búið að stilla upp fyrir veislu í HS Orku-höllinni í kvöld. Grindvíkingar voru að spila fyrsta alvöru heimaleik sinn í 694 daga og hvorki stuðningsmenn þeirra né Njarðvíkur létu sig vanta á þann stóra viðburð. Húsið var troðfullt og stemmningin eftir því. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Njarðvíkingar náðu frumkvæðinu í fyrsta leikhluta og bæði lið voru að spila vel sóknarlega. Forysta gestanna varð mest níu stig en Grindavíkingar minnkuðu muninn í eitt stig í stöðunni 49-48 þegar Arnór Tristan Helgason tróð í hraðaupphlaupi. Það var reyndar það síðasta sem hann gerði í leiknum því hann lenti hræðilega eftir troðsluna, fékk þungt höfuðhögg og fólk hreinlega tók andköf í höllinni. Hann var leiddur af velli en kom ekki meira við sögu. Arnór Tristan hafði spilað frábærlega fram að þessu og eftir leik virtist hann í ágætu standi miðað við höggið mikla. Arnór Tristan Helgason sést hér troða en lenti afar illa í kjölfarið.Vísir/Anton Arnór Tristan lendir hér í gólfinu eftir troðsluna og líkt og sést hjá ljósmyndaranum undir körfunni þá brá fólki illilega sem fylgdist með.Vísir/Anton Staðan í hálfleik var 54-51 fyrir heimamenn eftir þriggja stiga körfu Ólafs Ólafssonar undir lok hálfleiksins og hún gaf heldur betur tóninn fyrir seinni hálfleik. Því í þriðja leikhluta tóku Grindvíkingar öll völd. Í stöðunni 59-58 náðu Grindvíkingar 26-9 kafla og gengu frá leiknum. Þeir náðu þessum týpíska Grindavíkurleik, þriggja stiga skotin duttu og stúkan fylgdi með. Fjórði leikhlutinn varð í raun aldrei spennandi þrátt fyrir að Njarðvíkingar hafi minnkað muninn undir lokin. Munurinn fór niður í tólf stig en tíminn var of naumur til að það dygði til. Mario Matosovic sýndi fína spretti í kvöld.Vísir/Anton Lokatölur 109-96 og Grindavík fagnar því sigri eftir þennan fyrsta leik í HS Orku-höllinni í tæp tvö ár. Atvik leiksins Byltan sem Arnór Tristan fékk var svakaleg og það mátti sjá angistarsvip á öllum í húsinu í kjölfarið. Sem betur fer virðist hann í lagi og Grindvíkingar stigu vel upp í fjarveru hans en Arnór Tristan var kominn með 11 stig þegar þarna var komið við sögu. DeAndre Kane átti fínan leik fyrir Grindavík og sækir hér á Dwayne Lautier.Vísir/Anton Tvær þriggja stiga körfur frá DeAndre Kane og Ólafi Ólafssyni undir loka þriðja leikhluta voru risastórar. Þær kveiktu í stúkunni og gerðu stúkuna mjög erfiða fyrir gestina. Stjörnur og skúrkar Jordan Semple var mjög góður í fyrsta leik sínum fyrir Grindavík. Hann skoraði 28 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. 39 framlagsstig samtals sem er afar gott. DeAndre Kane og Ólafur skiluðu sínu og Khalil Shabazz var góður með 16 stig og 11 stoðsendingar. Jordan Semple ver hér skot frá Dominykas Milka.Vísir/Anton Hjá Njarðvík var Mario Matosovic frábær í fyrri hálfleik en það fjaraði undan leik hans í þeim síðari. Dwayne Lautier var stigahæstur gestanna með 23 stig og nýi Bandaríkjamaðurinn Brandon Averette átti ágæta spretti. Dómararnir Heilt yfir komust þeir vel frá leiknum. Það var hiti í húsinu og á tímabili virtist sem hitinn inni á vellinum yrði aðeins of mikill en þríeykið Kristinn Óskarsson, Bjarki Þór Davíðsson og Ingi Björn Jónsson voru með ágæt tök á öllu saman. Dómaratríóið ræðir málinVísir/Anton Stemmning og umgjörð Í hæsta klassa. Eins og Jóhann Þór þjálfari Grindavíkur sagði eftir leik þá var líkt og um væri að ræða leik í oddaleik í undanúrslitum fremur en fyrsta leik tímabilsins. Stinningskaldi var í miklu stuði í kvöld enda komnir heim til Grindavíkur.Vísir/Anton Stúkan var troðfull og umgjörð heimamanna til fyrirmyndar með hoppukastala og grillveislu fyrir leik. Njarðvíkingar voru fjölmennir í stúkunni sömuleiðis og stuðningsmenn beggja liða duglegir að hvetja sín lið. Veigar Páll Alexandersson reynir að skora en Ólafur Ólafsson er mættur í vörninni.Vísir/Anton Viðtöl Bónus-deild karla Grindavík UMF Njarðvík UMF Grindavík
Grindavík vann Njarðvík, 109-96, í fyrsta heimaleik sínum í tæp tvö ár. Grindvíkingar voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Það var búið að stilla upp fyrir veislu í HS Orku-höllinni í kvöld. Grindvíkingar voru að spila fyrsta alvöru heimaleik sinn í 694 daga og hvorki stuðningsmenn þeirra né Njarðvíkur létu sig vanta á þann stóra viðburð. Húsið var troðfullt og stemmningin eftir því. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Njarðvíkingar náðu frumkvæðinu í fyrsta leikhluta og bæði lið voru að spila vel sóknarlega. Forysta gestanna varð mest níu stig en Grindavíkingar minnkuðu muninn í eitt stig í stöðunni 49-48 þegar Arnór Tristan Helgason tróð í hraðaupphlaupi. Það var reyndar það síðasta sem hann gerði í leiknum því hann lenti hræðilega eftir troðsluna, fékk þungt höfuðhögg og fólk hreinlega tók andköf í höllinni. Hann var leiddur af velli en kom ekki meira við sögu. Arnór Tristan hafði spilað frábærlega fram að þessu og eftir leik virtist hann í ágætu standi miðað við höggið mikla. Arnór Tristan Helgason sést hér troða en lenti afar illa í kjölfarið.Vísir/Anton Arnór Tristan lendir hér í gólfinu eftir troðsluna og líkt og sést hjá ljósmyndaranum undir körfunni þá brá fólki illilega sem fylgdist með.Vísir/Anton Staðan í hálfleik var 54-51 fyrir heimamenn eftir þriggja stiga körfu Ólafs Ólafssonar undir lok hálfleiksins og hún gaf heldur betur tóninn fyrir seinni hálfleik. Því í þriðja leikhluta tóku Grindvíkingar öll völd. Í stöðunni 59-58 náðu Grindvíkingar 26-9 kafla og gengu frá leiknum. Þeir náðu þessum týpíska Grindavíkurleik, þriggja stiga skotin duttu og stúkan fylgdi með. Fjórði leikhlutinn varð í raun aldrei spennandi þrátt fyrir að Njarðvíkingar hafi minnkað muninn undir lokin. Munurinn fór niður í tólf stig en tíminn var of naumur til að það dygði til. Mario Matosovic sýndi fína spretti í kvöld.Vísir/Anton Lokatölur 109-96 og Grindavík fagnar því sigri eftir þennan fyrsta leik í HS Orku-höllinni í tæp tvö ár. Atvik leiksins Byltan sem Arnór Tristan fékk var svakaleg og það mátti sjá angistarsvip á öllum í húsinu í kjölfarið. Sem betur fer virðist hann í lagi og Grindvíkingar stigu vel upp í fjarveru hans en Arnór Tristan var kominn með 11 stig þegar þarna var komið við sögu. DeAndre Kane átti fínan leik fyrir Grindavík og sækir hér á Dwayne Lautier.Vísir/Anton Tvær þriggja stiga körfur frá DeAndre Kane og Ólafi Ólafssyni undir loka þriðja leikhluta voru risastórar. Þær kveiktu í stúkunni og gerðu stúkuna mjög erfiða fyrir gestina. Stjörnur og skúrkar Jordan Semple var mjög góður í fyrsta leik sínum fyrir Grindavík. Hann skoraði 28 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. 39 framlagsstig samtals sem er afar gott. DeAndre Kane og Ólafur skiluðu sínu og Khalil Shabazz var góður með 16 stig og 11 stoðsendingar. Jordan Semple ver hér skot frá Dominykas Milka.Vísir/Anton Hjá Njarðvík var Mario Matosovic frábær í fyrri hálfleik en það fjaraði undan leik hans í þeim síðari. Dwayne Lautier var stigahæstur gestanna með 23 stig og nýi Bandaríkjamaðurinn Brandon Averette átti ágæta spretti. Dómararnir Heilt yfir komust þeir vel frá leiknum. Það var hiti í húsinu og á tímabili virtist sem hitinn inni á vellinum yrði aðeins of mikill en þríeykið Kristinn Óskarsson, Bjarki Þór Davíðsson og Ingi Björn Jónsson voru með ágæt tök á öllu saman. Dómaratríóið ræðir málinVísir/Anton Stemmning og umgjörð Í hæsta klassa. Eins og Jóhann Þór þjálfari Grindavíkur sagði eftir leik þá var líkt og um væri að ræða leik í oddaleik í undanúrslitum fremur en fyrsta leik tímabilsins. Stinningskaldi var í miklu stuði í kvöld enda komnir heim til Grindavíkur.Vísir/Anton Stúkan var troðfull og umgjörð heimamanna til fyrirmyndar með hoppukastala og grillveislu fyrir leik. Njarðvíkingar voru fjölmennir í stúkunni sömuleiðis og stuðningsmenn beggja liða duglegir að hvetja sín lið. Veigar Páll Alexandersson reynir að skora en Ólafur Ólafsson er mættur í vörninni.Vísir/Anton Viðtöl