Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Agnar Már Másson skrifar 4. október 2025 19:08 Tvíburasysturnar og fjölskyldan voru flutt úr landi tveimur vikum eftir keisaraskurðinn. Þau voru send til Króatíu en óljóst er hvort þau fái vernd þar. Það er ekki útilokað að þau verði send til Rússlands, en þar hefur fjölskyldan sætt pólitískum ofsóknum. Mikillar gremju gætir innan þingflokks Samfylkingarinnar vegna umdeildrar brottvísunar á tveggja vikna tvíburasystrum í vikunni. Þingmaður flokksins veltir því fyrir sér hvort útlendingalögin á Íslandi séu nógu mannúðleg. „Mér er alla vega mjög brugðið þegar maður sér að nýfæddum börnum og móður sem er nýkomin úr keisaraskurði og enn að jafna sig sé vísað úr landi,“ segir Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, í samtali við Vísi. Víðir Reynisson hefur verið þingmaður Samfylkingarinnar frá kosningum 2024.Vísir/Vilhelm Gætu endað aftur í Rússlandi Ungum rússneskum hjónum með tveggja vikna tvíburadætur og tveggja ára son var á mánudag vísað úr landi og þau send til Króatíu. Rétt eins og fjölskylda þeirra sem fékk vernd á Íslandi 2018 flúðu hjónin pólitískar ofsóknir í heimalandinu en Amnesty hefur lýst áhyggjum af því að króatísk stjórnvöld vísi flóttamönnum frá Norður-Kákasus aftur til Rússlands. Árið 2023 samþykkti Króatía aðeins 0,3 prósent verndarumsókna frá Rússlandi og hafa í mörgum tilfellum hafnað umsækjendum þrátt fyrir ofsóknir af hálfu rússneskra yfirvalda. Með tilliti til þess er erfitt að útiloka að fjölskyldan endi í Rússlandi, að sögn lögfræðings fjölskyldunnar sem Vísir ræddi við á miðvikudag. Forseti Alþingis gefur fýlukall Víði er ekki einum burgðið, heldur kveðst hann hafa átt í óformlegum samtölum við samflokksmenn sína á Alþingi sem flestir lýsi sömu áhyggjum. Margir velti því fyrir sér hvort ekki hefði betur mátt fresta brottflutningnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti (S) einnig lýst óánægju sinni vegna brottflutningsins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis.Vísir/Vilhelm Auk þess brást hún við með svokölluðum „leiðum kalli“ við Facebook-færslu Oddnýjar Harðardóttur, fyrrv. formanns Samfylkingarinnar, þar sem Oddný gagnrýndi gamla flokkinn sinn. Ekki náðist í Þórunni við vinnslu fréttar. „Hvað segið þið, góðir samfylkingarþingmenn?“ spurði Oddný á Facebook. „Lögin sem við setjum sem þau eru að vinna“ Vísir ræddi við lögmann rússnesku fjölskyldunnar í vikunni sem sagði að Útlendingastofnun hefði neitað að upplýsa króatísk stjórnvöld um möguleika á fjölskyldusameiningu hér á landi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra en útlendingamál heyra undir hennar ráðuneyti.Vísir/Anton Brink Víðir, sem vann áður fyrir Ríkislögreglustjóra, bendir á að við brottflutninginn séu tvær stofnanir, Ríkislögreglustjóri og Útlendingastofnun, að vinna saman sem einfaldlega að fylgi sínu verklagi. „Þarna er fólk að gera sitt besta,“ segir hann. „Það eru lögin sem við setjum sem þau eru að vinna eftir og við verðum að vera tilbúin að endurskoða það þegar svona gerist hvort reglurnar okkar séu nógu mannúðlegar.“ Útlendingamál í ójafnvægi meðal jafnaðarmanna Málefni útlendinga hafa reynst jafnaðarmönnum erfitt umræðuefni eftir að Kristrún Frostadóttir tók við stjórnartaumum flokksins haustið 2022. Síðan þá virðist flokkurinn hafa hert stefnu sína í málefnum útlendinga og hafa margir þeir sem voru hvað frjálslyndastir í innflytjendamálum sagt sig úr flokknum Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans, og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrrv. varaþingmaður. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrv. þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, fyrrv. þingmaður, úttalar sig um málið undir færslu Oddnýjar og segir að stjórnvöld líti því miður svo á að börn njóti engrar sjálfstæðrar verndar heldur skuli alltaf fylgja foreldrum en ekki öfugt. Það standi hvergi í lögum heldur sé manngerð ákvörðun stjórnvalda um túlkun laganna. „Ég vil meina að með þessu sé verið að brjóta margvísleg lagaákvæði um grundvallarrétt barna sem finna má í barnalögum, barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en líka útlendingalögum, stjórnsýslulögum og barnaverndarlögum,“ skrifar lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn. „Það er engin leið að finna það út að það sé þessum hvítvoðungum fyrir bestu að vera send úr landi. Það er það augljóslega ekki.“ Samfylkingin Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Barnavernd Tengdar fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist hafa áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra talar um útlendingamál, og finnst ráðherrann ala á ótta. 17. ágúst 2025 13:21 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
„Mér er alla vega mjög brugðið þegar maður sér að nýfæddum börnum og móður sem er nýkomin úr keisaraskurði og enn að jafna sig sé vísað úr landi,“ segir Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, í samtali við Vísi. Víðir Reynisson hefur verið þingmaður Samfylkingarinnar frá kosningum 2024.Vísir/Vilhelm Gætu endað aftur í Rússlandi Ungum rússneskum hjónum með tveggja vikna tvíburadætur og tveggja ára son var á mánudag vísað úr landi og þau send til Króatíu. Rétt eins og fjölskylda þeirra sem fékk vernd á Íslandi 2018 flúðu hjónin pólitískar ofsóknir í heimalandinu en Amnesty hefur lýst áhyggjum af því að króatísk stjórnvöld vísi flóttamönnum frá Norður-Kákasus aftur til Rússlands. Árið 2023 samþykkti Króatía aðeins 0,3 prósent verndarumsókna frá Rússlandi og hafa í mörgum tilfellum hafnað umsækjendum þrátt fyrir ofsóknir af hálfu rússneskra yfirvalda. Með tilliti til þess er erfitt að útiloka að fjölskyldan endi í Rússlandi, að sögn lögfræðings fjölskyldunnar sem Vísir ræddi við á miðvikudag. Forseti Alþingis gefur fýlukall Víði er ekki einum burgðið, heldur kveðst hann hafa átt í óformlegum samtölum við samflokksmenn sína á Alþingi sem flestir lýsi sömu áhyggjum. Margir velti því fyrir sér hvort ekki hefði betur mátt fresta brottflutningnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti (S) einnig lýst óánægju sinni vegna brottflutningsins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis.Vísir/Vilhelm Auk þess brást hún við með svokölluðum „leiðum kalli“ við Facebook-færslu Oddnýjar Harðardóttur, fyrrv. formanns Samfylkingarinnar, þar sem Oddný gagnrýndi gamla flokkinn sinn. Ekki náðist í Þórunni við vinnslu fréttar. „Hvað segið þið, góðir samfylkingarþingmenn?“ spurði Oddný á Facebook. „Lögin sem við setjum sem þau eru að vinna“ Vísir ræddi við lögmann rússnesku fjölskyldunnar í vikunni sem sagði að Útlendingastofnun hefði neitað að upplýsa króatísk stjórnvöld um möguleika á fjölskyldusameiningu hér á landi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra en útlendingamál heyra undir hennar ráðuneyti.Vísir/Anton Brink Víðir, sem vann áður fyrir Ríkislögreglustjóra, bendir á að við brottflutninginn séu tvær stofnanir, Ríkislögreglustjóri og Útlendingastofnun, að vinna saman sem einfaldlega að fylgi sínu verklagi. „Þarna er fólk að gera sitt besta,“ segir hann. „Það eru lögin sem við setjum sem þau eru að vinna eftir og við verðum að vera tilbúin að endurskoða það þegar svona gerist hvort reglurnar okkar séu nógu mannúðlegar.“ Útlendingamál í ójafnvægi meðal jafnaðarmanna Málefni útlendinga hafa reynst jafnaðarmönnum erfitt umræðuefni eftir að Kristrún Frostadóttir tók við stjórnartaumum flokksins haustið 2022. Síðan þá virðist flokkurinn hafa hert stefnu sína í málefnum útlendinga og hafa margir þeir sem voru hvað frjálslyndastir í innflytjendamálum sagt sig úr flokknum Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans, og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrrv. varaþingmaður. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrv. þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, fyrrv. þingmaður, úttalar sig um málið undir færslu Oddnýjar og segir að stjórnvöld líti því miður svo á að börn njóti engrar sjálfstæðrar verndar heldur skuli alltaf fylgja foreldrum en ekki öfugt. Það standi hvergi í lögum heldur sé manngerð ákvörðun stjórnvalda um túlkun laganna. „Ég vil meina að með þessu sé verið að brjóta margvísleg lagaákvæði um grundvallarrétt barna sem finna má í barnalögum, barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en líka útlendingalögum, stjórnsýslulögum og barnaverndarlögum,“ skrifar lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn. „Það er engin leið að finna það út að það sé þessum hvítvoðungum fyrir bestu að vera send úr landi. Það er það augljóslega ekki.“
Samfylkingin Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Barnavernd Tengdar fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist hafa áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra talar um útlendingamál, og finnst ráðherrann ala á ótta. 17. ágúst 2025 13:21 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist hafa áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra talar um útlendingamál, og finnst ráðherrann ala á ótta. 17. ágúst 2025 13:21