Innlent

Fokdýrar flug­ferðir, ögur­stund á Gasa og ó­venju­legt inn­brot

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Það er enginn bragur af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play að sögn formanns Neytendasamtakanna. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslandi hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða.

Rætt verður við formann samtakanna í kvöldfréttum Sýnar og farið yfir framboð flugferða til og frá landinu.

Undirbúningur að fyrsta áfanga friðaráætlunarinnar sem Trump og Netanjahú kynntu fyrr í vikunni er hafinn og búist við að samningarviðræður milli Ísrael og Hamas hefjist að nýju í Egyptalandi á næstu dögum. Aðstandendur ísraelskra gísla hafa takmarkaða trú á ríkisstjórn Ísraels til að tryggja að lausn gíslanna, sem eftir eru í haldi Hamas, verði að veruleika.

Fjölskylda sem stóð í miðjum flutningum í glænýtt hverfi varð fyrir afar undarlegu innbroti á dögunum, ásamt nágrönnum sínum. Þjófunum leist best á hluti í eigu barnanna, eins og Pókemon spil og barnaföt, en fartölvur voru látnar í friði.

Í fréttatímanum hittum við einnig fyrir prest sem er hlakkar hrikalega mikið til útkomu hrútaskrárinnar og verðum í beinni frá Borgarleikhúsinu þar sem nýtt og forvitnilegt verk verður frumsýnt í kvöld. 

Þetta og fleira í kvöldfréttum Sýnar á slaginu klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 4. október 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×