Íslenski boltinn

Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen í leik með FC Kaupmannahöfn.
Sölvi Geir Ottesen í leik með FC Kaupmannahöfn. getty/Valerio Pennicino

Þjálfari Íslandsmeistara Víkings, Sölvi Geir Ottesen, var tekinn í yfirheyrslu í Brennslunni á FM 957. Þar greindi hann meðal annars frá hjátrú sem hann var með fyrir leiki þegar hann var leikmaður. 

Sölvi átti góðan feril sem leikmaður. Auk þess að spila með Víkingi hér á landi spilaði hann í Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi, Kína og Taílandi. Þá lék hann 26 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Í Brennslunni var Sölvi spurður að því hvort hann hefði verið með einhverja hjátrú sem leikmaður.

„Já, ég spilaði alltaf „commando“ í gamla daga,“ sagði Sölvi. „Þangað til að við fórum að spila í Royal League, vetrarkeppninni í Skandinavíu, og spilaði í mínus fimmtán nærbuxnalaus og ég geri það ekki aftur.“

Sölvi var einnig spurður að því hver uppáhalds íþróttin hans fyrir utan fótbolta væri.

„UFC. Ég var harðkjarna aðdáandi UFC í mörg ár. Á vídeóleigunni í Laugarásnum gastu farið og fengið UFC eitt og tvö og þessar spólur bak við borðið. Við settum þær í vídeótækið og fórum síðan að herma eftir einhverjum brögðum,“ sagði Sölvi.

Hlusta má á viðtalið við Sölva í Brennslunni í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×