„Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. október 2025 22:06 Aron segir sárt að þurfa að horfa á eftir kindunum. Vísir/Vilhelm Bóndi á Kirkjuhóli segir sárt að skera þurfi fé en riða greindist á bænum í gær. Grunur um smit vaknaði í síðustu viku en hann segist hafa vitað um leið og hann sá kindina að um riðu væri að ræða, símtalið til Matvælastofnunar hafi verið þungt. Grunur vaknaði um riðuveiki á Kirkjuhóli í síðustu viku og var sá grunur staðfestur af Matvælastofnun í gær. Niðurskurður er ekki hafinn en í tilkynningu MAST kemur fram að nokkur hluti fjárins á bænum sé með verndandi arfgerð gegn riðu sem þýðir að ekki þurfi að skera allt fé á bænum. Bóndinn á Kirkjuhóli telur að skera þurfi um 200 kindur. „Maður eiginlega vissi það um leið og maður sá kindina hvað þetta var þannig að þetta var þungt símtal að þurfa að hringja í Mast,“ sagði bóndinn Aron Pétursson í samtali við fréttastofu Sýnar. Huggun harmi gegn að þurfa ekki að byrja upp á nýtt Á Alþingi í dag mælti Sigurjón Þórðarson formaður atvinnuveganefndar fyrir frumvarpi sem heimilar ráðherra að skylda bændur til að rækta fé sem ónæmt sé fyrir riðu. Aron hefur markvisst unnið að ræktun fjár með ónæmi en segir sárt að þurfa að skera niður í hjörðinni. „Það er mjög sárt, maður er búinn að vera að rækta þetta fé í nokkur ár og þekkir hverja einustu kind. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim en það er huggun harmi gegn að það fær hluti af þeim að verða eftir og við þurfum ekki að byrja með nýjan stofn“ Fín samskipti við MAST Aron vonar að smitið dreifi sér ekki frekar en að uggur sé í fólki í sveitinni þó riðuveiki hafi reglulega komið upp þar um slóðir. „Ég vona að maður hafi náð að stoppa þetta strax í byrjun, það er ástæðan fyrir því að maður tilkynnti þetta strax. Maður vill ekki vera að dreifa þessu á fleiri hjarðir,“ sagði Aron og bætti við að samskipti hans við MAST hefðu verið fín hingað til og engu yfir að kvarta. „Auðvitað eru einhverjar kindur í miklu uppáhaldi Hann hefur stundað búskap á Kirkjuhóli síðan 2016 en ætlar að halda ótrauður áfram þrátt fyrir áfallið og þá miklu vinnu sem framundan er bæði í þrifum og ræktunarstarfi. „Nú þurfum við að taka nýjan vinkil í það,“ segir hann og að jafnframt muni hann aðeins nota arfhreina hrúta við ræktunina sem ónæmir eru fyrir riðuveikinni. Þá þurfi féð á bænum að vera í einangrun og má ekki blandast öðru fé næstu tvö árin. Fjárhagslegt tjón er óljóst enda stutt síðan smitið var staðfest. Tilfinningatjónið er hins vegar mikið, ekki síst hjá börnunum. „Þeir tóku þetta svolítið inn á sig þegar þeir fengu fréttirnar, þeir eru að átta sig á þessu. Auðvitað eru einhverjar kindur sem hafa verið í miklu uppáhaldi sem þurfa að fara en aðrar fá að vera. Það breytir stöðunni mikið að fá að halda eitthvað af fénu, að þurfa ekki að horfa á eftir allri hjörðinni fara,“ sagði Aron að lokum. Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Matvælastofnun Skagafjörður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Grunur vaknaði um riðuveiki á Kirkjuhóli í síðustu viku og var sá grunur staðfestur af Matvælastofnun í gær. Niðurskurður er ekki hafinn en í tilkynningu MAST kemur fram að nokkur hluti fjárins á bænum sé með verndandi arfgerð gegn riðu sem þýðir að ekki þurfi að skera allt fé á bænum. Bóndinn á Kirkjuhóli telur að skera þurfi um 200 kindur. „Maður eiginlega vissi það um leið og maður sá kindina hvað þetta var þannig að þetta var þungt símtal að þurfa að hringja í Mast,“ sagði bóndinn Aron Pétursson í samtali við fréttastofu Sýnar. Huggun harmi gegn að þurfa ekki að byrja upp á nýtt Á Alþingi í dag mælti Sigurjón Þórðarson formaður atvinnuveganefndar fyrir frumvarpi sem heimilar ráðherra að skylda bændur til að rækta fé sem ónæmt sé fyrir riðu. Aron hefur markvisst unnið að ræktun fjár með ónæmi en segir sárt að þurfa að skera niður í hjörðinni. „Það er mjög sárt, maður er búinn að vera að rækta þetta fé í nokkur ár og þekkir hverja einustu kind. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim en það er huggun harmi gegn að það fær hluti af þeim að verða eftir og við þurfum ekki að byrja með nýjan stofn“ Fín samskipti við MAST Aron vonar að smitið dreifi sér ekki frekar en að uggur sé í fólki í sveitinni þó riðuveiki hafi reglulega komið upp þar um slóðir. „Ég vona að maður hafi náð að stoppa þetta strax í byrjun, það er ástæðan fyrir því að maður tilkynnti þetta strax. Maður vill ekki vera að dreifa þessu á fleiri hjarðir,“ sagði Aron og bætti við að samskipti hans við MAST hefðu verið fín hingað til og engu yfir að kvarta. „Auðvitað eru einhverjar kindur í miklu uppáhaldi Hann hefur stundað búskap á Kirkjuhóli síðan 2016 en ætlar að halda ótrauður áfram þrátt fyrir áfallið og þá miklu vinnu sem framundan er bæði í þrifum og ræktunarstarfi. „Nú þurfum við að taka nýjan vinkil í það,“ segir hann og að jafnframt muni hann aðeins nota arfhreina hrúta við ræktunina sem ónæmir eru fyrir riðuveikinni. Þá þurfi féð á bænum að vera í einangrun og má ekki blandast öðru fé næstu tvö árin. Fjárhagslegt tjón er óljóst enda stutt síðan smitið var staðfest. Tilfinningatjónið er hins vegar mikið, ekki síst hjá börnunum. „Þeir tóku þetta svolítið inn á sig þegar þeir fengu fréttirnar, þeir eru að átta sig á þessu. Auðvitað eru einhverjar kindur sem hafa verið í miklu uppáhaldi sem þurfa að fara en aðrar fá að vera. Það breytir stöðunni mikið að fá að halda eitthvað af fénu, að þurfa ekki að horfa á eftir allri hjörðinni fara,“ sagði Aron að lokum.
Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Matvælastofnun Skagafjörður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira