Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2025 22:42 Daníel Tristan Guðjohnsen er klár í sannkallaða stórleiki með íslenska landsliðinu. vísir/Bjarni Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. Framundan eru leikir við Úkraínu á föstudag og Frakkland næsta mánudag – leikir sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að komast á HM næsta sumar – og er uppselt á báða leikina á Laugardalsvelli, eftir frammistöðu Daníels og félaga í síðasta mánuði. Hann spilaði þá sína fyrstu A-landsleiki: „Það var ógeðslega gaman að mæta hérna síðast og fá að spila þessa tvo leiki, en ég er alveg jafnspenntur núna,“ segir Daníel en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Daníel og Andri Lucas bróðir hans léku saman í tapinu nauma gegn Frökkum í París fyrir mánuði, í fjarveru fyrirliðans Orra Steins Óskarssonar sem er enn frá keppni vegna meiðsla. Því má vel vera að bræðurnir byrji einnig báðir gegn Úkraínu á föstudaginn, eða þá gegn Frökkum: „Það gæti verið möguleiki. Við gerðum það í síðasta verkefni. Mér fannst það þannig séð ganga vel hjá okkur í Frakklandi. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Daníel, tilbúinn í gríðarlega mikilvægan slag á föstudaginn. „Eina góða er að maður getur lært af þessu“ Daníel leikur einnig með Malmö í Svíþjóð og fékk að líta rauða spjaldið í síðustu viku, seint í uppbótartíma í 3-0 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi í Evrópudeildinni. Mistök sem pabbi hans, Eiður Smári, gagnrýndi hann fyrir í Dr. Football á föstudag eins og sjá má hér að neðan. „Þetta er á 95. mínútu og hann fær rautt fyrir að hlaupa inn í varnarmann og vera aðeins með olnbogana uppi. Ég spurði til hvers. „Já, ég missti hausinn.“ Þetta er akkúrat það sem má ekki gerast,“ sagði Eiður í þættinum og hélt áfram: „Ekki nóg með að þetta líti illa út fyrir þig, þú ert ungur og munt læra af þessu, menn gera mistök, en þetta verður til þess að þú ert kannski frá í risastórum leikjum í Evrópudeildinni. Það eru leiðindin í þessu, fyrir utan að þetta lítur asnalega út. Ekki vera svona heimskur, en læra af þessu,“ sagði Eiður. Daníel tók undir með pabba sínum: „Ætli það sé ekki bara rétt hjá honum?“ segir Daníel léttur. „Maður gerir mistök og það eina góða við þetta er að maður getur lært af þessu,“ bætir hann við og samsinnir því að Eiður, með alla sína reynslu, sé duglegur að veita ráðleggingar: „Já, já. Auðvitað gerir hann það. Hann lætur mann aðeins heyra það þegar eitthvað svona gerist.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira
Framundan eru leikir við Úkraínu á föstudag og Frakkland næsta mánudag – leikir sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að komast á HM næsta sumar – og er uppselt á báða leikina á Laugardalsvelli, eftir frammistöðu Daníels og félaga í síðasta mánuði. Hann spilaði þá sína fyrstu A-landsleiki: „Það var ógeðslega gaman að mæta hérna síðast og fá að spila þessa tvo leiki, en ég er alveg jafnspenntur núna,“ segir Daníel en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Daníel og Andri Lucas bróðir hans léku saman í tapinu nauma gegn Frökkum í París fyrir mánuði, í fjarveru fyrirliðans Orra Steins Óskarssonar sem er enn frá keppni vegna meiðsla. Því má vel vera að bræðurnir byrji einnig báðir gegn Úkraínu á föstudaginn, eða þá gegn Frökkum: „Það gæti verið möguleiki. Við gerðum það í síðasta verkefni. Mér fannst það þannig séð ganga vel hjá okkur í Frakklandi. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Daníel, tilbúinn í gríðarlega mikilvægan slag á föstudaginn. „Eina góða er að maður getur lært af þessu“ Daníel leikur einnig með Malmö í Svíþjóð og fékk að líta rauða spjaldið í síðustu viku, seint í uppbótartíma í 3-0 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi í Evrópudeildinni. Mistök sem pabbi hans, Eiður Smári, gagnrýndi hann fyrir í Dr. Football á föstudag eins og sjá má hér að neðan. „Þetta er á 95. mínútu og hann fær rautt fyrir að hlaupa inn í varnarmann og vera aðeins með olnbogana uppi. Ég spurði til hvers. „Já, ég missti hausinn.“ Þetta er akkúrat það sem má ekki gerast,“ sagði Eiður í þættinum og hélt áfram: „Ekki nóg með að þetta líti illa út fyrir þig, þú ert ungur og munt læra af þessu, menn gera mistök, en þetta verður til þess að þú ert kannski frá í risastórum leikjum í Evrópudeildinni. Það eru leiðindin í þessu, fyrir utan að þetta lítur asnalega út. Ekki vera svona heimskur, en læra af þessu,“ sagði Eiður. Daníel tók undir með pabba sínum: „Ætli það sé ekki bara rétt hjá honum?“ segir Daníel léttur. „Maður gerir mistök og það eina góða við þetta er að maður getur lært af þessu,“ bætir hann við og samsinnir því að Eiður, með alla sína reynslu, sé duglegur að veita ráðleggingar: „Já, já. Auðvitað gerir hann það. Hann lætur mann aðeins heyra það þegar eitthvað svona gerist.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira