Íslenski boltinn

Hall­grímur fram­lengir við KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hallgrímur Jónasson heldur áfram sem þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson heldur áfram sem þjálfari KA. vísir/diego

Ljóst er að Hallgrímur Jónasson verður áfram við stjórnvölinn hjá KA en hann hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Eftir að hafa leikið sem atvinnumaður í um áratug kom Hallgrímur til KA 2018. Hann var ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins 2020 og tók svo við því undir lok tímabilsins 2022.

Undir stjórn Hallgríms endaði KA í 7. sæti Bestu deildar karla 2023 og komst í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa unnið tvö einvígi.

Í fyrra lenti KA einnig í 7. sæti Bestu deildarinnar en varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það var jafnframt fyrsti stóri titill KA í 35 ár.

KA er núna í 8. sæti Bestu deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið. Liðið tók þátt í Sambandsdeildinni í sumar en féll naumlega úr leik fyrir Silkeborg frá Danmörku, 4-3 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×