Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2025 10:20 Magga Stína lendir síðar í dag í Amsterdam þar sem hún mun hvíla sig næstu daga. Aðsend Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. „Við fengum þær fréttir í morgun að hún væri á farþegalista í flugi frá Ísrael til Istanbúl í Tyrklandi, sem er núna í loftinu. Þannig hún er laus úr haldi,“ segir Salvör og að það sé mikill léttir. „Við erum náttúrulega rosalega fegin, öll fjölskyldan hennar og vinir, að það sé þannig. Þetta hafa verið erfiðir þrír dagar og við vitum náttúrulega að meðferð Ísraelsmanna er almennt ekki til fyrirmyndar þannig við erum rosalega fegin að hún sé laus úr þessu haldi.“ Meðlimir áhafnar skipanna sem voru handsömuð lýstu því í viðtali við lögfræðinga Frelsisflotans að eftir að þau voru handsömuð hafi þau verið niðurlægð, neydd til þess að krjúpa eða sitja á hnjánum löngum stundum og jafnvel til að endurtaka niðurlægjandi yfirlýsingar, þar á meðal ástaryfirlýsingar til Ísraels eða last um eigin lönd. Salvör Gullbrá er dóttir Möggu Stínu. Hún segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Vísir/Arnar Hefur enn ekki heyrt í henni Salvör segist enn ekki hafa getað talað beint við móður sína. Síminn hafi verið tekinn af öllum við handtöku og því hafi hún engar beinar upplýsingar fengið um meðferð hennar. „Ég vona að það gerist þegar hún lendir í Istanbúl en við vitum að miðað við þessar lýsingar gerum við ráð fyrir að hún sé dauðþreytt og núna er planið að hún komi til mín í Amsterdam og verði hjá okkur, og barnabarninu sínu, og hvíli sig núna þessa daga. Þannig hún kemur ekki beint til Íslands.“ Salvör segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Bæði hafi óvissan með móður hennar tekið á en svo sé það mikill tilfinningarússíbani að búið sé að semja um vopnahlé á Gasa. „Ísraelar hafa verið að brjóta niður allar okkar hugmyndir um það hvernig alþjóðalagakerfið á að virka og ég spyr mig núna þegar mamma er laus. Ég hef ekki fengið að heyra neina fordæmingu frá utanríkisráðherra á því að íslenskur ríkisborgari sé tekinn á alþjóðlegu hafsvæði þegar hún reynir að færa sveltandi fólki neyðaraðstoð. Mér finnst skipta svo miklu máli að við Ísland tökum ekki þátt í að brjóta niður þetta alþjóðakerfi, sem Ísrael hefur verið að gera, með því að halda alltaf áfram refsingarlaust sínu þjóðarmorði á Gasa, þjóðernishreinsunum og landnámi, og ég spyr mig hvers vegna ég heyri ekki fordæmingu á þessu.“ Salvör segir fréttir um vopnahlé hafa glatt hana en það sé aðeins fyrsta skrefið. „Maður er rosalega glaður fyrir hönd fólksins á Gasa, að fólk geti núna sofið án þess að lifa við sprengjuregn en það er fyrir mér algjört fyrsta skref og næsta þarf að vera að það sé réttlæti fyrir þetta fólk og að fólk sé dregið til ábyrgðar fyrir að fremja þjóðarmorð.“ Palestína Tyrkland Holland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
„Við fengum þær fréttir í morgun að hún væri á farþegalista í flugi frá Ísrael til Istanbúl í Tyrklandi, sem er núna í loftinu. Þannig hún er laus úr haldi,“ segir Salvör og að það sé mikill léttir. „Við erum náttúrulega rosalega fegin, öll fjölskyldan hennar og vinir, að það sé þannig. Þetta hafa verið erfiðir þrír dagar og við vitum náttúrulega að meðferð Ísraelsmanna er almennt ekki til fyrirmyndar þannig við erum rosalega fegin að hún sé laus úr þessu haldi.“ Meðlimir áhafnar skipanna sem voru handsömuð lýstu því í viðtali við lögfræðinga Frelsisflotans að eftir að þau voru handsömuð hafi þau verið niðurlægð, neydd til þess að krjúpa eða sitja á hnjánum löngum stundum og jafnvel til að endurtaka niðurlægjandi yfirlýsingar, þar á meðal ástaryfirlýsingar til Ísraels eða last um eigin lönd. Salvör Gullbrá er dóttir Möggu Stínu. Hún segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Vísir/Arnar Hefur enn ekki heyrt í henni Salvör segist enn ekki hafa getað talað beint við móður sína. Síminn hafi verið tekinn af öllum við handtöku og því hafi hún engar beinar upplýsingar fengið um meðferð hennar. „Ég vona að það gerist þegar hún lendir í Istanbúl en við vitum að miðað við þessar lýsingar gerum við ráð fyrir að hún sé dauðþreytt og núna er planið að hún komi til mín í Amsterdam og verði hjá okkur, og barnabarninu sínu, og hvíli sig núna þessa daga. Þannig hún kemur ekki beint til Íslands.“ Salvör segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Bæði hafi óvissan með móður hennar tekið á en svo sé það mikill tilfinningarússíbani að búið sé að semja um vopnahlé á Gasa. „Ísraelar hafa verið að brjóta niður allar okkar hugmyndir um það hvernig alþjóðalagakerfið á að virka og ég spyr mig núna þegar mamma er laus. Ég hef ekki fengið að heyra neina fordæmingu frá utanríkisráðherra á því að íslenskur ríkisborgari sé tekinn á alþjóðlegu hafsvæði þegar hún reynir að færa sveltandi fólki neyðaraðstoð. Mér finnst skipta svo miklu máli að við Ísland tökum ekki þátt í að brjóta niður þetta alþjóðakerfi, sem Ísrael hefur verið að gera, með því að halda alltaf áfram refsingarlaust sínu þjóðarmorði á Gasa, þjóðernishreinsunum og landnámi, og ég spyr mig hvers vegna ég heyri ekki fordæmingu á þessu.“ Salvör segir fréttir um vopnahlé hafa glatt hana en það sé aðeins fyrsta skrefið. „Maður er rosalega glaður fyrir hönd fólksins á Gasa, að fólk geti núna sofið án þess að lifa við sprengjuregn en það er fyrir mér algjört fyrsta skref og næsta þarf að vera að það sé réttlæti fyrir þetta fólk og að fólk sé dregið til ábyrgðar fyrir að fremja þjóðarmorð.“
Palestína Tyrkland Holland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira